Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 2. maí 2015 | HELGIN | 35
Tölfræði-
greining hefur
verið stór hluti af
því hverjir við
erum síðan ég kom
inn um dyrnar
fyrir fimmtán
árum.
Mark Cuban, eigandi
Dallas Mavericks
Tölfræði-
greining skiptir
öll félög máli, í
því hvernig stillt
er upp í byrjun-
arlið og hvaða
leikmenn eru
fengnir.
Adam Silver,
framkvæmdastjóri
NBA-deildarinnar
Við
höldum áfram
að fjárfesta í
tölfræðingum
og kerfum til
þess að halda
forystu okkar í
þessum málum
í deildinni.
Daryl Morey,
framkvæmdastjóri
Houston Rockets.
Ungir framkvæmdastjórar
Fleiri lið hafa fetað svipað-
ar leiðir og Rockets og hefur
þessi vísindalegi þankagangur
verið í stöðugri útbreiðslu. Oft
eru fulltrúar þessarar bylting-
ar af yngri kynslóðinni og má
sjá hversu vel þessi vísinda-
lega nálgun á leikinn er vin-
sæl með því að skoða aldur
framkvæmdastjóra deildarinn-
ar. Undanfarinn áratug hafa
nokkrir verið ráðnir inn í þess-
ar ábyrgðastöður, rétt um þrí-
tugt. Má þar nefna Sam Presti,
framkvæmdastjóra Oklahoma
City Thunder, sem náð hefur
markverðum árangri. Hann var
ráðinn 31 árs og var þá yngsti
framkvæmdastjórinn í sögu
NBA. Rob Hennigan, fram-
kvæmdastjóri Orlando Magic,
var ráðinn þrítugur og sló met
Presti. Báðir nálgast starfið á
nýstárlegan hátt, með tölfræð-
ina að vopni.
Betri aðgangur að upplýsingum
Það eru ekki bara stjórnend-
ur NBA-liðanna sem nýta töl-
fræðigögnin. Mikil þróun hefur
verið í því hvernig blaðamenn
fjalla um deildina. Ný kyn-
slóð blaðamanna sem nýtir sér
bættan aðgang að upplýsingum
hefur rutt sér til rúms. Vefsíð-
an Grantland hefur til að mynda
sérhæft sig í slíkri umfjöllun.
Einn af föstum pennum síðunn-
ar er til að mynda Kirk Golds-
berry, landfræðingur og korta-
gerðamaður sem kennir við
Harvard. Goldsberry skrifaði
doktorsritgerð um hvernig væri
hægt að kortleggja umferð og
hefur nýtt sérþekkingu sína í að
setja fram gögn um hvar leik-
menn skora með sem auðveld-
ustum hætti og hefur með sér-
þekkingu á framsetningu gagna
vakið mikla athygli.
Hér að ofan má sjá þá Daryl Morey, framkvæmdastjóra Houston
Rockets, Mark Cuban, eiganda Dallas Mavericks, og Adam Silver,
framkvæmdastjóra NBA-deildarinnar. Segja má að þessir þrír séu í
framvarðarsveit hinnar nýju kynslóðar.
TÖLFRÆÐI Í NBA
Tölfræði hefur verið veigamikill þáttur í körfubolta í marga áratugi. En
nú hefur viðhorfið til hennar breyst. Dæmi um hvernig menn horfa á
leikinn með öðrum augum:
➜ Áður
Hversu mörg stig lið
skorar að meðaltali í
leik
Hversu mörg stig
lið fær á sig í leik
Skotnýting leik-
manns (e. field
goal percentage).
Fráköst að
meðaltali í leik.
➜ Nú
Hversu mörg stig lið skorar að
meðaltali í 100 sóknum
Hversu mörg stig lið fær á sig
að meðaltali í 100 sóknum
Vigtuð skotnýting (e. effective
field goal percentage). Gert
er ráð fyrir hvaðan á vellinum
leikmaðurinn skýtur.
Hlutfall frákasta sem leikmaður
tekur sem í boði eru á vellinum.
EINS OG LOFTSKEYTI
Fyrir síðasta leiktímabil kom
NBA-deildin upp hinu svokall-
aða SportsVU-greiningartóli
í keppnishallir allra liðanna í
deildinni. SportsVU byggir á
tækni sem upphaflega var nýtt
til að fylgjast með flugskeytum.
Búið er að koma upp sex mynda-
vélum í allar hallirnar sem skrá
sjálfkrafa allar hreyfingar leik-
manna á vellinum auk boltans.
Kerfið mælir hraða og yfirferð
leikmanna, auk þess sem það
skráir niður allt það sem leik-
menn gera, hvort sem það eru
sendingar, skot, eða fráköst.
SLOAN-RÁÐSTEFNAN
Daryl Morey, framkvæmdastjóri
Houston Rockets, er upphafs-
maður Sloan-ráðstefnunnar
sem haldin er í MIT-skólanum ár
hvert. Hún var fyrst haldin 2006.
Þar hittast tölfræðispekingar
margra stærstu íþróttaliða heims.
Þar eru meðal annars fulltrúar
frá NFL-deildinni í ruðningi, NBA-
deildinni, ensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu og MLB-deildinni
í hafnabolta. Á ráðstefnunni
er farið ítarlega í greiningar á
gögnum er varða íþróttir og farið
er yfir hvað gerði söguleg lið jafn
góð og raunin varð.
Í FRAMVARÐARSVEITINNI
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Morey hefur
verið líkt við
Elvis Presley hjá
tölfræðinördum.
Hann er upp-
hafsmaður
Sloan-ráð-
stefnunnar, sem
haldin er árlega
í MIT.
CUBAN Er eigandi
Dallas Mavericks og
hefur nýtt tölfræði til
þess að finna hvaða
leikmenn á að fá til
liðsins. Sjónvarps-
stöðin ESPN telur
Dallas vera háðast
tölfræðigreiningu af
öllum liðum í NBA.
Adam Silver hefur verið fram-
kvæmdastjóri NBA í um það bil
eitt ár og hefur nálgast starfið allt
öðruvísi en forveri hans, David
Stern. Silver er mikill aðdáandi
leiksins og virðist tilbúinn að
innleiða breytingar á regluverki
deildarinnar og leiksins til þess
að halda sessi hennar sem einnar
vinsælustu íþróttadeildar heims.
STÚDERAR TÖLFRÆÐI Shane Battier
sem hér er í vörn nýtir tölfræði mikið.
HEFUR SIG TIL FLUGS Kevin Durant er
hér að troða boltanum.