Fréttablaðið - 07.05.2016, Síða 38

Fréttablaðið - 07.05.2016, Síða 38
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Ferðirnar hafa fengið nafn­ ið „Bali Hai“ með skírskotun til söngsins fræga úr kvikmyndinni South Pacific. Örnólfur Árnason dvaldi á Balí í vetur og seg­ ist hvergi hafa verið þar sem gestkomandi fólk hefur orðið jafn heillað af landi og þjóð og á Balí og hefur hann þó víða komið, enda einn reynd­ ast i farar­ stjóri landsins. „Eitt sinn þegar við vorum að sleikja sólina í friðsælum hót­ elgarðinum í miðjum unaðs bænum Úbúd laust þeirri hugmynd í hausinn á mér ofan úr heiðum himninum að ef nokkur staður væri tilvalinn fyrir þá sem vilja flýja skammdegið og vetrarkuldann á Íslandi hlyti það að vera þessi paradís. Þarna er hitinn rétt rúmlega 30 gráður alla daga ársins og bæði nauðsynjar og allar helstu unaðssemdir sem freista okkar Vesturlandabúa eru á boðstólum fyrir helmingi lægra verð en heima,“ segir Örnólfur inntur eftir því hvernig ferðirn­ ar komu til. Farnar verða tvær ferðir næsta vetur. Frá 18. október og fram í miðjan desember og janúar fram í mars. Hver dvöl mun að sögn Örnólfs skiptast í tvennt. „Við dveljum tæpar sex vikur í Úbúd, menningarhöfuð­ stað Balí, og svo 18 daga í strandbæn­ um Sanúr. Þótt höfuð áherslan sé á að njóta lífsins í mak­ indum verð­ ur heilmargt á dagskrá. Ég fer með fólkið í skoðunarferðir um eyna og alls kyns heimsóknir til að kynnast mannlífinu á Balí en Helga leiðir qi gong og jóga þrjá morgna í viku. Þá verðum við með fræðslu­ og skemmtidagskrá síðdegis þrisvar í viku. Eins verða farnar gönguferðir um Úbúd og nágrenni og farið í heimsóknir á listasöfn og alls kyns forvitnilega staði,“ upplýsir Örnólfur. Hann segir langdvalarpró­ grammið fyrst og fremst hugs­ að fyrir þá sem annaðhvort eru hættir að vinna eða hafa tekið sér frí frá störfum „Úbúd er einhver heppilegasti staður til langdvalar sem ég hef komið á því þar er svo margt hægt að hafa fyrir stafni. Örstutt er frá hótelinu okkar við Apaskógarstræti að konungshöll­ inni og markaðnum. Á leiðinni eru svo tugir góðra veitingahúsa, verslana og listgallería.“ En hvað hefur Balí fram yfir aðrar eyjar? „Ég hef komið til margra frábærra eyja. Má þar nefna Mallorca, Ibiza, Kúbu, Tene rife, Lanzarote, La Palma og Gran Canaria og allar hafa þær margt til síns ágætis. Engin er þó að mínum dómi eins vel til þess fallin fyrir Íslendinga að njóta lífsins að vetrarlagi og Balí.“ Að sögn Örnólfs hefur Balí yfir sér meiri töfraljóma en flestir ef ekki allir áfangastaðir vestrænna ferðamanna nú á tímum. „Það er ekki að ástæðulausu. Þar er fá­ dæma stórbrotin náttúrufegurð. Upp úr eynni norðanverðri tróna tindar margra hárra eldfjalla og suðurhlíðarnar eru ristar giljum og skógi vöxnum gljúfrum með ám sem renna í fossum og flúðum. Þá úir þarna og grúir af ævaforn­ um hindúahofum sem eru enn í fullri notkun.“ Örnólfur telur ljúft viðmót og yndisþokka íbúa þó heilla fólk hvað mest. „Þar liggur held ég helsta ástæðan fyrir því hvað margir líkja Balí við para­ dís.“ En er þetta ekki svolítið langt að fara? „Jú, því er ekki að neita en á móti koma þau þægindi að hægt er að skrá farangurinn alla leið frá Keflavík til Balí og þá er sérlega gott að ferðast með Thai Air. Flestir ná því að sofna og hvíl­ ast svolítið. Á bakaleiðinni er svo boðið upp á tveggja daga stopp í Bangkok sem styttir heimflugið.“ Hvergi séð fólk jafn heillað Íslendingar eru í auknum mæli farnir að renna hýru auga til eyjunnar Balí í Indónesíu og leggja æ fleiri leið sína hálfa leið yfir hnöttinn til að njóta þar lífsins lystisemda. Í vetur mun ferðaskrifstofan Farvel í fyrsta skipti bjóða upp á tveggja mánaða vetrardvöl á eynni í samstarfi við hjónin Örnólf Árnason og Helgu E. Jónsdóttur. Að sögn Örnólfs hefur eyjan yfir sér meiri töfraljóma en flestir aðrir áfangastaðir. Örnólfur segir balí tilvalinn stað fyrir Íslendinga sem eru hættir að vinna að njóta lífsins að vetrarlagi. Ég hef hvergi verið þar sem gestkomandi fólk hefur orðið jafn heillað af landi og þjóð og á balí. Örnólfur Árnason • Tilbúið til matreiðslu eftir 3-4 mínútur • Afkastamikið og öflugt • Innbyggð vifta sem tryggir kolum súrefni • Tvöfaldur veggur - kemur í veg fyrir að ytra byrði hitni • Mjög góð hitastýring á kolum • Hægt að færa grillið til eftir þörfum meðan það er í notkun • Fitan lekur ekki á kolin • Auðvelt að þrífa - hægt að taka alveg í sundur • Má fara í uppþvottavél • Taska fylgir með SJÓÐHEITUR FÉLAGI Smágert grill - tilvalið í ferðalagið eða á svalirnar KOLAGRILL TILBÚIÐ Á 3 MÍNÚTUM Verð frá kr. 34.000,- m/vsk Til í dökkgráu...… ...og fleiri fallegum litum Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Það úir og grúir af ævafornum hindúahofum á balí sem enn eru í fullri notkun. ferðir Kynningarblað 7. maí 20162
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.