Fréttablaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 6
Lífeyrissjóður starfsmanna
Reykjavíkurborgar
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar
verður haldinn fimmtudaginn 26. maí kl. 17.00,
í húsakynnum Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga
að Sigtúni 42, 2. hæð, Reykjavík.
Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og
viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með
málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta.
Reykjavík, 26. apríl 2016
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar
Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
2. Önnur mál löglega upp borin
Starfsemi sjóðsins á árinu
Sjóðfélagar
Ársfundur 2016
Yfirlit yfir afkomu ársins 2015
Breyting á hreinni eign (í milljónum kr.) 2015 2014
Kennitölur 2015 2014
Starfsemi sjóðsins var með hefðbundnum hætti. Raunávöxtun sjóðsins var
góð á árinu 2015 eða 6,3% og meðalraunávöxtun síðastliðin fimm ár er
4,2%. Hrein eign til greiðslu lífeyris var 72,2 milljarðar króna í árslok 2015
og hækkaði um tæpa 4,2 milljarða króna á milli ára. Enginn starfsmaður
var á launaskrá hjá sjóðnum þar sem Lífeyrissjóður starfsmanna sveitar-
félaga hefur frá 1. júní 1999 annast daglegan rekstur sjóðsins.
Á árinu 1998 var sjóðnum lokað fyrir nýjum sjóðfélögum. Þeim einum
sem greiddu til sjóðsins á þeim tíma er heimilt að greiða áfram til hans,
enda hafi iðgjald verið greitt til sjóðsins óslitið frá þeim tíma. Þetta eru þeir
sem greiddu iðgjöld vegna starfa hjá Reykjavíkurborg, stofnunum borgar-
innar, sjálfseignastofnunum eða félögum skrásettum í Reykjavík sem
sveitarfélagið á aðild að og voru iðgjaldaskyldir til sjóðsins.
Í stjórn sjóðsins eru:
Skúli Helgason, formaður, Ása Clausen, Heiðar Ingi Svansson,
Hildur Sverrisdóttir og Þorgrímur Hallgrímsson.
Framkvæmdastjóri er: Gerður Guðjónsdóttir.
Iðgjöld 2.109 2.049
Lífeyrir (3.606) (3.212)
Fjárfestingatekjur 5.858 3.583
Fjárfestingagjöld (118) (102)
Rekstrarkostnaður (91) (75)
Hækkun á hreinni eign á árinu 4.153 2.242
Hrein eign frá fyrra ári 68.077 65.835
Hrein eign til greiðslu lífeyris 72.230 68.077
Nafnávöxtun 8,4% 5,2%
Raunávöxtun 6,3% 4,1%
Raunávöxtun 5 ára meðaltal 4,2% 3,8%
Skuldir umfram áfallnar skuldbindingar -22,5% -18,7%
Fjöldi sjóðfélaga 498 562
Fjöldi lífeyrisþega 3299 3109
Efnahagsreikningur (í milljónum kr.) 2015 2014
Verðbréf með breytilegum tekjum 7.731 6.965
Verðbréf með föstum tekjum 61.728 59.347
Veðlán 798 797
Bankainnistæður 1.757 408
Kröfur 289 262
Aðrar eignir 105 357
Skuldir (177) (59)
Hrein eign til greiðslu lífeyris 72.230 68.077
Í öðrum heimi
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna bauð í gær gestum á fjöltefli í Ráðhúsinu að setja sig í spor sýrlenskrar
stúlku og kynnast lífi hennar í flóttamannabúðum í Jórdaníu í gegnum sýndarveruleikagleraugu. Sigurður
Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tók boðinu og svipaðist um á framandi slóðum. Fréttablaðið/Vilhelm
Skólamál Stúlku sem varð fyrir
grófri líkamsárás skólafélaga sinna
hefur verið boðin aðstoð sálfræð-
ings til að vinna úr áfallinu sem hún
varð fyrir. Starfsmenn skóla- og frí-
stundasviðs ræddu við skólastjóra
og starfsfólk Austurbæjarskóla í gær
og fóru yfir stöðuna.
Faðir stúlkunnar hefur gagnrýnt
samskiptaleysi við skólayfirvöld og
Reykjavíkurborg. Enginn úr skól-
anum hafi enn haft samband við
fjölskylduna til að athuga um líðan
stúlkunnar. Hann segir stúlkuna hafa
líka orðið fyrir ofbeldi og líflátshót-
unum innan veggja skólans og hefur
farið fram á óháða nefnd til að skoða
málsmeðferð hennar í skólanum.
„Ég hef þurft að sækja hana í skól-
ann í aðstæður sem voru afar ógeð-
felldar. Hún hafði þá leitað skjóls á
skrifstofu námsráðgjafa. Við sátum
þar, ég, hún og námsráðgjafinn og
á meðan hömuðust fjórar stúlkur á
hurðinni. Starfsmenn skólans þurftu
að stilla sér upp á milli okkar til að
við kæmumst út,“ segir faðirinn frá.
Faðirinn segist upplifa málsmeð-
ferðina sem hvítþvott. „Ábyrgðin
liggur hjá skólastjórnendum, við
höfum kallað eftir því með hvaða
hætti öryggi dóttur okkar er tryggt í
skólanum en fengið þau svör að það
sé bundið trúnaði. Farið sé eftir verk-
lagsreglum.“
„Við viljum ræða lausnir,“ segir
Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrif-
stofustjóri grunnskólasviðs Reykja-
víkurborgar, sem setti sig í samband
við foreldra stúlkunnar til að ræða
við þá eftir fundinn.
„Kristín Jóhannesdóttir skóla-
stjóri hefur unnið þetta mjög vel
og fylgt öllum ferlum. Ég skil samt
mjög vel að foreldrarnir upplifi það
ekki, vegna þess að það er oft mikil
vinna í gangi í skólunum í tengslum
við svona mál. Skólastjóri getur
verið að taka á málum án þess að
nokkrir viti nema viðkomandi for-
eldrar. Þetta er hræðilegt atvik og
við sættum okkur ekki við ofbeldi,“
segir Guðlaug.
Hún minnir á að tiltekin árás sé
utan þeirra lögsögu. „Þetta er lög-
reglumál. Þetta gerist utan skóla og
við getum ekki farið inn í slík mál.
Málið fer til Barnaverndar og þaðan
kemur það líklega aftur til okkar,
Barnavernd á þá frumkvæði að þeim
samskiptum,“ segir Guðlaug og segir
Barnavernd búa yfir úrræðum sem
geti reynst börnum í vanda góð.
Kristín skólastjóri gekk á milli
bekkja í gærmorgun og ræddi við
nemendur í fimmta til tíunda bekk
í skólanum.
Þá sendi skólastjórinn foreldrum
barna í skólanum bréf og hvatti for-
eldra til að vera í sambandi við skóla-
stjórnendur og sálfræðinga á Þjón-
ustumiðstöð Miðborgar og Hlíða.
Kristín lagði áherslu á það að í
skólanum væri einelti og ofbeldi
ekki liðið. Það væri ekki nemenda
að dæma heldur huga að því að
byggja upp góðan skólaanda.
kristjana@frettabladid.is
Hömuðust á hurðinni
með fórnarlambið inni
Faðir stúlkunnar úr eineltismálinu í Austurbæjarskóla segir engan þaðan enn
hafa haft samband við fjölskylduna eftir grófar barsmíðar fyrr í vikunni. Skóla-
stjórinn ræddi við nemendur í gær og sendi foreldrum þeirra hvatningarbréf.
Hugurinn er hjá
þolanda og
fjölskyldu hans en einnig
hjá öðrum börnum og
fjölskyldum sem málinu
tengjast.
Kristín Jóhannes-
dóttir, skólastjóri
Austurbæjarskóla í
bréfi til foreldra
7 . m a í 2 0 1 6 l a U G a R D a G U R6 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð