Fréttablaðið - 02.05.2015, Side 46
FÓLK|
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur
og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Leikarastarfið verður seint talið fjölskylduvænt. Vinna öll kvöld og helgar. Þessa
helgi verð ég því að mestu í leik-
húsinu,“ svarar Örn þegar hann
er spurður hvernig hann hyggst
verja helginni. Örn leikur pabba
Línu Langsokks og þar sem hún
er með eindæmum vinsæl eru
margar sýningar um helgar. „Mín-
ar helgar fara í að skemmta fólki.
Hversu vel sýningarnar ganga er
bara lúxusvandamál,“ segir hann
og hlær. „Það er draumur hvers
leikara að sýningunum sé vel tek-
ið. Stundum gengur vel og stund-
um ekki,“ segir Örn sem segist
ekki hafa lent í því að hlaupa í
sjóræningjafötum úr Línu Lang-
sokk inn á svið breskra verka-
manna í Billy Elliot. „Annars er
það misjafnt hvað fólki finnst
skemmtilegt. Einu sinni lék ég í
mjög þungu dramatísku leikverki
þar sem söguhetjan framdi sjálfs-
morð. Eftir sýninguna kom eldri
kona baksviðs og sagði: „Mikið
óskaplega var gaman.“ Líklegast
finnst flestum alltaf gaman að
koma í leikhús.“
GÓÐIR VINIR
Örn segist sakna Spaugstofunnar,
enda starfaði hún í 20 ár. „Hún
var hluti af lífi mínu. Svona er
leikhúsið, sýning gengur vel um
tíma og svo er hún búin. Þessi
Spaugstofuleiksýning entist
óvenju lengi. Við skemmtum
okkur alltaf vel á meðan á þessu
stóð, það var gaman í vinnunni
á hverjum degi. Við félag-
arnir erum núna hver á sínum
staðnum en hittumst reglulega.
Við erum góðir vinir utan leik-
hússins. Okkar bestu stundir eru
plokkfiskur í hádeginu á Múla-
kaffi,“ segir Örn léttur í skapi.
Utan leikhússins hefur Örn
starfað hjá fyrirtæki sem heitir
Gerum betur ehf. „Ég fer á milli
fyrirtækja með litlar hugvekjur
sem fjalla annars vegar um
fyrirbærið „hrós“ og hins vegar
„samstarfsmaður“. Ég vinn þetta
svolítið út frá upplifun minni í
leikhúsinu. Ég bendi fólki á hvað
það getur verið gott að vinna
saman ef maður lætur sér líða
vel á jákvæðum nótum. Þetta
hefur gengið mjög vel. Ég tala og
fólk hlustar, síðan tek ég gjarnan
eitt lag í lokin. Hrós getur verið
árangursrík aðferð til að láta sér
og öðrum líða vel í vinnunni.“
FYRIR ÚTLENDINGA
Þetta er ekki það eina því undan-
farin ár hefur Örn verið með leik-
þátt á ensku í Hörpu ásamt Karli
Ágústi Úlfssyni. Þessi sýning
heitir How to Become Icelandic
in 60 Minutes og fer fram á ensku
fyrir útlendinga. „Við Karl skipt-
um þessu á milli okkar þar sem
þetta er dagleg sýning,“ útskýrir
hann.
Þegar Örn er spurður hvenær
hann hafi tíma fyrir fjölskylduna,
svarar hann: „Sonur minn býr á
Akureyri ásamt konu og þremur
börnum, ein dóttir mín býr í Nor-
egi og önnur hér í bænum. Leik-
húsið kemur auðvitað í veg fyrir
mikil ferðalög svo maður hittir
ekki fólkið sitt eins oft og maður
vildi. Það koma þó alltaf smá göt
á milli sýninga en það eru bara
lítil nálargöt. Sumarfríið fer svo
líklega í leik í Hörpu.“
EKKI FJÖLSKYLDUVÆNT
Örn á farsælan feril að baki í leik-
húsinu og hefur alltaf haft nóg
að gera. „Já, ég er mjög sáttur
við leikferil minn,“ segir hann.
Faðir hans, Árni Tryggvason,
átti sömuleiðis farsælan leik-
feril. Hann er núna orðinn 91 árs.
„Hann fylgist alltaf með mér eftir
því sem hann getur. Ellimerkin
eru auðvitað farin að gera vart
við sig,“ segir Örn, sem fylgdi
föður sínum oft í leikhús á yngri
árum. „Ég sótti pabba oft í leik-
húsið þegar ég var kominn með
bílpróf. Þá settist ég inn á sýn-
ingar meðan ég beið eftir honum.
Það má vera að þetta hafi haft
áhrif á að ég fetaði þessa braut.
En pabbi hvatti mig ekki til þess.
Sérstaklega þar sem þetta er ekki
fjölskylduvænt starf, setur miklar
kröfur á maka og börn. Leikari
missir af mörgum viðburðum
í fjölskyldunni. Þar utan getur
hann ekki hringt sig inn veikan.
Ég get nefnt dæmi um tvo unga
leikara sem ég starfa með núna
og eiga von á börnum. Þeir eru
afar stressaðir yfir að börnin
komi í heiminn í miðri leiksýn-
ingu. Þá reynum við auðvitað
að bjarga málum og hlaupa inn í
hlutverkin þeirra en þetta getur
verið snúið,“ segir Örn.
Þrátt fyrir allt er leiklistin eftir-
sóknarverð hjá ungu fólki og
færri fá hlutverk en vilja. „Leikur-
um hefur fjölgað mikið en margir
eru mjög duglegir að bjarga
sér með alls kyns uppákomum.
Menn skapa sér vettvang sem er
frábært,“ segir Örn.
Í Billy Elliot eru verkamenn í
verkfalli í heilt ár án árangurs.
Það er drungi verkfalls og fátækt-
ar í verkinu. Þegar Örn er beðinn
um að koma með gullkorn úr
hugvekjum sínum svona í lokin,
núna þegar verkföll eru yfir-
vofandi í þjóðfélaginu, er hann
fljótur að svara; „Hrós er sólskin
í orðum.“
■ elin@365.is
SAKNAR
SPAUGSTOFUNNAR
ALLTAF VINSÆLL Örn Árnason leikari hefur í nógu að snúast þessa dagana.
Hann leikur í þremur vinsælum sýningum í Borgarleikhúsinu, Beint í æð, Línu
Langsokk og Billy Elliot. Það þýðir að hann er sjaldan heima.
HELGIN
ALLTAF GAMAN Örn hefur alltaf haft nóg að gera og núna skemmtir hann leikhús-
gestum Borgarleikhússins í þremur vinsælum sýningum. MYND/VALLI
SPAUGIÐ Örn segir að þeir félagar hittist oft, enda nær vinskapurinn langt út fyrir leik-
húsið.
Hávaði skaðar heyrnina
Hlíðasmára 11 - Kópavogi - 534-9600www.heyrn.is
Heyrnarskerðing er varanleg
Verndaðu heyrnina á meðan þú hefur hana.
Tónlistarfólk notar heyrnarsíur sem dempa
hávaða án þess að þær breyti blöndun og tón-
blæ hljóðsins. Bjóðum fjölbreytt úrval bæði af
stöðluðum og sérsmíðuðum heyrnarsíum.
Geðhjálp býður til málþings um þunglyndi í tilefni af útgáfu
bókarinnar Ég átti svartan hund eftir
Matthew Johnstone
Hótel Reykjavík Natura, miðvikudaginn 6. maí
frá kl 14 til 17.00.
Fundarstjóri Anna G. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri
Geðhjálpar
14.00 – 14.15 Í föruneyti Svarta hundsins.
Hrannar Jónsson,
formaður Geðhjálpar.
14.15 – 14.30 Í feluleik með Svarta hundinum.
Kara Ásdís Kristinsdóttir,
verkefnisstjóri hjá Geðhjálp.
14.30 – 15.30 Tamið og talað um Svarta hundinn.
Matthew Johnstone,
höfundur Ég átti svartan hund.
15.30 – 15.45 Tónlistaratriði.
Magga Stína.
15.45 – 17.00 Samstuð.
Veitingar, bóksala, áritun höfundar.
Matthew Johnstone heldur einnig fyrirlestur um seiglu á Kex
Hostel laugardaginn 9. maí kl. 11.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á viðburðina með nafni í
gegnum netfangið
verkefnisstjori@gedhjalp.is.
Aðgangur ókeypis.
SVARTI
HUNDURINN
ER RAUNVERULEGUR