Fréttablaðið - 02.05.2015, Síða 32
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32
Fyrsta spurningin er venju samkvæmt sú hvort þið kannist eitthvað hvort við annað? Hilmar: Ég kannast náttúrulega við Guðrúnu.
Ég held að ég muni eftir henni fyrst
úr áramótaskaupinu að brillera og
svo auðvitað úr alls kyns leiksýning-
um. En ég er nú ekki viss um að hún
kannist við mig.
Guðrún: Ég hef séð myndir af
þessum fallega manni. Þegar maður
byrjar að standa í stríði þá fylgir því
mynd í blöðunum. Þannig að ég hef
bara fylgst með þér í fréttum og
finnst flott hjá þér að stoppa þessi
illmælgi af. Það þarf bara að berja
hundana niður um leið og þeir fara
að gjamma. Ég óska ykkur alls hins
besta.
Hilmar: Takk kærlega fyrir það.
Viss um að Guð elski homma
Kemur ykkur á óvart að Samtök-
in 78 þurfi að eiga við hatursfulla
umræðu á sama tíma og talað er um
Ísland sem eitt opnasta samfélagið
gagnvart hinsegin fólki í heiminum?
Hilmar: Fordómar eru viðvarandi
ástand undir yfirborðinu. Ef maður
vill sjá þetta, þá sér maður þetta.
Svona umræða sýnir að björninn
er ekkert unninn. Það koma alltaf
bakslög í baráttuna. Konur þekkja
það úr kvenréttindabaráttunni,
svart fólk úr sinni baráttu og svo
framvegis. En í rauninni er þetta
einfalt, við viljum bara öll fá að vera
til og lifa hamingjusömu lífi en við
búum við veruleika þar sem sífellt
er verið að traðka á okkur og því
búum við ekki við jöfn réttindi og
lífsgæði.
Guðrún: Óréttlæti nær alltaf að
smjúga sér einhvers staðar.
Hilmar: Já, þetta er marghöfða
skrímsli.
Guðrún: Ég skrifaði leikrit fyrir
tíu árum um samkynhneigðan prest
sem lést úr alnæmi. Við settum
verkið upp í Guðríðarkirkju og því
hlaut ég að taka Guð og trúna með
í þetta sem var ekki öllum að skapi.
Þá hugsa ég til góðs vinar míns sem
var alltaf að tala við mig um guð-
dóminn og trúna – og þá sagði hann
alltaf: „Ég er viss um að Guð elski
mig þótt ég sé hommi.“ Og ég svar-
aði alltaf: „Ég veit ekki alveg hvern-
ig Guð hugsar, en það er líka eitt-
hvað sem ég er alveg viss um.“
Hilmar: Ég fór að hugsa það í vik-
unni, þar sem við stóðum í þessari
baráttu, hvað ég fékk ótrúlega mikið
af fallegum skilaboðum með hlýjum
orðum og stuðningi. Það skiptir svo
miklu máli að segja fólki að maður
styðji það, að maður sé til staðar og
þyki vænt um það. Að setja það í orð
og passa sig á að segja það við fólk.
Ég held að við gerum það ekki nógu
oft. Manni hættir til að einblína á
þetta neikvæða.
Guðrún: Já, maður á að gera
meira af þessu. Maður stendur ekki
einn í baráttu.
Bæði í pólitík
Hilmar er formaður Samtakanna
78 í sjálfboðaliðastarfi. Hvað starf-
ar þú dagsdaglega?
Hilmar: Ég er alþjóðafulltrúi á
skrifstofu borgarstjóra. Á okkar
tímum eru mikil samskipti á milli
ríkja, landa og borga. Ég er mennt-
aður alþjóðastjórnmálafræðingur
en með arkitektúr í grunninn. List-
in og pólitíkin hafa alltaf togast á
í mér.
Guðrún: Ég er alveg sannfærð um
að því fleiri listamenn í pólitík, því
betra. Ég átti stuttan pólitískan feril
fyrir nokkrum árum. Þá fylgdi ég
Ólafi F á F-lista og fór inn í borg-
arstjórn sem varaborgarfulltrúi.
Það er reynsla sem ég hefði ekki
viljað vera án. Það sem kom mest
á óvart var hvað fólkið sem starfar
við þetta eru miklar ágætismann-
eskjur. Alveg frábært fólk. Það eru
allir að vinna vinnuna sína og gera
eins vel og þeir geta. Ég hafði mjög
gaman af þessu en það var svolítið
gott að vera á þeim aldri að ég var
ekki með neina drauma um pólitísk-
an feril. Ég hafði þetta frelsi sem
maður fær þegar maður er orðinn
gamall. Maður er hættur að vinna
og gerir það sem mann langar til.
Þetta er svo yndislegt hlé á færi-
bandinu, svona áður en því lýkur.
En þú, Hilmar? Hefur þú beinlínis
verið í pólitík?
Hilmar: Ég hef líka átt minn póli-
tíska feril. Ég hef alltaf haft mik-
inn áhuga á pólitík og byrjaði að
lesa blöðin tíu ára. Ég var örugg-
lega mjög undarlegt barn, var inni-
púki og vildi bara teikna og lita. En
minn pólitíski ferill hófst þegar ég
var tvítugur í bæjarstjórn á Ísafirði.
Við vorum menntaskólakrakkar og
buðum fram undir merkjum Fönk-
listans og fengum tvo fulltrúa af ell-
efu. Það var mjög dýrmæt reynsla.
Svo hef ég alltaf verið viðloðandi
þetta á einhvern hátt og þá aðallega
á sviði mannréttinda. Og það er
rétt þetta með pólitíkina og listina.
Ég lærði arkitektúr og starfaði við
það í einhver ár en tók svo master
í alþjóðasamskiptum. Þetta vinnur
vel saman. Það er nauðsynlegt að
hafa list í pólitíkinni, enda er það
skapandi starf að skapa samfélag og
pólitíkin er svo mikið í listinni. Svo
hangir þetta allt saman á heimspek-
inni, hún er alltaf undirliggjandi.
Eignast börn á gamals aldri
Guðrún: Já, þú ert frá Ísafirði. Ég
elska Ísafjörð. Fyrir hundrað árum
þegar ég ferðaðist með leikhópum
í kringum landið með leiksýningar
þá var alltaf aðalatriðið að koma á
Ísafjörð. Það voru líka svo margir
af gömlu leikurunum að vestan sem
rifust um hvaða bær fyrir vestan
væri menningarlegastur. Þeir eru
allir dánir núna, þegar maður er
orðinn 79 ára þá er maður alltaf að
tala um dáið fólk. Það var líka svo
gamalgróið leikfélag á Ísafirði og
áhorfendur svo þjálfaðir.
Hilmar: Já, ég tók þátt í starfi
Litla leikklúbbsins á Ísafirði og
Ísafjörður hefur náttúrulega alltaf
verið mikill menningarbær.
Hér upphefst mikil umræða um
menningarlífið á Ísafirði og gaman-
sögur af Ísfirðingum kitla hlátur-
taugarnar. Sumt ekki prenthæft
og allt er það hreinlega efni í aðra
grein. Að lokum talar Hilmar um
að hann hafi lært á píanó og verið
mikið inni á heimili hjónanna sem
ráku tónlistarskólann, sem Guðrún
þekkir einnig til.
Hilmar: Já, vonandi fer eitthvað
af þessu menningarlega uppeldi
niður til litla sonarins.
Guðrún: Áttu lítinn son?
Hilmar: Já, ég var ekki viss um að
ég myndi eignast börn en svo fann
ég þörfina til þess og eignaðist son á
gamalsaldri – orðinn 37 ára.
Guðrún: Ég var orðin fertug
þegar ég eignaðist Ragnar – þenn-
an heimsfræga (hér er mikið hlegið)
og ég hef aldrei átt auðveldari með-
göngu og fæðingu. En ég á þrjú börn
og þau eru í raun þrjú einbirni enda
um áratugur á milli þeirra allra.
Hilmar: Ég hef ekki samanburð-
inn en mér hefur verið sagt að það
sé munur á þessu, eftir því hvort
maður eignist börn ungur eða eldri.
Maður er náttúrulega kominn með
heilmikla reynslu sem er gott en svo
þarf maður að passa sig að vera ekki
of fastur í sínum skorðum. Kannski
verður erfiðara að breyta um lífs-
stíl en þetta er skemmtileg áskorun.
Guðrún: Þú þarft ekki að vera
hræddur við neitt. Það eina sem ég
kunni var að kela við þau. Ég fór
ekki eftir neinum uppeldisreglum
og hlustaði á engin ráð.
Hilmar: Já, við fjölskyldan höfum
það að leiðarljósi. Hann á tvær
mæður og einn föður en ég held
ekki að aðalatriðið sé hvernig fjöl-
skyldan er samansett, við erum
bara fjölskylda og það eina sem
skiptir máli er að barnið fái ást og
atlæti.
Guðrún: Já, við eigum ekkert að
vera að vanda okkur. Bara elska!
Hilmar: Einmitt, svo gera allir
sín mistök.
Guðrún: Já, og þau láta mann
heyra það seinna meir.
Hilmar: Ég hlakka til þegar mér
verður sagt til syndanna.
Og þar með lauk dásamlegri sam-
verustund með þessu heiðursfólki á
fallegum vordegi í Reykjavík.
Erla Björg
Gunnarsdóttir
erlabjorg@frettabladid.is
Á RÖKSTÓLUM
Setja oftar stuðninginn í orð
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna 78, ræða hatursfulla um-
ræðu, baráttuna eilífu og pólitíska þátttöku þeirra á rökstólum, auk þess sem barnauppeldi og Ísafjörður koma við sögu.
FARIÐ Á FLUG Hilmar og Guðrún sögðu skemmtilegar sögur að vestan og köfuðu djúpt í bæði guðdóminn og réttlætið. Svo hlógu þau ósköp mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég á þrjú börn og þau
eru í raun þrjú einbirni
enda um áratugur á milli
þeirra allra. Það eina sem ég
kunni var að kela við þau.
Ég fór ekki eftir neinum
uppeldisreglum og hlustaði
á engin ráð.
Guðrún
Það skiptir svo miklu
máli að segja fólki að maður
styðji það, að maður sé til
staðar og þyki vænt um það.
Að setja það í orð og passa
sig á að segja það við fólk.
Hilmar