Fréttablaðið - 02.05.2015, Page 18

Fréttablaðið - 02.05.2015, Page 18
2. maí 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR En nú er komið að kaflaskilum í sögu íslenska bjánapoppsins. Það byrjaði með falli kántrí- kóngsins. Skömmu síðar gerðist Gylfi Ægisson einn helsti talsmað- ur hommahatara á Íslandi. Varla líður sá dagur að hann sé ekki í fjöl- miðlum að tjá sig um eitthvert það heimskulegasta og þröngsýnasta þvaður sem boðið er uppá í umræðu í dag. Hann fullyrðir til dæmis að samkynhneigð og barnagirnd séu af sama meiði. Það veit hver heilvita maður að svo er ekki. Hallbjörn var til dæmis enginn hommi. Ekki frekar en Gylfi er hommi þótt hann liti á sér skegg- ið. Mörgum gæti þótt það homma- legt en það gerir Gylfa samt ekki að homma. Og þarsem Gylfi er virtur bjánapoppari hefur honum tekist að draga fleiri reiða og ruglaða vitleysinga með sér. Nú er Leoncie búin að slást í hópinn. Og í stað þess að gleðja og upp- örva með vitleysunni í sér reyna þau nú að skemma og meiða. Og ég vona að engir samkynhneigð- ir unglingar taki þetta nærri sér. En ég hef ákveðið að hætta að hlusta á bjánapopp. Einsog margir fleiri ætla ég að reyna að gleyma öllu um Hallbjörn Hjart- arson. Ég er búinn að henda jóla- plötunni hans Gylfa í ruslið og mun aldrei koma nálægt neinu af hans lögum á einn eða annan hátt. Heldur ekki Leoncie. Mér finnst þau ekki lengur bjána- popparar heldur bara bjánar. Bjánapoppið er dautt. Þetta er ekki fyndið lengur. Bjánapoppið er dautt Ein besta bjánapoppplata sem út hefur komið á Íslandi er Hamfarir með Gunnari Jökli. Ég spilaði Gunnar Jökul í útvarpinu og náði að gera lögin Kaffið mitt og Hundurinn minn nokkuð vinsæl. Ég hitti Gunnar og hann var mér mjög þakklátur. Ég hélt mikið uppá Hallbjörn Hjartar- son og heimsótti hann jafnvel og tók við hann viðtöl í útvarpi. Ég var dyggur hlustandi Útvarps Kántríbæjar alltaf þegar ég keyrði milli Reykjavíkur og Akureyrar. Gylfi Ægisson hefur átt sér- stakan sess í mínu lífi. Mörg af lögum hans hafa fylgt mér í gegnum lífið og ég hef sungið þau upphátt við ýmsar aðstæður. Jólaplatan Gylfi og Gerður hefur verið hluti af jólahaldi á mínu heimili í mörg ár. Lagið Jóla- sveinn á leið í land hefur mark- að komu jólanna og þegar Gylfi Ægisson spilar Heimsumból á Casio-skemmtara fyllist heimilið af hátíðarbrag. Diskurinn hefur verið hluti af jólaskrautinu eins- og Christmas vacation-myndin. Ég hef líka haft gaman af Leon- cie, jafnvel þegar hún úthúðar öðrum tónlistar mönnum, alhæfir um íslenskt samfélag eða heldur því enn og aftur fram að Björk hafi meira og minna stolið öllum sínum lögum frá henni. Ég hef fyrirgefið henni þetta um leið og ég heyri frá henni nýtt lag. Hamfarir Ég hef lengi verið aðdá-andi ákveðinnar tegundar íslenskrar tónlistar og hef sankað að mér upptökum og disk- um með hinum ýmsu tónlistar- mönnum. Ég veit ekki alveg hvað þessi tónlist kallast eða hvort um eiginlega tónlistarstefnu er að ræða. Kannski mætti kalla þessa tónlist naívíska tónlist. Ég kalla þetta bara bjánapopp. Oftast er þetta tónlist sem gerð er og gefin út af töluverðum metnaði en litlum efnum og oftar en ekki af töluverðri fljótfærni. Eitt helsta skilyrðið fyrir því að bjánapopp geti kallast bjána- popp er að það sé ekki gefið út sem slíkt heldur af fullri alvöru. Þetta eru gjarnan lög og textar sem samdir eru meira af vilja en getu og í einhverju hugsunarleysi og fljótfærni og yfirleit t af tónlistar- mönnum sem ofmeta eigin getu þannig að útkoman verð- ur klaufaleg, hlægileg og krúttleg. Oftar en ekki beita tónlistarmenn- irnir fyrir sig börnum eins og þegar Einar S. Ólafsson söng hið hressilega lag Ég vil ganga minn veg sem samið var af móður hans. Flestir kannast við þetta lag enda er það eitt þekktasta bjána- popplag Íslandssögunnar. Í því sameinast allt sem lag þarf að hafa til að bera til að geta kallast alvöru bjánapopp. Laglínan er einföld og taktföst og textinn er kjánalegur og næstum því óskilj- anlegur. Til að fullkomna verkið er barn látið syngja lagið. Flest- ir sem heyra lagið geta ekki var- ist brosi. Maður getur ekki alveg útskýrt hvaða hughrif það vekur en það er sannarlega bjánapopp. Eitt af aðalsmerkjum bjána- poppsins er hressleiki og lífs- gleði og frekar einföld og barna- leg afstaða til lífsins almennt. Lögin eru oftast einföld og gríp- andi og textarnir leggja áherslu á jákvæðni og gleði. Og sá andi svífur yfir vötnum í sjálfri upp- tökunni. Þar er ekki verið að hafa áhyggjur af vandvirkni eða metnaði heldur er fyrsta og eina upptaka látin duga svo hægt sé að demba verkinu í sölu og beint til aðdáenda. Bjánapopp Þ ótt ekki sé með nokkrum rétti hægt að saka þing- menn Pírata um stefnuleysi hefur þingflokkur þeirra óneitanlega að sumu leyti haft frítt spil. Í því liggur styrkur þeirra. Það hafa þingmenn flokksins nýtt sér með vel ígrundaðri afstöðu til einstakra mála. Það kunna kjósendur að meta ef marka má kannanir undanfarið. Samkvæmt nýjustu könnunum eru þeir stærsti flokkurinn með um 30 prósenta fylgi. Stefnuskrár stjórnmála- flokka í kosningum hafa lítið gildi. Flokkar hafa alla tíð leyft sér að leggja á tæpasta vað með vilyrði og loforð, sem hljóma vel í kosningaslag. Fjölmiðlun hefur aftur á móti breyst. Yfirlýsingar eru hermdar uppá stjórnmálamenn þegar orð og gjörðir fara ekki saman. Netið gerir öllum kleift að kveða sér hljóðs og það gleymir engu. Það setur stjórnmál- unum skorður. Tækifærin til umbóta eru meiri en nokkru sinni. Kjarninn í boðskap Pírata byggist á þessu. Þau kunna skil á tækninni og vita að orðagjálfrið, sem alltaf hefur fylgt pólitíkinni, verður afhjúpað fyrr eða síðar. Netið, sem engu gleymir, þvingar þannig langþráðri siðbót uppá stjórnmálin. Orð, sem falla í hita leiksins, eru kyrfilega skjalfest. Það hefur orðið núver- andi ráðherrum fótakefli. Rígbundnar stefnuskrár, sem líta vel út á blaði, en enginn ætlar sér neitt með, eiga ekki uppá pallborðið lengur. Píratar burðast ekki með slíkt. Að hluta vegna þess að þau eru nýtt afl. En líka vegna þess, að þau skynja nútímann. Þau hafa unnið sér traust með því að hlusta vel og tefla fram góðum rökum í einstökum málum. Enginn hefur talað skýrar en þau með nýrri stjórnarskrá – og gegn hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir og vopnaburð lögreglu svo dæmi séu nefnd. Píratar gerðu ekki ráð fyrir að standa frammi fyrir þeirri ábyrgð, sem kjósendur virðast reiðubúnir að fela þeim. Í þeirri stöðu er freistandi að leita til reynslujaxlanna, sem eru í kringum þau, mynda einhvers konar bandalag. En þeim liggur ekkert á. Píratar hafa komið til dyranna eins og þau eru klædd. Ef þau halda því áfram verður erfitt að finna á þeim höggstað. Þau kunna aðferðirnar til að hafa kjósendur með í ráðum – ekki bara á fundum. Þingmenn flokksins og borgarfulltrúi munu vera í skipulögðu sambandi við sitt bakland alla daga. Þau þurfa engan fundarsal, bara nettengingu. Auðvitað eru veikleikar í málflutningi Pírata. Helst hefur verið bent á, að höfundarréttarmál á netinu þvælist fyrir þeim. En það eru margslungin mál, sem varla verða til lykta leidd á Alþingi Íslendinga. Þau snerta alla heimsbyggðina. Þrátt fyrir alla vondu siðina í pólitíkinni er sómafólk á Alþingi. Píratar verða ekki í vandræðum með að finna sér samstarfsfólk verði þeim falið hlutverk í landsstjórninni. En þau þurfa að tryggja, að þeirra boðskapur um ný vinnubrögð fái framgang – að tæknin þvingi siðbót uppá stjórnmálin hratt og örugglega. Fylgið streymir til Pírata: Píratar á siglingu Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.