Fréttablaðið - 07.05.2016, Qupperneq 18
fjöri þannig að maður er löngu orð-
inn vanur þessu,“ segir Gunnar, en
var þetta ekki það mesta hingað til?
„Ekkert endilega,“ segir Gunnar og
hlær. „Þetta var fínn pakki en mikið á
netinu sem ég var ekkert að spá í. Við
héldum bara okkar plani og vorum
að æfa og djöflast þannig að þetta
breytti engu máli fyrir mig.“
Læri mikið af honum
Conor átti sjálfur að berjast í júlí gegn
Nate Diaz og reyna að hefna fyrir
tapið fyrr á þessu ári. Ekkert verður af
bardaganum þar sem hann fór hálf-
partinn í hart við UFC. Hann sagðist
vera hættur en hætti svo við að hætta
nokkrum dögum síðar.
„Hann sagðist vera
kominn með nóg af
þessu. Mig grunaði
að hann myndi
koma aftur og ég
hugsa að hann
hafi alveg vitað
það sjálfur. Þó
menn hætti koma
þeir aftur. Á þess-
um tímapunkti
var hann orðinn
þreyttur á öllu
þessu fjölmiðla-
dæmi. Það var að
fara illa í hann,“
segir Gunnar um
vin sinn Conor.
„Hann langaði
að fara að æfa því
hann var að fara
að mæta manni
sem hann var
búinn að tapa
fyrir. Hann langaði
að fá tíma út af fyrir sig til að æfa á
meðan það var verið að reyna að
draga hann inn í alls konar dæmi.“
Gunnar segir það gera sér mjög
gott að æfa með Conor en þeir hafa
æft saman lengi: „Það er alltaf frá-
bært. Við höfum æft saman frá því
við vorum 19 ára. Við höfum reglu-
lega verið saman í æfingabúðum. Það
hafa alltaf verið mjög góð samskipti
okkar á milli og æfingar okkar hafa
verið góðar. Ég hef alltaf lært mikið
af honum.“
Hugsar ekki um tap
Eftir mikinn og hraðan uppgang í
UFC er Gunnar nú búinn að tapa
tveimur af síðustu þremur bardög-
um og er dottinn út af styrk-
leikalista veltivigtarinnar.
Hann hugsar ekki einu sinni
um hvað verður um ferilinn
ef allt fer á versta veg á sunnu-
daginn.
„Maður hugsar ekki svona.
Maður heldur bara áfram. Það
skiptir engu máli hvað gerist.
Það þýðir ekkert að spá
í þessum hlutum
núna,“ segir Gunnar
sem er alltaf bjart-
sýnn og hefur trú á
eigin getu.
„Auðvitað getur
allt gerst og þá
tekur maður bara
á því þegar að því
kemur. Það er
engin hola í veg-
inum það djúp
að maður komist
ekki fram hjá
henni og geti
haldið áfram.
Maður horfir
bara fram á við
og heldur áfram.
Það tapa allir
íþróttamenn
einhvern tíma,“
segir Gunnar Nel-
son. tomas@365.is
10.25 Roma - Chievo Sport2
12.20 Tottenham - South. Sport
14.50 Man. City - Arsenal Sport
14.50 Liverpool -Watford Sport2
14.55 Real Madrid - Valencia Sport4
14.55 Barcelona - Espanyol Sport3
17.00 Wells Fargo-mótið Golfst.
18.00 UFC: Gunnar Nelson Sport
18.45 Víkingur - Stjarnan Sport2
19.05 Fylkir - Breiðablik Sport3
22.00 Pepsi-mörkin Sport
16.00 Haukar - UMFA Schenker-höll
16.00 Vík. Ó. - Valur Ólafsvík
19.15 FH - ÍA Kaplakriki
19.15 Fylkir- Breiðablik Floridanav.
19.15 Þróttur - KR Þróttarvöllur
19.15 Víkingur - Stjarnan Víkin
Lokaúrslit Olís-deildanna í handbolta hefjast hvor tveggja um helgina
Fjögur félög með lið í lokaúrslitum í ár Fyrirliðar liðanna í úrslitaeinvígum handboltans í ár hittu fjölmiðlamenn í gær. Talið frá vinstri: Matthías
Árni Ingimarsson frá Haukum, Jóhann Jóhannsson frá Aftureldingu, Solveig Lára Kjærnested frá Stjörnunni og Eva Björk Davíðsdóttir frá Gróttu.
Fyrsti leikurinn hjá konunum er klukkan 16.00 í dag á Seltjarnarnesi en karlarnir byrja klukkan 16.00 á Ásvöllum á morgun. FRéTTABLAðið/ERNiR
MMA Gunnar Nelson berst í fyrsta
sinn á árinu 2016 á sunnudags-
kvöldið en hann stígur þá inn í búrið
í Ahoy-höllinni í Rotterdam. Gunn-
ar þarf að svara fyrir sig eftir slæmt
tap gegn Brasilíumanninum Demian
Maia í Las Vegas í desember í fyrra.
Hinn 24 ára gamli Tumenov er
rísandi stjarna í UFC-heiminum.
Eftir að hafa unnið þrettán bar-
daga og tapað aðeins einum heima
í Rússlandi fékk hann samning hjá
UFC en tapaði fyrsta bardaganum
innan sambandsins. Síðan þá hefur
hann verið á miklum skriði og unnið
fimm bardaga í röð, þar af þrjá með
rothöggi.
„Hann er bestur standandi. Mér
finnst boxið hans vera best en spörk-
in eru mjög góð líka. Sérstaklega há-
spörkin sem eru frekar snögg. Hann
blandar þessu skemmtilega saman.
Það er aðallega boxið sem er það
besta. Hann er klassískur þar hvað
varðar fótavinnu og annað en það
virkar vel fyrir hann,“ segir Gunn-
ar sem hefur æft standandi leikinn
mikið undanfarin tvö ár. Hann langar
þó mest að koma Tumenov í jörðina.
„Ég á eftir að nota þau verkfæri
sem ég hef, hver sem þau verða. Það
væri örugglega helvíti fínt að tuskast
í honum þar,“ segir Gunnar glettinn
og er greinilega léttur.
Conor truflaði ekki
Ólíkt því sem var fyrir síðustu bar-
daga æfði Gunnar að mestu leyti
heima á Íslandi hjá sínu félagi, Mjölni,
þar sem hann fékk vini sína frá Bret-
landi og Írlandi til að koma yfir hafið
og æfa með sér. Hann dvaldi löngum
stundum í Ameríku fyrir síðustu tvo
bardaga en fannst þetta mikið betra.
„Það er mjög gott að vera heima
þar sem ég er með lítinn strák. Svo
er æfingaaðstaðan okkar í Mjölni
alveg frábær til undirbúnings. Það að
fá stráka yfir til Íslands og æfa með
okkur í Mjölni er eins gott og það
gerist finnst mér. Ég myndi vilja hafa
það þannig oftar ef möguleiki er á,“
segir Gunnar.
Írski bardagamaðurinn Conor
McGregor, skærasta stjarna UFC-
heimsins í dag, kom einnig til Íslands
til að æfa með Gunnari síðustu
vikuna sem hann var hér heima.
Gunnar og Conor eru miklir vinir og
hafa verið lengi. Það fór líklega ekki
fram hjá mörgum að Conor setti
UFC-heiminn á hliðina þegar hann
sagðist vera hættur en fjölmiðlafárið
í kringum það truflaði ekki æfinga-
skipulagið
„Það hafði engin áhrif á æfingarnar.
Ég er búinn að þekkja Conor í mörg
ár og það er alltaf drama og dæmi í
kringum hann. Það er alltaf nóg af
Engin hola
Sunnudagur
11.25 Mboro - Brighton Sport2
11.35 Norwich - Man. Utd Sport
13.25 Schalke - Augsburg Bravó
13.50 Sunderland - Chelsea Sport2
15.30 Fjölnir - ÍBV Sport
16.20 Leicester - Everton Sport2
17.00 Wells Fargo-mótið Golfst.
18.40 Bologna - AC Milan Sport
21.00 Miami - Toronto Sport
14.00 Fjarðab. - Huginn Fj.höllin
16.00 Selfoss - Leiknir F. Selfossv.
16.00 Leiknir R. - Þór Leiknisv.
16.00 KA - Fram KA-völlur
16.00 Fjölnir - ÍBV Fjölnisvöllur
16.00 Grótta - Stjarnan Hertz-höllin
Laugardagur
Ég á eftir að
nota þau
verkfæri sem ég hef
hver sem þau verða.
Gunnar Nelson
Nýjast
Inkasso-deildin
HK - Keflavík 1-1
1-0 Ragnar Leósson, víti (62.), 1-1 Sigur-
bergur Elísson (80.)
Grindavík - Haukar 3-2
0-1 Aron Jóhannsson (13.), 1-1 Alexander
Veigar Þórarinsson (34.), 2-1 Hákon Ívar
Ólafsson (52.), 3-1 Gunnar Þorsteinsson
(57.), 3-2 Þórður Jóhannesson (84.).
KörfuboltI Helena Sverrisdóttir úr
Haukum og Haukur Helgi Pálsson úr
Njarðvík voru í gær kosin bestu leik-
menn tímabilsins í Domino’s-deild-
unum í körfubolta, Helena í fjórða
sinn en Haukur í fyrsta sinn.
Þjálfarar Íslands- og bikarmeist-
aranna, Finnur Freyr Stefánsson
hjá KR og Ingi Þór Steinþórsson
hjá Snæfelli, voru valdir þjálfarar
ársins. Bestu ungu leikmenn Dom-
ino’s-deildanna voru þau Thelma
Dís Ágústsdóttir úr Keflavík og Kári
Jónsson úr Haukum.
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrir-
liði Snæfells, var
valin besti varnar-
maður deildar-
innar annað árið í
röð en KR-ingurinn
Darri Hilmarsson
var sá fyrsti sem
nær að verða
v a r n a r m a ð u r
ársins þrjú ár
í röð. Michael
Craion var val-
inn besti erlendi
l e i k m a ð u r i n n
þriðja árið í
röð en Haiden
P a l m e r h j á
Snæfelli hlaut
þau verðlaun hjá
konunum. – óój
Haukur Helgi
og Helena best
of djúp
Gunnar Nelson stígur inn í búrið í fyrsta sinn á
nýju ári á sunnudagskvöldið þegar hann mætir
Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam.
7 . M A í 2 0 1 6 l A u G A r D A G u r18 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð I ð
Sport