Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 12

Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 12
Auglýsing frá yfirkjörstjórnum í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna kosninga til embættis forseta Íslands þann 25. júní 2016 Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður koma saman til fundar í Ráðhúsi Reykja- víkur, fundarherbergi borgarráðs, föstudaginn 13. maí nk. milli kl. 13.00 og 15.00 til að veita viðtöku listum meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Stefnt er að því að vottorð yfir- kjörstjórnanna samkvæmt 4. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands verði afhent á fundi föstudaginn 20. maí nk. kl. 13.00. Mæli kjósandi með fleiri en einum frambjóðanda verður nafn hans fjarlægt af báðum/öllum listum. Eyðublöð fyrir lista meðmælenda má nálgast á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is en þar má einnig finna upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Óskað er eftir því að listar meðmælenda séu blaðsíðusettir. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á www.island.is áður en þeim er skilað til yfirkjörstjórnar. Kosningavefur Reykjavíkurborgar verður á slóðinni www.reykjavik.is/kosningar. Fyrirspurnum má beina til skrifstofu borgarstjórnar gegnum netfangið kosningar@reykjavik.is. Reykjavík, 6. maí 2016 F.h. yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Erla S. Árnadóttir Arnar Þór Stefánsson Fanný Gunnarsdóttir Páll Halldórsson Tómas Hrafn Sveinsson F.h. yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, Sveinn Sveinsson Heimir Örn Herbertsson Sjöfn Ingólfsdóttir Þóra Hallgrímsdóttir Þuríður Jónsdóttir Ekkert sull Aukin lykt Opið allan hringinn Tvöföld einangrun 3.498 KR/STK MAGICUP Ég er eiginlega orðlaus mér finnst þetta svo leiðin- legt. Jóna Hlíf Halldórs- dóttir, formaður Sambands ís- lenskra myndlistar- manna Stjórnmál Fréttastofa 365 hefur ekki fengið viðtal við forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, eftir yfirlýsingu Dorritar Moussaieff um fjármál sín. Örnólfur Thorsson for- setaritari segir forsetann veikan. Fréttablaðið óskar svars við því hvernig forsetinn gat harðneitað því aðspurður að hann og kona hans tengdust aflandsfélögum þegar hann segist jafnframt aldrei hafa haft upplýsingar um fjárhags- mál forsetafrúarinnar og hún segist aldrei hafa rætt fjármál sín og fjöl- skyldu sinnar við hann. Þá er óskað eftir svörum við því hvort forsetinn telji yfirlýsingu Dorritar frá í fyrradag svara með fullnægjandi hætti öllum atriðum varðandi fjármál þeirra hjóna. Eins hvort Panama-skjölin og umfjöllun um fjármál hjónanna í fjölmiðlum hafi áhrif á framboð hans. – snæ Engin svör frá forsetanum Bretland Sadiq Khan vann fyrstu umferð borgarstjórnarkosninganna í Lundúnum. Í frétt Sky segir að töl- fræðilega ómögulegt sé fyrir Khan að tapa seinni umferðinni. Khan, sem er frambjóðandi Verka- mannaflokksins, bar sigurorð af Zac Goldsmith, frambjóðanda Íhalds- flokksins. Khan fékk 44 prósent atkvæða og Goldsmith 35. Kosið var í fjölda sveitarfélaga í Bretlandi í gær. Verkamanna- flokkurinn var sigursælastur og Íhaldsflokkurinn var í öðru sæti. Frjálslyndir demókratar og þjóð- ernisflokkurinn UKIP sóttu einnig nokkuð á. Reiknað var með að Verkamanna- flokkurinn fengi slæma útreið í kosn- ingunum sem yrði prófsteinn á stöðu Jeremy Corbyn. Stjórnmálaskýrendur telja að Corbyn hafi rétt sloppið fyrir horn eftir góðan árangur flokksins í London og Wales þó að hann hafi goldið afhroð í Skotlandi. Þá var kosið til þjóðþinga í Skot- landi, Wales og á Norður-Írlandi. Skoski þjóðarflokkurinn missti meirihluta sinn á þinginu þrátt fyrir yfirburðasigur. Flokkurinn er einungis tveimur þingsætum frá meirihluta. Ljóst er að flokkurinn mun halda áfram að fara með stjórnartaumana Múslimi kosinn sem borgarstjóri í London Átta ára valdatíð Íhaldsflokksins í Lundúnum er lokið. Skoski þjóðarflokkurinn missti meirihluta á skoska þinginu en Verkamannaflokkurinn galt þar afhroð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands 44 % 35% Sadiq Khan Verkamanna- flokkurinn Zac Golds- mith Íhalds- flokkurinn í Skotlandi. Reiknað var með að flokkurinn myndi freista þess að koma þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands aftur á dagskrá en Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, fór hljótt með það loforð í sigurræðu sinni þegar ljóst var að þjóðarflokkurinn hafði misst meiri- hluta sinn. Í Wales vann Verkamannaflokkur- inn yfirburðasigur, tveimur sætum frá hreinum meirihluta. Þá þóttu það tíðindi að UKIP fékk sjö menn kjörna. Þegar þessi frétt var skrifuð var enn verið að telja atkvæði í kosn- ingum um norður-írska þingið og of snemmt að tilgreina sigurvegara. stefanrafn@frettabladid.is Heimild: The Guardian *Fyrsta umferð kosninga ViðSkipti „Við erum ótrúlega sorg- mædd yfir þessu. Þetta lyktar af því að hafa verið ákveðið fyrirfram,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, for- maður Sambands íslenskra mynd- listarmanna (SÍM). ASÍ hefur selt Ásmundarsal þar sem Listasafn ASÍ hefur verið til húsa um árabil. Kaup- endurnir eru fjárfestarnir Sigur- björn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir og kaupverðið er 168 milljónir króna. Tilkynnt var að til stæði að selja safnið þann 29. apríl síðastliðinn. Í gær, föstudag, var svo greint frá nýjum kaupendum. „Okkur finnst ótrúlega skrýtið að ASÍ hafi ekki frestað sölunni fram á haust og farið í samtal við SÍM, ríki og borg. Við ætluðum að hittast á morgun [í dag] og athuga hvort við gætum sett af stað einhvers konar fjáröflun. Við vildum virkilega skoða alla möguleika en við þurfum lengri tíma en viku.“ Samkvæmt tilkynningu sem send var vegna sölunnar er markmiðið að húsið verði áfram nýtt undir lista- og menningarstarfsemi. „Þó að kaupandinn segist ætla að vera með myndlist og hönnun þá er þetta komið í einkaeigu og þá verða það alltaf útvaldir sem fá að sýna. Alþýðusambandið selur húsið manni sem er einn ríkasti maður Íslands. Ég er eiginlega orðlaus mér finnst þetta svo leiðinlegt,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir. – snæ Sorgmæddur formaður vegna sölu á Ásmundarsal ✿ Úrslit úr borgarstjórnarkosningum í lundúnum* n Verkamannaflokkurinn n Græningjar n Frjálslyndir demókratar n UKIP n Aðrir n Íhaldsflokkurinn Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir keyptu Ásmundarsal af ASÍ fyrir 168 milljónir króna. FRéttAblAðið/SteFÁn 7 . m a í 2 0 1 6 l a U G a r d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.