Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 24
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Það var erfitt skref þegar ég byrjaði að opna mig um þetta. Það var svo mikil skömm sem fylgdi því. Okkur var kennt að tala ekki um þetta og tjá ekki skoðanir okkar. En ég er hætt að vera hrædd,“ segir Hulda Fríða Berndsen sem tilheyrði til margra ára söfnuði Votta Jehóva. Þar segist hún hafa upplifað ýmis- legt misjafnt, meðal annars vald- níðslu og heilaþvott. Upphaflega gekk Hulda til liðs við söfnuðinn um miðjan áttunda áratug síðustu aldar en þá hafði þáverandi eiginmaður henn- ar verið meðlimur um nokkurt skeið. Þau voru rekin úr söfnuð- inum í upphafi níunda áratug- arins í kjölfar skilnaðar en hún byrjaði aftur árið 1986. „Ég sást í bíl með manni. Það var ekkert í gangi á milli mín og þessa manns en þeir héldu það. Í kjölfarið var ég rekin,“ útskýrir Hulda. Hart dæmd Undanfarin ár hefur hún unnið að því að gera upp fortíð sína. Meðal annars ásamt syni sínum, rithöf- undinum Mikael Torfasyni, sem er að skrifa bók um æskuár sín og sögu foreldra sinna í eigin upp- gjöri við fortíðina. Æskuár þar sem hann barðist við veikindi og vegna trúar foreldranna þurftu læknarnir líka að heyja baráttu við þau til þess að bjarga lífi hans. Við gerð bókarinnar tók Mikael viðtöl við móður sína. „Þetta var erfitt en gott. Það var gott að gera þetta upp,“ segir hún er hún tekur á móti blaðamanni á heimili sínu. Þeir sem þekkja Huldu vita að hún er lífleg og hress og hrókur alls fagnaðar. Undir niðri er þó brotin sjálfsmynd sem mótaðist af miklu leyti af erfiðri æsku. Eftir að hafa hrakist úr söfnuð- inum í upphafi níunda áratugar- ins hóf Hulda nýtt líf. Foreldarn- ir ungu skiptu með sér forræði barnanna, faðirinn hafði hjá sér tvo syni þeirra og Hulda ól upp yngstu dóttur þeirra. „Það var erfitt að setja frá sér börnin og ég var hart dæmd fyrir það á þeim tíma,“ segir hún alvarleg. Skilnaðurinn við barnsföðurinn var Huldu erfiður. „Ég var orðin vön sársauka, þetta er svona eins og barn sem hefur alltaf verið veikt, það þekkir ekkert annað. Þannig var ég og ég fór þetta á hnefanum. Ég var ómenntuð og hafði verið heimavinnandi með börnin. Ég vildi standa á eigin fótum.“ Stöðug hræðsla Og það gekk í nokkur ár. „Ég kem úr brotnu umhverfi og var stöð- ugt hrædd. Það var í mér svo mikil hræðsla við allt. Ég lifði alltaf með ótta og stöðugan kvíða en gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég var orðin fullorðin.“ Árið 1986 hófst seinni saga hennar innan safnaðar Votta Jehóva. Leiðtogafundur Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mikhaíls Gorbatsjev, leið- toga Sovétríkjanna, í Höfða var yfirvofandi. „Þarna gerðist eitt- hvað inni í mér, það var eins og ég hefði fengið eldingu í hausinn og ég varð óstjórnlega hrædd. Ég ÓHRÆDD Hulda var lengi vel hrædd um að tala um reynslu sína innan safnaðarins vegna þess að henni hafði verið kennt þar að ræða ekki um þessa hluti. Það var stórt skref að stíga að byrja að tala um það sem hún upplifði þar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Ég vildi ekki deyja í Harmageddon og var vitskert af hræðslu, ég hélt að þetta væri lausnin. Það mátti enginn yrða á mig eða tala við mig. Ég man hvað þetta var niður- lægjandi og mér leið illa. Þetta er auðvitað ofboðslegt ofbeldi. LO K SIN S LA U S V IÐ H R Æ Ð SLU N A Hulda Fríða Berndsen var um árabil meðlimur í söfnuði Votta Jehóva en hætti í söfnuðinum í annað sinn þegar ætlast var til af henni að hún myndi afneita dóttur sinni vegna þess að hún væri samkynhneigð. var viss um að heimurinn væri að farast og ég væri að missa af lestinni. Austrið og vestrið voru að semja frið og ég var sannfærð um að það væri komið að þessu,“ segir hún og vísar þar í hið fræga Harmageddon sem trú vottanna byggist að miklu leyti á. Þegar Harmageddon kemur fara þeir útvöldu og lifa í paradís en aðrir farast. Þjökuð af hræðslu, sem hún lærði síðar að var alvarlegt kvíða- kast, keyrði hún til bróður síns, öldungs innan Votta, í Keflavík. Systkinin voru ekki í miklu sam- bandi þar sem Hulda hafði verið rekin úr söfnuðinum, en sam- kvæmt reglum ber þeim sem eru innan safnaðarins að hætta sam- skiptum við þá sem gerðir hafa verið brottrækir. „Ég fer til hans miður mín og bið hann að hjálpa mér.“ Bróðir hennar hafði samband við öldung í bænum sem sam- þykkti að hitta Huldu. „Ég fór og hitti hann og hann sagði mér að ég mætti mæta á samkomur til þess að sýna að ég iðrist. Ég lofaði öllu fögru og iðraðist niður í duftið. Ég vildi ekki deyja í Harmagedd- on og var vitskert af hræðslu, ég hélt að þetta væri lausnin.“ Enginn mátti yrða á hana Huldu voru sett ströng skilyrði. „Ég átti að mæta á allar sam- komur, mátti ekki setjast fyrr en allir voru sestir, átti að sitja aft- ast og fara út áður en samkom- urnar voru búnar. Það mátti eng- inn yrða á mig eða tala við mig. Ég man hvað þetta var niðurlægj- andi og mér leið illa. Þetta er auð- vitað ofboðslegt ofbeldi. En ég fór þessa leið og ég sagði engum frá því nema litlu stelpunni minni sem var tíu ára. Við vorum með þetta leyndarmál saman, ég og hún, sem var náttúrulega mikil byrði fyrir hana.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.