Fréttablaðið - 07.05.2016, Síða 41

Fréttablaðið - 07.05.2016, Síða 41
fólk kynningarblað Mér líður pínulítið eins og ég hafi tekið pásu frá lífinu. Sverrir Þór Sverrisson 7 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R Það hefur ekki borið mikið á Sveppa undanfarið. Hann er horf- inn úr sviðsljósinu í bili. „Mér finnst ágætt að hvíla mig aðeins á sviðsljósinu. Hér þekkir mig eng- inn,“ segir hann. Konu hans var boðið að stunda doktorsnám sitt í eitt ár við Santa Barb ara háskól- ann og þau ákváðu að slá til og flytja með fjölskylduna til Banda- ríkjanna. „Okkur fannst þetta mjög spennandi. Reyndar var heilmikið mál að útvega vísa fyrir alla fjölskylduna, finna skóla fyrir börnin og pakka niður. Við verðum hingað fram í miðjan ágúst en satt að segja hefðum við alveg verið til í að vera lengur. Fjölskyldan er mjög ánægð hér. Sjálfum finnst mér þetta alveg dásamlegt. Alltaf gott veður,“ segir Sveppi en hann hefur ekki séð sápuóperuna Santa Barbara og hafði aldrei komið á þessar slóðir áður. Skrifar handrit Þegar Sveppi er spurður hvort hann hafi nýtt tímann og farið í nám sjálfur, svarar hann því neit- andi. „Ég nenni ekki í eitthvert leiklistar nám og nám hefur aldrei hentað mér sérstaklega vel. Ég nýti tímann til að skrifa. Ég hef verið að skrifa handrit að sjón- varpsþætti fyrir Stöð 2 með fé- lögum mínum, Audda og Steinda. Einnig hef ég verið að vinna að teiknimyndaseríu um Sveppa, Villa og Góa ásamt Braga Þór Hin- rikssyni sem leikstýrði Sveppa- myndunum. Slíkir þættir eru langt ferli en við höfum verið mjög dug- legir að skrifa og undirbúa þætt- ina,“ segir Sveppi og bætir við: „Mér líður nú svolítið eins og ég sé búinn að vera í löngu og góðu sumar fríi og það er æðislegt.“ Grillað á Ströndinni Sveppi segir að Santa Barbara sé frábær bær. „Ég vissi ekkert um þennan bæ og hann hefur komið mér mikið á óvart. Hér er yndis- legt að vera og íbúarnir einstak- lega ljúfir og kurteisir. Ef það er eitthvað sem hefur komið mér rækilega á óvart er það hversu Kaninn er yndis legur. Það er virkilega skemmtilegt að búa hér. Maður var með fyrirfram mót- aðar hugmyndir um Ameríku en þær hafa breyst. Það er dásamleg Sveppi í hvíld frá SviðSljóSinu Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, og kona hans, Íris Ösp Bergþórsdóttir, rifu sig upp með þrjú börn sl. sumar og fluttu til Santa Barbara í Kaliforníu. Þar ætla þau að vera í eitt ár þar sem Íris stundar rannsóknir í doktorsnámi sínu í sálfræði. Sveppi og fjölskylda alsæl í Santa Barbara. Sumarsæla á hverjum degi og oft hægt að fara á ströndina til að grilla. MYND/BRAGI HINRIKSSON lífsreynsla að prófa að búa í öðru landi. Við erum til dæmis stutt frá ströndinni og þangað förum við oft og grillum sem er mjög skemmti- legt.“ Gaman að ferðaSt Sveppi á þrjú börn, Arnald Flóka, 4 ára, Bergþór Inga, 9 ára og Þór- dísi Kötlu, 12 ára. „Börnin kunnu ekki eitt orð í ensku þegar við komum hingað og við horfðum grátandi á eftir þeim í skólann. Nú eru þau öll orðin fljúgandi fær í málinu og mjög ánægð hérna. Það er gaman að fylgjast með þeim hér. Við höfum ferðast vítt og breitt um Kaliforníu. Fórum til San Francisco, Las Vegas og víðar. Við eigum kunningja í Los Angeles og höfum heimsótt þá. Auk þess höfum við farið í sveitirnar hér í kring en þar eru til dæmis margir litlir vínakr- ar og hægt að fara í vínsmakk hjá bændunum,“ segir Sveppi. „Maður getur farið í svona „si- deways“ ferð með börnin,“ segir hann og hlær. páSa frá lífinu „Ég á eftir að sakna veðursins hér þegar við snúum heim aftur,“ segir hann. „Núna er ég svona au pair hjá sjálfum mér. Mér finnst gaman að vera heima, elda góðan mat og mér finnst enn skemmti- legt að fara í Costco, Target og þessar búðir. Það er svo mikið úrval hér. Svo er miklu hag- stæðara að versla hér heldur en heima. Mörg góð veitingahús eru hér í kring, sum með mexíkósku ívafi. Við höfum borðað dálítið af fajitas og quesadillas. Krakk- arnir eru í skóla í göngufæri við heimilið okkar. Þau hafa eign- ast góða vini. Ef maður ætlar að flytja til Ameríku þá er eitt ár lágmark,“ segir Sveppi, reynsl- unni ríkari og bætir við: „Mér líður pínulítið eins og ég hafi tekið pásu frá lífinu.“ elin@365.is NÝTT LÍFRÆNT OFURFÆÐI Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. „Ég hef minnkað lyfin við sykursýki II um helming eftir að ég byrjaði að taka inn rauðrófuhylkin.“ Jóhannes S. Ólafsson útgerðarmaður og skipstjóri Lífrænt rauðrófuduft í hylkjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.