Fréttablaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 56
| ATVINNA |
Framkvæmdastjóri
Landssamtakanna Þroskahjálpar
Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa lausa stöðu fram-
kvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri er nánasti samstarfs-
maður formanns og stjórnar samtakanna. Hann ber ábyrgð
á fjármunum og starfsmannamálum samtakanna.
Helstu verkefni:
• Daglegur rekstur samtakanna og umsjón með fjáröflunum
og fjármálum
• Skipulagning ráðstefna og funda
• Kynning á málefnum fatlaðs fólks gagnvart almenningi
og opinberum aðilum í samstarfi við formann og stjórn
• Erlend samskipti
Menntun og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla og þekking á málefnum fatlaðs fólks
• Reynsla af stjórnun og rekstri
• Gott vald á ensku og einu norðurlandamáli
• Leitað er eftir einstaklingi sem er lipur í mannlegum
samskiptum, tekur frumkvæði og getur unnið sjálfstætt
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2015.
Umsókn ásamt ferliskrá og kynningarbréfi skal senda
á netfangið umsokn@throskahjalp.is.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september n.k.
Nánari upplýsingar veitir Bryndís Snæbjörnsdóttir á
bryndis@throskahjalp.is .
Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, leita að metnaðargjörnum einstaklingi til
að bætast í hóp þeirra sem leiða rannsóknir og þróun á sviði jarðvarma,
grunnvatns og kolvetna í jörðu.
Starfið felur í sér hönnun borholna og borferla, kostnaðargreiningu,
tilboðsgerð, eftirlit með borverki og almenna verkfræðivinnu.
Fastur vinnustaður er í Reykjavík. Starfið getur falið í sér vinnu utanbæjar
eða utanlands og langan vinnudag á köflum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• MSc- eða doktorspróf í borholuverkfræði, vélaverkfræði
eða skyldum greinum.
• Reynsla á sviði borholuhönnunar æskileg.
• Reynsla af vinnu samkvæmt ISO 9001 staðlinum æskileg.
• Frumkvæði og öguð vinnubrögð.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
ÍSOR leggur áherslu á að hækka hlutfall kvenna og yngra fólks í starfsliði sínu.
Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Ö. Þorbjörnsson deildarstjóri
jarðhitaverkfræði (ingo@isor.is).
Umsóknir ásamt ferilskrá þurfa að berast Guðrúnu Erlingsdóttur fjármálastjóra,
gudrun.erlingsdottir@isor.is, eigi síðar en 15. maí 2015.
www.isor.is
Borholuverkfræðingur
ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið
en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði.
ÍSOR er meðal öflugustu fyrirtækja heims í rannsóknum og tengdri þjónustu
við jarðhitaiðnaðinn og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem slíkt.
-- Aðstoðarkona óskast --
Líkamlega og andlega hraust, hjartahlý, skilningsrík og
nærgætin kona á aldrinum 30 – 50 ára óskast til að aðstoða
langveika 35 ára konu . Vinnan felst í ýmsum erindagjörðum
og aðstoð. Bílpróf nauðsynlegt. Viðkomandi þarf að geta verið
mjög sveigjanleg varðandi vinnutíma, gæti hentað heima-
vinnandi konu eða konu sem er í námi. Viðkomandi þarf að
hafa frjálsan tíma til að geta komið með frekar stuttum fyrir-
vara. Engu að síður yrði gert vinnuskipulag eins og hægt er.
Unnið verður eftir hugmyndinni um notendastýrða persónu-
lega aðstoð, sjá www.npa.is. Þarf að vera með hreint saka-
vottorð. Áhugasamir vinsamlegast sendi umsóknir á
netfangið adstodarkona@gmail.com fyrir 10.maí 2015
Nordic Innovation needs a new Managing Director
We are looking for a candidate who has strong leadership skills and can further develop the organisation
As the managing director, you will play a crucial role in further developing Nordic Innovation within the sphere of Nordic
co-operation, with overall objectives of generating increased value creation through cross-border co-operation and
establishing the Nordic countries as a world-leading region for innovation and sustainable growth.
You will find more information on our website: www.nordicinnovation.org
Deadline is 26.05.2015
Nordic Innovation is a Nordic institution based in Oslo, working to promote cross-border trade and innovation.
Working under the auspices of the Nordic Council of Ministers, Nordic Innovation is a key player
in implementing the Nordic Co-operation Programme for Innovation and Business Policy.
Verkefnastjóri
Verkefnastjóri vinnur að fjölbreyttum verkefn-
um, m.a. innleiðingu nýrra verkefna, ber ábyrgð
á rafrænni markaðssetningu og vefumsjón.
Verkefnastjórinn heyrir undir markaðsstjóra.
Leitað er að hugmyndaríkum, metnaðarfullum
og drífandi einstaklingi sem hefur áhuga á að
starfa í fjölbreyttu og skapandi umhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
• Reynsla af verkefnastjórnun
• Góð tengsl og innsýn í heim klassískrar
tónlistar
• Reynsla af vefumsjón og markaðssetningu
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Reynsla af samningagerð og samskiptum
við fjölmiðla
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Góðir samskiptahæfileikar, frumkvæði
og metnaður til að ná árangri
• Góð tölvukunnátta
Umsjónarmaður nótna
Umsjónarmaður nótna er tengiliður milli
nótnasafns og hljómsveitar. Hann sér um að
gera nótur aðgengilegar fyrir hljóðfæraleikara,
ber ábyrgð á strokaferli og metur þörf fyrir
æfingaparta. Hann ber ábyrgð á að nótur standi
á hljómsveitarpúltum fyrir æfingar og tónleika
og sér um frágang. Umsjónarmaður annast
ýmis önnur verkefni, s.s. vinnslu vinnu-
áætlunar í OPAS.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Skilyrði er að umsækjendur hafi yfirgripsmikla
þekkingu á tónlist og geti lesið nótur
• Góð þekking á tónverkum og tónskáldum
er kostur
• Tónlistarmenntun er æskileg
• Áhersla er lögð á sjálfstæði í starfi, skipulags-
hæfni og fylgni til framkvæmda
• Góð tölvukunnátta
www.sinfonia.is » 545 2500
Umsóknarfrestur er til og með 11. maí nk. Ráðið er í bæði störfin frá og með 1. ágúst nk.
Umsækjendur eru beðnir um að senda starfsferilsskrá til mannauðsstjóra (una@sinfonia.is).
Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem greint er frá ástæðu umsóknar
og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Upplýsingar um störfin er einnig að finna á www.sinfonia.is og hjá mannauðsstjóra,
Unu Eyþórsdóttur (una@sinfonia.is) í síma 898 5017.
#sinfó@icelandsymphony
Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950 og heldur um 100 tónleika á hverju
starfsári með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum. Sinfóníuhljómsveitin
er með aðsetur í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu.
2. maí 2015 LAUGARDAGUR8