Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 36

Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 36
Riyad Mahrez 25 ára miðjumaður Gerði þetta fyrir pabba Riyad Mahrez átti erfiða æsku en hann ólst upp í Sarcelles- hverfinu í París sem er þekkt fyrir mikið ofbeldi og var það fyrir augum hans alla daga. Faðir Mahrezar, Ahmed , hafði mikil áhrif á hann í æsku og sendi hann í fótbolta til að passa að hann færi ekki út af sporinu. Faðir hans mætti á hvern einasta leik frá því hann hóf að æfa með hverfis- liðinu en féll frá þegar Mahrez var fimmtán ára úr hjartaáfalli. Mahrez hét því að komast alla leið og gera það fyrir föður sinn. Hann sló í gegn í frönsku 2. deildinni með Le Havre og varð hluti að Leicester- uppbyggingunni fyrir tveimur árum. Hann fór úr því að skora fjögur mörk í fyrra í það að skora 17 mörk og gefa tíu stoðsendingar í ár. Allt fyrir gamla manninn sem gerði allt fyrir hann. Kasper Schmeichel 29 ára markvörður Frá botninum á toppinn Það er ekkert grín að bera nafn eins og Schmeichel. Það getur þó haft sína kosti eins og hjá Kasper sem fékk samning hjá Manchester City 15 ára og var kominn í markið þar þremur árum síðar. Hann var ekki til- búinn og hann vissi það. Kasper tók því auðmjúka ákvörðun og fór á botninn til Notts County í D-deildinni. Eftir eitt frábært ár þar spilaði hann með Leeds í B-deildinni og var kjörinn í besta lið áratugarins 2005-2015 í henni. Að fara niður og byggja sig upp var frábær ákvörðun en hann er í dag landsliðsmarkvörður Danmerkur, fótboltamaður Danmerkur 2015, einn besti markvörður ensku úr- valsdeildarinnar og varð auðvitað Englandsmeistari sama dag og pabbi hans, 23 árum síðar. Claudio Ranieri 65 ára þjálfari Færeyja- fíaskó, svo titill Flestum finnst auðvelt að samgleðj- ast Claudio Ranieri enda mikill herramaður. Á 30 ára löngum þjálfaraferli hafði hann aldrei áður unnið lands- titil en gerði það svo á ólíklegasta mátann. Maðurinn sem var rekinn frá Chelsea með orðum eigand- ans: „Hann mun aldrei vinna titla,“ mætir í lokaumferðinni aftur á sinn gamla heimavöll og fær heiðursvörð frá leikmönnum frá- farandi meistaraliðsins. Ranieri var úrskurðaður látinn í þjálfarafræð- unum eftir að hann var rekinn frá gríska landsliðinu. Þar tapaði hann meðal annars fyrir Færeyingum sem eru ekki þekktir fyrir að vinna marga fótboltaleiki. Eina leiðin til að svara fyrir sig er að vinna og hvað þá enska meistaratitilinn með Leicester. Danny Drinkwater 26 ára miðjumaður Ekki hætta að láta þig dreyma Danny Drinkwater gat leyft sér að dreyma um Eng- landsmeist- aratitilinn þegar hann var ungur maður. Hann var líka í unglingaliði og varaliði Manchester United. Hann fékk aldrei að spila með aðalliðinu og eftir lánssamninga hjá fjórum neðrideildarfélögum kvaddi hann leikhús draumanna og samdi við Leicester í B-deildinni. „Ég hætti að leyfa mér að dreyma um meistara- titilinn þegar ég fór frá Manchester United. Og nú er ég meistari. Þetta er sturlað,“ sagði Drinkwater í vikunni. Fyrir fjórum árum gafst hann upp á draumum sínum og fór til Leicester. Fyrir tveimur árum komst hann upp um deild og í ár komst hann í landsliðið og er enskur meistari. Aldrei að gefa frá sér draumana. Jamie Vardy 29 ára framherji Í utandeild fyrir fjórum árum Framherjinn Jamie Vardy, sem er markahæsti leikmaður nýkrýndra Englands- meistara, Leicester, spilaði með Fleetwood í utandeildinni fyrir fjórum árum. Nú er hann einn af þremur markahæstu leikmönnum úrvalsdeildarinnar, enskur meistari og á leið á Evrópumótið með enska landsliðinu. Vardy hefur alltaf verið naskur markaskorari en glímdi við að vera heitur og kaldur. Skora mikið eitt tímabilið en lítið það næsta. Leicester tók séns á honum og það var kannski eins gott að hann skoraði bara fimm mörk í fyrra því nú eru þau orðin 22. Þeir eru ekki margir sem fara úr utan- deildinni í það að vinna þann stóra á fjórum árum. N’Golo Kante 25 ára miðjumaður Leitinni að Makélélé lokið Franski varnar- sinnaði miðjumað- urinn Claude Makélélé var svo góður í því sem hann gerði, að hlutverk á vellinum var nefnt eftir honum. En síðan hann hætti hefur verið leitað að öðrum eins leikmanni. Hann er fundinn. Hinn 25 ára gamli Frakki N’Golo Kante, sem spilaði í frönsku utandeildinni fyrir fimm árum, er sá maður. Það skondna við það er að staðarblað- ið í Boulogne-sur-Mer sagði í fyrir- sögn þegar hann skoraði sitt fyrsta mark árið 2012 að þarna væri nýr Makélélé fundinn. Ekki það að Makélélé hefði skorað svo mikið af mörkum. Kaupin á Kante eru ein af kaupum tímabilsins en upp- risa hans er merkileg eins og hjá öðrum hjá Leicester. Úr utandeild í Frakklandi í Englandsmeistara og EM-fara á þremur árum. Klukkan hálf fimm á laugardaginn ganga leikmenn Leicester út á King Power-völl-inn og mæta Everton. Fyrir tímabilið hefðu eflaust margir giskað á að þessi leikur yrði mikilvægur fyrir liðið í fallbar- áttunni. En svo er ekki. Leikmenn Leicester ganga til leiks á laugar- daginn sem enskir meistarar. Besta liðið á Englandi. Þetta ótrúlega afrek varð að veru- leika á mánudagskvöldið þegar Totten ham mistókst að vinna Chelsea á Stamford Bridge. Leic- ester er ekki bara meistari öllum að óvörum heldur er það meistari þegar tveir leikir eru enn þá eftir af deildinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Leicester verður meistari. Sömu liðin hafa meira og minna séð um að vinna deildina undanfarna áratugi en þetta er í fyrsta sinn síðan 1978 að lið verður meistari í fyrsta sinn. Smásagnasafn Tímabilið hjá Leicester hefur verið eins og frábært smásagnasafn. Margar litlar sögur sem verða að einu mögnuðu ævintýri. Í liðinu er engin stórstjarna heldur samansafn af mönnum sem hafa sumir hverjir ef ekki flestir þurft að fara Krýsuvíkur- leiðina á toppinn. Sex smásögur má lesa hér í kringum greinina um helstu hetjur Leicester-liðsins Ekkert lið vinnur ensku úrvals- deildina með heppni. Claudio Rani- eri, sem flestir töldu að myndi fara niður með liðið ef hann myndi þá endast veturinn, er búinn að mynda ótrúlega liðsheild og sýna snilli sína sem þjálfari. Fyrst, þegar liðin í deildinni voru kannski enn að van- meta Leicester, beitti liðið eitruðum sendingum fram og treysti á hraða framherja sinna til að klára dæmið. En svo sýndi Ranieri enn meiri klókindi þegar á leið tímabilið. Þá fóru varnarmenn liðsins og mark- vörðurinn að sýna snilli sína en liðið hélt hreinu hvað eftir annað þegar stjórar deilarinnar héldu að þeir væru búnir að loka á sóknarvopnin. Auðmjúkur öldungur „Ekki vekja mig af þessum draumi,“ sagði Claudio Ranieri, stjóri Leic- ester, fyrr á þessu ári, spurður hvort hann teldi að Leicester gæti klárað þetta. Þessi 64 ára gamli Ítali af gamla skólanum er búinn að heilla enska fótboltaáhugamenn með auðmýkt sinni og herramennsku. Hann hefur líka gert hlutina nokk- uð einfalda. Þegar Leicester hélt loks- ins hreinu fyrr á tímabilinu eftir að fá á sig mark í hverjum leik, gerði hann eins og þjálfari í fimmta flokki myndi gera og bauð liðinu í pitsu partí. Það skiptir nefnilega engu máli hvað þú ert gamall: Öllum finnst pitsur góðar. Með gleði, dugnað, vilja og eina rjúkandi pitsusneið að vopni bjó Ranieri til lið sem afrekaði það sem enginn hélt að væri hægt: Vinna ensku deildina án þess að vera með vasana fulla af seðlum. Gerist þetta aftur? Nei, líklega ekki. Meira að segja Ranieri er búinn að útiloka það. Hann sagði við frétta- menn á æfingu á þriðjudaginn að svona afrek myndi enginn sjá aftur. Kannski er það rétt hjá honum. Í fótboltaheiminum í dag eru peningar allt og þótt litlu liðin á Eng- landi séu að verða mun ríkari verða þau ríkustu alltaf ríkari. Þó þessi Eng- landsmeistaratitill gefi litlu liðunum von og sé líklega besta fótboltasaga síðustu áratuga verður hún að öllum líkindum spark í afturendann á stóru strákunum sem leyfa þessu ekki að gerast aftur. En guð minn góður hvað það var gaman meðan á stóð. Margar litlar sögur að einu stóru ævintýri Eitt ótrúlegasta fótboltaafrek sögunnar varð að veruleika á mánu- dagskvöldið þegar Leicester varð enskur meistari. Í fótboltaheimi þar sem peningar eru allt var það litla liðið sem gaf öðrum von. Fyrirliðinn Wes Morgan skoraði markið sem á endanum tryggði Leicester Englandsmeistaratitilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Tómas Þór Þórðarson tomas@frettabladid.is EKKI VEKJA MIG AF ÞESSUM DRAUMI 7 . M A Í 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.