Fréttablaðið - 02.05.2015, Page 35

Fréttablaðið - 02.05.2015, Page 35
LAUGARDAGUR 2. maí 2015 | HELGIN | 35 Tölfræði- greining hefur verið stór hluti af því hverjir við erum síðan ég kom inn um dyrnar fyrir fimmtán árum. Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks Tölfræði- greining skiptir öll félög máli, í því hvernig stillt er upp í byrjun- arlið og hvaða leikmenn eru fengnir. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar Við höldum áfram að fjárfesta í tölfræðingum og kerfum til þess að halda forystu okkar í þessum málum í deildinni. Daryl Morey, framkvæmdastjóri Houston Rockets. Ungir framkvæmdastjórar Fleiri lið hafa fetað svipað- ar leiðir og Rockets og hefur þessi vísindalegi þankagangur verið í stöðugri útbreiðslu. Oft eru fulltrúar þessarar bylting- ar af yngri kynslóðinni og má sjá hversu vel þessi vísinda- lega nálgun á leikinn er vin- sæl með því að skoða aldur framkvæmdastjóra deildarinn- ar. Undanfarinn áratug hafa nokkrir verið ráðnir inn í þess- ar ábyrgðastöður, rétt um þrí- tugt. Má þar nefna Sam Presti, framkvæmdastjóra Oklahoma City Thunder, sem náð hefur markverðum árangri. Hann var ráðinn 31 árs og var þá yngsti framkvæmdastjórinn í sögu NBA. Rob Hennigan, fram- kvæmdastjóri Orlando Magic, var ráðinn þrítugur og sló met Presti. Báðir nálgast starfið á nýstárlegan hátt, með tölfræð- ina að vopni. Betri aðgangur að upplýsingum Það eru ekki bara stjórnend- ur NBA-liðanna sem nýta töl- fræðigögnin. Mikil þróun hefur verið í því hvernig blaðamenn fjalla um deildina. Ný kyn- slóð blaðamanna sem nýtir sér bættan aðgang að upplýsingum hefur rutt sér til rúms. Vefsíð- an Grantland hefur til að mynda sérhæft sig í slíkri umfjöllun. Einn af föstum pennum síðunn- ar er til að mynda Kirk Golds- berry, landfræðingur og korta- gerðamaður sem kennir við Harvard. Goldsberry skrifaði doktorsritgerð um hvernig væri hægt að kortleggja umferð og hefur nýtt sérþekkingu sína í að setja fram gögn um hvar leik- menn skora með sem auðveld- ustum hætti og hefur með sér- þekkingu á framsetningu gagna vakið mikla athygli. Hér að ofan má sjá þá Daryl Morey, framkvæmdastjóra Houston Rockets, Mark Cuban, eiganda Dallas Mavericks, og Adam Silver, framkvæmdastjóra NBA-deildarinnar. Segja má að þessir þrír séu í framvarðarsveit hinnar nýju kynslóðar. TÖLFRÆÐI Í NBA Tölfræði hefur verið veigamikill þáttur í körfubolta í marga áratugi. En nú hefur viðhorfið til hennar breyst. Dæmi um hvernig menn horfa á leikinn með öðrum augum: ➜ Áður Hversu mörg stig lið skorar að meðaltali í leik Hversu mörg stig lið fær á sig í leik Skotnýting leik- manns (e. field goal percentage). Fráköst að meðaltali í leik. ➜ Nú Hversu mörg stig lið skorar að meðaltali í 100 sóknum Hversu mörg stig lið fær á sig að meðaltali í 100 sóknum Vigtuð skotnýting (e. effective field goal percentage). Gert er ráð fyrir hvaðan á vellinum leikmaðurinn skýtur. Hlutfall frákasta sem leikmaður tekur sem í boði eru á vellinum. EINS OG LOFTSKEYTI Fyrir síðasta leiktímabil kom NBA-deildin upp hinu svokall- aða SportsVU-greiningartóli í keppnishallir allra liðanna í deildinni. SportsVU byggir á tækni sem upphaflega var nýtt til að fylgjast með flugskeytum. Búið er að koma upp sex mynda- vélum í allar hallirnar sem skrá sjálfkrafa allar hreyfingar leik- manna á vellinum auk boltans. Kerfið mælir hraða og yfirferð leikmanna, auk þess sem það skráir niður allt það sem leik- menn gera, hvort sem það eru sendingar, skot, eða fráköst. SLOAN-RÁÐSTEFNAN Daryl Morey, framkvæmdastjóri Houston Rockets, er upphafs- maður Sloan-ráðstefnunnar sem haldin er í MIT-skólanum ár hvert. Hún var fyrst haldin 2006. Þar hittast tölfræðispekingar margra stærstu íþróttaliða heims. Þar eru meðal annars fulltrúar frá NFL-deildinni í ruðningi, NBA- deildinni, ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og MLB-deildinni í hafnabolta. Á ráðstefnunni er farið ítarlega í greiningar á gögnum er varða íþróttir og farið er yfir hvað gerði söguleg lið jafn góð og raunin varð. Í FRAMVARÐARSVEITINNI landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Morey hefur verið líkt við Elvis Presley hjá tölfræðinördum. Hann er upp- hafsmaður Sloan-ráð- stefnunnar, sem haldin er árlega í MIT. CUBAN Er eigandi Dallas Mavericks og hefur nýtt tölfræði til þess að finna hvaða leikmenn á að fá til liðsins. Sjónvarps- stöðin ESPN telur Dallas vera háðast tölfræðigreiningu af öllum liðum í NBA. Adam Silver hefur verið fram- kvæmdastjóri NBA í um það bil eitt ár og hefur nálgast starfið allt öðruvísi en forveri hans, David Stern. Silver er mikill aðdáandi leiksins og virðist tilbúinn að innleiða breytingar á regluverki deildarinnar og leiksins til þess að halda sessi hennar sem einnar vinsælustu íþróttadeildar heims. STÚDERAR TÖLFRÆÐI Shane Battier sem hér er í vörn nýtir tölfræði mikið. HEFUR SIG TIL FLUGS Kevin Durant er hér að troða boltanum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.