Fréttablaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 48
FÓLK| Ég ætla að eyða kvöldinu með fé-lögum mínum í Hvanndalsbræðr-um á Græna hattinum á Akureyri. Við ætlum að halda þar tvenna útgáfu- tónleika til að fagna útgáfu sjöundu plötu okkar, sem ber heitið „Hvanndals- bræður klappa ketti“. Við spilum nýju plötuna í bland við eldra efni. Þetta er splunkuný plata sem kom út á alþjóð- lega plötubúðadeginum, sem var jafn- framt afmælisdagur Vals trommara,“ segir Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson, uppistandari og gítarleikari hljómsveit- arinnar Hvanndalsbræðra, þegar hann er spurður út í helgarplönin. Kvöldið ætlar hljómsveitin að hefja á því að fara út að borða og skella í sig einum eða tveimur köldum fyrir tón- leikana. „Það er að segja ég, strákarnir drekka bara Pepsi max enda hættir að drekka blessaðir,“ segir Rögnvaldur sposkur. FÍN FÖT OG FÍFLAGANGUR Gegnum árin hefur jafnan verið stutt í glens og grín hjá Hvanndalsbræðrum og reiknar Rögnvaldur með að það verði einnig í kvöld. „Við vorum sérstaklega duglegir að fíflast í upphafi ferilsins en það var nú aðallega af því að við kunnum svo fá lög og þurftum að fylla upp í dagskrána. Svo hefur þetta bara haldið áfram þó að nú höfum við úr nógu efni að moða. Það verða örugglega einhver fíflalæti í kvöld, allavega í hinum strákunum.“ „Við Hvanndalsbræður höfum líka alltaf lagt mikið upp úr fáguðum klæðn- aði og munum verða klæddir í okkar fínasta dress í tilefni dagsins. Greiðslan verður sérstaklega vönduð í upphafi kvölds. Þetta verða annars tvennir tón- leikar, bæði klukkan átta og ellefu. VAKNAR EKKI AÐ EIGIN ÓSK Það eru mörg ár síðan ég svaf út. Ég er yfirleitt vaknaður á milli klukkan sex og sjö og það er ekkert endilega vegna þess að ég kjósi það en hausinn á mér virðist halda að þetta sé mín heitasta ósk og þetta er ekkert að fara að breyt- ast,“ segir Rögnvaldur þegar hann er spurður út í venjulega helgarrútínu. „Flestar helgar er ég í einhverju skemmtanastússi en ég passa að hafa alltaf helgar á milli þar sem ég er heima og hef það huggulegt með mínu fólki,“ segir Rögnvaldur, en hann á þrjá stráka með eiginkonu sinni, Birnu Guðrúnu Baldursdóttur. „Ég eyði langmestu af mínum frí- tíma í að hlusta á tónlist og get hlustað tímunum saman á plötur og diska en stundum sest ég niður og horfi á eitt- hvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Finnst bara svo sjaldan eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu og svo les ég oftast í bók áður en ég fer að sofa. Reyndar er ég svo kvöldsvæfur að yfirleitt næ ég ekki að lesa nema 2-3 blaðsíður á kvöldi. Þykk bók getur enst mér árum saman. SMURSTÖÐVARKAFFI OG DÝR Í MATINN Kaffi er yfirleitt það fyrsta sem fer inn fyrir mínar varir á morgnana en eftir svona tvo tíma fæ ég mér ristað brauð og kaffi og svo aðeins meira kaffi og ein- staka sinnum útbúum við okkur morgun- mat með öllu, egg, beikon, rúnstykki, pylsur, baunir, pönnukökur, svona þetta helsta sem líkaminn þarf á að halda. Svo er ég svo gamaldags að ég vil hafa kaffið mitt með kaffibragði og ekki láta hræra einhverju helvítis drasli saman við það. Ég kalla þetta stundum smurstöðvarkaffi sem ég drekk, svona kaffi eins og maður fær gefins á smurstöðvum. Við fjölskyldan gerum oft vel við okkur í mat um helgar og eldum þá eitt- hvað sem er verulega þungt í maga eins og nautasteik, lambalæri, hrygg eða ein- hver önnur dýr sem einhverjir bændur eru hættir að nota. MEIRA TÓNLEIKAHALD Næstu helgi erum við bræðurnir að spila í skemmtidagskrá sem ber heitið „Lúðar og létt tónlist“ og þar komum við fram ásamt Gísla Landa Einarssyni og eftirhermunni síkátu Sólmundi Hólm. Þetta prógramm höfum við flutt tvisvar fyrir fullu húsi, fyrst í Hofi hérna á Akur- eyri og síðan í Hjálmakletti í Borgarnesi en um næstu helgi verðum við í Vala- skjálf á Egilsstöðum.“ ■ heida@365.is FÁGAÐIR „Við Hvanndals- bræður höfum líka alltaf lagt mikið upp úr fág- uðum klæðnaði og munum verða klæddir í okkar fín- asta dress í tilefni dagsins.“ VILL KAFFIÐ MEÐ KAFFIBRAGÐI SEFUR ALDREI ÚT Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson spilar á tvennum tónleikum í kvöld á Græna hattinum með hljómsveit sinni Hvanndalsbræðrum. Hann sefur aldrei út þótt glaður vildi og finnst best að byrja daginn á smurstöðvarkaffi. EKKERT DRASL Í KAFFIÐ Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson tónlistarmaður spilar á Græna hattinum á Akur- eyri í kvöld en hljómsveit hans Hvanndalsbræður fagnar útgáfu sinnar sjöundu plötu. MYND/BIRNA GUÐRÚN BALDURS- DÓTTIR HELGIN Ágætis millibiti eða forréttur, eða bara sem nasl á síðkvöldi. 150 g chorizo-kryddpylsa 6 tortillur 200 g rifinn ostur 1 rauður chilli-pipar Skerið pylsuna smátt. Kljúfið chilli-pipar- inn í tvennt og fræhreinsið. Setjið chorizo, chilli-pipar og ost á helminginn á tortillu. Leggið hana saman til helminga. Grillið á báðum hliðum þar til osturinn er bráðn- aður. Skerið í þríhyrninga og berið fram. Ágætt er að bera salsasósu og sýrðan rjóma fram með kökunum. Það er þó ekki nauðsynlegt. Athugið að chorizo-pylsur eru mismunandi sterkar. Hægt er að grilla quesadillas á sam- lokugrilli, útigrilli eða á pönnu. QUESADILLAS MEÐ CHORIZO Þetta er vinsæll mexíkóskur réttur sem einfalt er að gera. Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS P R E N T U N IS Bestu meltingargerlar sem ég hef prófað ” “Víðir Þór Þrastarsson, íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands. *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t ok tó be r– de se m be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.