Fréttablaðið - 07.05.2016, Qupperneq 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Gunnar
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Landvernd krafðist þess í vikunni að ríkis-stjórnin gripi til tafarlausra aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoðaði sveitarstjórn á svæðinu við að koma frá-veitumálum í ásættanlegt horf. Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi gekk
raunar skrefinu lengra og taldi ástæðu til að kalla
saman neyðarfund í ríkisstjórn vegna málsins.
Óhætt er að taka undir þessi sjónarmið.
Niðurstöður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
benda til að magn blábakteríu sé tólffalt það sem
stofnunin telur óhóflegt. Því þarf engan að undra að
hinn margrómaði kúluskítur heyri sögunni til, og að
hornsíla- og bleikjustofnar í vatninu eigi undir högg
að sækja.
Samkvæmt sérfræðingum er það engum vafa
undirorpið að breytingar á lífríki Mývatns eru af
mannavöldum. Meðal orsaka má nefna frárennsli frá
þéttbýli, iðnrekstur og áburðargjöf. Jafnframt gætir
enn áhrifa frá kísilverksmiðju sem starfrækt var við
Mývatn til 2004.
Flestir virðast sammála um að mest aðkallandi
sé að lagfæra fráveitumál á svæðinu. Ástandið hefur
snarversnað undanfarin ár og telst nú vart annað en
krísa. Þar spilar fjölgun ferðamanna stærsta rullu,
enda þarf skólpkerfið á svæðinu að taka við marg-
földum mannfjölda frá því sem áður var. Tugir lang-
ferðabíla, fullir af ferðamönnum, koma nú að Mývatni
á degi hverjum yfir annatímann. Fráveitukerfið var
ekki byggt til að standast slíkt álag.
Eitthvað þarf undan að láta.
Mývatnskrísan er bara ein birtingarmynd stærra
vandamáls. Staðreyndin er að ferðamannafjöldi hefur
fimmfaldast frá aldamótum og eykst um fjórðung á ári
hverju. Innviðirnir í landinu anna þessu ekki, náttúru-
perlur eru að sligast undir átroðningi og umferðin um
lykilmannvirki á borð við hringveginn hefur marg-
faldast frá því sem til var ætlast. Ef ekki verður gripið
í taumana er óafturkræft tjón á náttúru landsins
óumflýjanlegt.
Sveitarstjórnir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þær fá
sáralítinn bita af túristakökunni og þurfa að standa
undir innviðum sem allt í einu þarfnast margfalds
eftirlits.
Ríkisstjórnir, bæði þessi og þær sem áður störfuðu,
hafa gersamlega brugðist. Náttúrupassinn strandaði
í þinginu og ekkert virðist ætla að koma í staðinn.
Ráðaleysið virðist algert.
Andri Snær hefur rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin ætti
að boða til neyðarfundar. Við lifum á viðsjárverðum
tímum fyrir náttúru Íslands, og nauðsynlegt að stjórn-
málamenn girði sig í brók og taki forystu í málinu.
Eins og staðan er nú fljótum við sofandi að feigðarósi.
Við þurfum að tryggja afkomendum okkar aðgang
að óspilltri náttúru landsins hvað sem það kostar –
jafnvel þótt greiða þurfi aðgangseyri að Þingvöllum.
Náttúruhamfarir
af mannavöldum
Ríkisstjórnir,
bæði þessi og
þær sem áður
störfuðu, hafa
gersamlega
brugðist.
Að morgni 25. janúar 1995 afhenti aðstoðarmað-ur Borisar Jeltsín, forseta Rússlands, yfirmanni sínum skjalatösku. Við handfang töskunnar
blikkaði lítið ljós. Ofan í töskunni var skjár sem sýndi
að flugskeyti hafði verið skotið á loft af Noregshafi.
Stefndi það beint í átt að Moskvu. Undir skjánum voru
fjórir takkar. Takkarnir stýrðu örlögum mannkyns.
Vélmenni, stríð eða loftsteinn?
Ragnarök hafa verið handan hornsins frá sköpun
heimsins. Hvernig „veröld steypist“ eru þó ekki allir
sammála um. Munu endalokin orsakast af einhverju
óáhugaverðu eins og loftslagsbreytingum? Einhverju
handahófskenndu á borð við árekstur loftsteins? Ein-
hverju trendí eins og vélmenni með gervigreind, eða
kannski einhverju retró eins og kjarnorkustríði?
Hvað það verður veit nú enginn, eins og segir í jóla-
laginu. Vísindamenn við Oxfordháskóla eru hins vegar
ekki í neinum vafa um eitt: Við erum ekki að taka þá vá
sem er fyrir dyrum nærri nógu alvarlega.
Í síðustu viku birti hópur vísindamanna skýrslu um
helstu hörmungar sem gætu dunið yfir mannkynið. Um
er að ræða lista yfir ógnir sem hafa burði til að þurrka út
að minnsta kosti 10 prósent íbúa jarðar í einu vetfangi.
Sé litið til næstu fimm ára taldi hópurinn manninum
stafa mest hætta af loftsteinum, eldgosum og náttúru-
hamförum. Til lengri tíma stafar okkur hins vegar helst
ógn af gervigreind, loftslagsbreytingum, farsóttum og
kjarnorkustríðum.
Að skjóta eða ekki skjóta
Takkarnir fjórir í töskunni hans Jeltsín gerðu honum
kleift að gera kjarnorkuárás á skotmörk um víða veröld.
Rússar höfðu til reiðu 4.700 kjarnaodda. Í ljós kom hins
vegar að taskan hafði verið tekin fram fyrir misskilning.
Það sem Rússar töldu í nokkrar örlagaríkar mínútur
árið 1995 vera kjarnorkuflaug sem stefndi á Moskvu
var í raun norsk veðurathugunar-eldflaug sem gerði
athuganir á norðurljósunum. Jeltsín hafði sex mínútur
til að taka ákvörðun: Að skjóta eða ekki skjóta á móti.
Jeltsín sá að sér. Því hefur hins vegar verið haldið fram
að heimsbyggðin hafi aldrei verið jafnnálægt kjarn-
orkustríði og 25. janúar 1995.
Það er meðal annars klaufaskapur sem þessi sem
vísindamennirnir í Oxford óttast að geti gert út af við
mannkynið. Tilgangur skýrslu hópsins var að leggja til
fyrirbyggjandi aðgerðir sem minnkað gætu líkurnar
á hörmungum. „Ef við höldum áfram að fresta því til
morguns að horfast í augu við ógnirnar mun raunveru-
leikinn koma aftan að okkur,“ sagði Sebastian Far-
quhar, forsprakki teymisins.
Fréttir frá Íslandi gefa hins vegar ekki tilefni til bjart-
sýni.
„Heyrir enginn? Hlustar enginn?“
Síðustu mánuði hafa borist fregnir af bráðri hættu sem
stafar að lífríki Mývatns. Skútustaðahreppur hefur
unnið að því að setja upp hreinsistöð við vatnið til að
takmarka mengun í fráveitu sem rennur í náttúruperl-
una. Svo virðist hins vegar sem sveitarfélagið ráði ekki
fjárhagslega við verkið. Landvernd hefur því skorað á
ríkisstjórnina að aðstoða Skútustaðahrepp við að koma
fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf svo
koma megi í veg fyrir að lífríkið þurrkist út.
Ómar Ragnarsson skrifaði grein í Fréttablaðið í
vikunni þar sem hann sendi út neyðarkall fyrir hönd
lífríkisins í Mývatni. Þar varaði hann við „kyrkingu
einstæðs og heimsfrægs lífríkis“ sem hann sagði komna
vel á veg. Hætta er þó á að neyðarkalli Ómars verði ekki
svarað. Í grein sinni rifjaði hann upp að fyrir fjórum
árum hefði hann sent út sams konar neyðarkall í sama
blaði. Hann spyr: „Heyrir enginn? Hlustar enginn?“
Það er rangt hjá vísindamönnunum í Oxford að
helstu hættur sem stafa að mannkyninu séu vélmenni,
kjarnorkusprengjur eða farsóttir. Mesta ógn sem fyrir-
finnst á jörðinni nú um stundir er okkar eigið and-
varaleysi. Spyrjið bara Ómar Ragnarsson og lífríkið í
Mývatni.
Hvernig veröld steypist
7 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R16 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN