Fréttablaðið - 02.05.2015, Page 100

Fréttablaðið - 02.05.2015, Page 100
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 60 Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari upplýsingar um prófið og dæmi um prófspurningar sem finna má á heimasíðu Læknadeildar, www.laeknadeild.hi.is HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Inntökupróf í Læknadeild HÍ Læknisfræði og sjúkraþjálfun Inntökupróf í Læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. júní 2015. Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið og er skráning opin til og með 20. maí 2015. Skráning fer fram á netinu, www.laeknadeild.hi.is Próftökugjald er 20.000 kr. Þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sam- bæri legu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Umsóknin telst því ekki gild fyrr en staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini eða rafrænt stúdentsprófs skírteini úr Innu hefur borist skrifstofu Nemendaskrár Háskóla Íslands, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík. Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi en þá skal skila staðfestingu til Nemendaskrár Háskóla Íslands um að stúdentsprófi verði lokið áður en inntökupróf hefst. Staðfesting þarf að berast eigi síðar en 20. maí 2015. Undirbúningur prófsins fer fram af hálfu Lækna- deildar með sérstakri ráðgjöf, m.a. frá kennurum framhaldsskóla og Námsmats stofnun. Prófið tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum fyrri daginn, en seinni daginn eru tvær próflotur: Aðgangspróf fyrir háskólastig (A-próf), 3,5 klst., auk einnar tveggja tíma próflotu líkri þeim sem skipulagðar eru fyrri daginn. A-prófið gildir 30% af inntökuprófinu. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2015 fá 48 nemendur í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun rétt til náms í Læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 1. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í Læknadeild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningar - gjalds skv. reglum Háskóla Íslands. Ein þekktasta tónlistarkonan í teknóheiminum í dag, Nina Kraviz, heldur partýkvöld á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur 15. maí. Um er að ræða fyrsta kvöld- ið í Trip records-útgáfutón- leikaferð hennar. „Hún er vön að spila á risastórum klúbbum og tónlistarhátíð- um, svo það er mjög sér- stakt og skemmtilegt að hún velji að hefja túrinn hér. Þegar ég útskýrði fyrir henni hversu lítill staður Paloma væri þá varð hún bara enn spennt- ari fyrir vikið,“ segir Arnviður Snorrason, Addi eða betur þekktur sem EXOS. Nina spilaði á Sónarhátíðinni í febrúar og hefur síðan þá komið þrisv- ar til landsins. „Hún er rosa- lega hrifin af Íslandi, íslensku teknó og bara íslenskri tónlist og segist finna sterka teng- ingu við landið.“ Tónleika- ferðin, sem hún kallar Trip líkt og útgáfu- fyrirtæki hennar, hefst eins og áður sagði hér. „Næstu Trip-útgáfutónleikar verða síðan haldnir í Detroid, New York og Barcelona, svo þetta er magnað.“ - as Kraviz væntanleg aft ur í maí Teknóstjarnan hefur tónleikaferð sína á Paloma. STÓR STJARNA Nina er vön að spila á risastórum hátíðum og klúbbum. MYND/CARIN ABDULLA NINA KRAVIZ Aðdáendur Airwaves-hátíðarinn- ar hafa svo sannarlega ástæðu til þess að fagna, en staðfest hefur verið að hátíðin verður haldin á skemmtistaðnum Nasa að nýju í ár. „Um leið og við heyrðum að það ætti að opna staðinn að nýju, þá fórum við á stúfana og tryggðum okkur staðinn á Airwaves,“ segir Grímur Atlason, framkvæmda- stjóri Iceland Airwaves. Hátíðin hefur ekki verið haldin á skemmtistaðnum Nasa í fjögur ár. „Þetta var alltaf einn af okkar uppáhaldsstöðum og það var hálf blóðugt að missa hann á sínum tíma. Nasa spilaði mikilvægt hlut- verk á Airwaves, var ekki of lítill og ekki of stór.“ Grímur býst við að staðurinn verði notaður öll kvöldin, enda skipti miklu máli að geta dreift hátíðargestum og haft staði sem henta sem flestum tónleikum. „Þetta var akkúrat kryddið sem okkur vantaði aftur. Þetta tekur álag af litlu stöðunum og tekur giggin sem passa ekki í Hörpu. Heiðurinn verður allur þess sem fær að opna Airwaves á Nasa.“ - asi Heiðurinn er þess sem opnar á Nasa Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. STEMNING Hljómsveitin HAM á Airwaves á NASA 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞOR BIRKISSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.