Fréttablaðið - 02.05.2015, Page 36

Fréttablaðið - 02.05.2015, Page 36
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Fyrir hálfu ári felldu skosk-ir kjósendur tillögu um að lýsa yfir sjálfstæði Skotlands. Úrslitin voru afgerandi, þótt meiri-hlutinn hafi reyndar ekki verið mjög stór: 55 prósent höfnuðu aðskilnaði við Breta, en þau 45 pró- sent sem vildu aðskilnað þurftu að láta í minni pokann. Aðskilnaðurinn hafði áratug- um saman verið helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins. Leiðtogi flokksins, Alex Salmond, lét það því verða sitt fyrsta verk að segja af sér eftir að úrslitin voru ljós. Flokkurinn hefur samt engan veginn lagt upp laupana. Honum er spáð stórsigri í bresku þingkosning- unum, sem haldnar verða á fimmtu- daginn kemur. Svo afgerandi sigri raunar að nánast allir þingmenn Skotlands á breska þinginu, 59 tals- ins, verða félagar í Skoska þjóðar- flokknum standist þessar spár. Verkamannaflokknum og Frjáls- lynda flokknum er aðeins spáð einum fulltrúa hvorum, en breski Íhaldsflokkurinn fengi ekki einn einasta þingmann frá Skotlandi. Kemst í lykilstöðu Þetta þýðir líka að Nicola Stur- geon, arftaki Salmonds á leiðtoga- stól Skoska þjóðarflokksins, verð- ur væntanlega í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Engar líkur virðast á því að Íhaldsflokkurinn eða Verkamanna- flokkurinn nái hreinum meirihluta, og ekki er heldur að sjá að Frjáls- lyndir demókratar fái nægan þing- styrk til að tveggja flokka sam- steypustjórn þeirra með hvort heldur sem er Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum geti náð þingmeirihluta. Þá kemur í fyrsta sinn til kasta minni flokka á borð við Skoska þjóð- arflokkinn. Og ef marka má skoð- anakannanirnar virðist varla öðrum flokkum til að dreifa. Gegn íhaldinu Sturgeon hefur sjálf tekið skýra afstöðu gegn Íhaldsflokknum: „Ég mun starfa með Verkamannaflokkn- um, með Leanne, með Natalie, þann- ig að í sameiningu getum við losnað við íhaldið,“ sagði hún á kosninga- fundi nýverið. Leanne er Leanne Wood, leiðtogi Plaid Cymru, sem er stærsti flokkurinn í Wales, en Nata lie er Natalie Bennett, leiðtogi Græningjaflokksins í Bretlandi. Ed Miliband, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hefur hins vegar tekið ákaflega dræmt í þetta til- boð. „Ég ætla ekki að gera neina samninga við Skoska þjóðarflokk- inn,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali nýverið. Hann á hins vegar ekki margra kosta völ. Vilji hann mynda ríkis- stjórn kemst hann varla fram hjá Nicolu Sturgeon. Hefur haldið vel á spilunum Sturgeon hefur tekist að halda vel á spilunum eftir tapið í haust, þegar aðskilnaði frá Bretlandi var hafn- að. Flokknum er spáð nærri helm- ingi atkvæða, sem er nokkrum prósentum meira en þeir sem kusu með sjálfstæðinu. Sturgeon er vinsæl, skelegg og með því að taka afstöðu gegn Sturgeon stefnir í lykilstöðu Þótt Skotar hafi í haust fellt helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi þá stefnir allt í að flokkurinn hreppi nánast öll þingsæti Skota á breska þinginu í þingkosningunum næsta fimmtudag. Breska Íhaldsflokknum er spáð nokkru fylgistapi frá síðustu kosningum, enda hefur ríkisstjórnin skapað sér óvinsældir með sparnaðar- og niðurskurðaraðgerðum á krepputímum. Flokknum er þó spáð 33 til 35 prósentum atkvæða og stefnir jafnvel í að verða heldur betur staddur en Verkamannaflokk- urinn. Það dugar honum þó skammt, því slæm staða samstarfsflokksins þýðir að stjórnarmeirihlutinn með Frjálslynda flokknum á varla minnstu möguleika á því að lifa af þessar kosningar. David Cameron hefur samt dregið upp nokkur loforð, eins og nýjasta útspilið um að engar skattahækkanir verði á öllu næsta kjörtímabili fái hann að ráða. DAVID CAMERON Leiðtogi Íhaldsflokksins hefur síðan 2010 verið forsætisráðherra í samsteypu- stjórn með Frjálslynda flokknum. NORDICPHOTOS/AFP ÚRSLIT 2010 SPÁ 2015 % Þingsæti % Þingsæti Íhaldsflokkurinn 37,0 307 33,7 280 Verkamannaflokkurinn 29,7 258 31,9 275 Frjálslyndir demókratar 23,6 57 10,1 17 Breski sjálfstæðisflokkurinn 3,2 0 13,3 1 Græningjar 1,0 1 5,3 1 Skoski þjóðarflokkurinn 1,7 3 4,2 55 Plaid Cymru 0,6 3 0,6 3 Aðrir 3,4% og 0 þingsæti 1,1 0 Norður-Írland alls* 18 18 *Ath. þingsæti frá Norður-Írlandi hafa þarna ekki verið sundurliðuð á flokka. Heimild: Electoral Calculus (www.electoralcalculus.co.uk), byggt á skoðanakönnunum tímabilið 12. apríl til 29. apríl. Staða flokkanna ÓVINSÆL NIÐURSKURÐARSTJÓRN Frjálslynda flokknum er spáð fylgishruni eftir fimm ár í stjórn með Íhaldsflokki Davids Cameron. Flokkurinn hefur áratugum saman haft stöðu „þriðja flokksins“ í breskum stjórnmálum, og náð að komast í ríkisstjórn með annaðhvort Íhaldsflokkn- um eða Verkamannaflokknum þegar hvorugur þeirra nær hreinum meirihluta. Fyrir fimm árum var hann í nokkurri uppsveiflu og hefur aldrei fengið minna en 17 prósent atkvæða en gæti farið alveg niður í tíu prósent í þetta skiptið. Nú síðustu dagana hefur Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra, snúist gegn David Cameron og sakað hann um blekkingaleik vegna áforma um að skera enn frekar niður í velferðar- málum. FER ILLA ÚT ÚR STJÓRNARSAMSTARFINU NICK CLEGG Leiðtogi Frjálslynda flokksins stendur illa að vígi eftir fimm ár í samsteypu- stjórn með Íhaldsflokknum. NORDICPHOTOS/AFP CAMERON Leiðtogi síðan 2005 CLEGG Leiðtogi síðan 2007 Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Kosið er um 650 þingsæti í neðri deild breska þingsins. ➜ Kosið í Bretlandi 7. maí KOSNINGASTEMNING Nicola Sturgeon og Alex Salmond hvort sínum megin við ákafan stuðningsmann flokksins á kosningafundi í Inverurie í Aberdeenshire nýverið. Kosningarnar verða svo 7. maí. 533 ÞINGMENN FRÁ ENGLANDI 59 ÞINGMENN FRÁ SKOTLANDI 40 ÞINGMENN FRÁ WALES 18 ÞINGMENN FRÁ NORÐUR- ÍRLANDI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.