Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 42

Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 42
Ég sá hins vegar fljótt að þar er markaðurinn miklu stærri, samkeppnin er auðvitað harðari en mér fannst tækifærin og möguleik- arnir fleiri. Katrín Ýr Óskarsdóttir Katrín Ýr Óskarsdóttir söngkona segir að það sé mikil áskorun að flytja lög jafn frábærrar söng­ konu og Adele. Katrín flytur lög söngkonunnar á heiðurstónleik­ um Adele á Rosenberg í kvöld. Á tónleikunum verða lögin flutt í „unplugged“ stíl en með Katrínu í kvöld verða þeir Helgi Reynir Jónsson á gítar og Ólafur Ágúst Haraldsson á píanó. „Við ætlum að flytja lög af öllum þrem­ ur plötum Adele, þeim 19, 21 og 25, auk annarra laga frá tónleik­ um og öðrum flutningi hennar,“ segir Katrín. „Ég hef svo gaman af lögunum hennar en ég vinn við að syngja og syng því lögin hennar reglulega. Mig langaði að flytja önnur lög en hennar allra vinsælustu, þessi rólegri lög sem eru yfirleitt ekki tekin á böllum. Ég bjó mér því bara til afsökun til að geta flutt þau á tónleikum. Mér finnst líka gaman að Adele sem persónu, hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega og ég geri það ekki heldur,“ segir hún og hlær. Ílengdist Í london Katrín hefur búið í London undan farin tíu ár og starfar þar sem söngkona. Hún syngur mikið við hina ýmsu viðburði eins og fyrirtækjapartí, afmæli og brúð­ kaup auk þess að kenna söng. „Ég fór út til að læra söng og fór í The Institute of Contemporary Music Performance. Upphaflega fór ég í eins árs nám en þegar ég klár­ aði það ákvað ég að halda áfram og fór í þriggja ára nám og nældi mér í gráðu, Bachelor of Music. Þegar því var lokið var mér boðið að kenna við skólann sem ég þáði. Þannig að ég ílengdist í London og hef haft nóg að gera þar við að spila og syngja með alls konar fólki.“ Þrátt fyrir að hafa nóg að gera úti langar Katrínu að geta spilað meira hér heima. „Ég vildi helst geta verið í fleiri verkefnum hér og það lítur út fyrir að það sé að aukast. Ég gaf út lag í nóvember og var með tónleika þá. Svo var ég að gefa út þriggja laga smá­ skífu í vikunni sem verður til sölu á tónleikunum í kvöld og verður vonandi aðgengileg á tonlist.is og iTunes í næstu viku,“ útskýr­ ir hún. Lögin á plötunni eru mjög ólík og segir Katrín létt í bragði, að þar sé athyglisbresturinn mögu­ lega að segja til sín. „Þegar ég sem tónlist reyni ég markvisst að hafa ekki allt eins. Eitt lagið á plötunni er róleg ballaða, annað meira popp með sumarfíling en svo er síðasta lagið alveg í hina áttina, bara ég og píanó og smá strengir. Í því lagi fór ég út fyrir þægindarammann en ég geri lítið af því að semja svoleiðis tónlist, er meira í svona „heart break“ eða „förum að djamma“ lögum.“ samdi fyrir rappara Katrín fór fyrst að semja tón­ list fyrir um tíu árum og nefnir hlæjandi að hún hafi byrjað á því að semja viðlög fyrir rappara. „Þegar ég byrjaði í skólanum var lagasmíði eitt af fögunum sem ég þurfti að taka. Mér fannst það mikil pressa að þurfa að semja lög en kennararnir hjálpuðu mér að sjá að ég gæti samið tón­ list. Síðan hef ég verið beðin um að semja fyrir aðra, fyrir bæði stærri og minni listamenn sem stundum nota lögin mín en stund­ um ekki. Ég hef verið heppin og unnið með mörgu ólíku fólki.“ Tækifærin fyrir söngvara eru mörg í London að sögn Katrín­ ar. Hún hefur sungið alla ævi en segist ekki hafa séð að söngurinn gæti orðið hennar aðalatvinna fyrr en hún flutti til stórborgar­ innar. „Þegar ég flutti til London fór ég út með engar væntingar og vissi ekki við hverju ég ætti að búast. Ég sá hins vegar fljótt að þar er markaðurinn miklu stærri, samkeppnin er auð vitað harðari en mér fannst tæki­ færin og möguleikarnir fleiri,“ segir Katrín sem hyggst gefa út heila plötu fljótlega. „Ég geri lítið annað en að vinna í tónlist. Ég er að semja meira efni úti og hef aðeins verið að kíkja í stúd­ íó. Draumurinn er svo að vinna meira heima og jafnvel að kom­ ast inn á Airwaves, klára plötu og vinna með fleira fólki.“ Þeir sem vilja sjá meira af Katrínu Ýri geta fundið hana á helstu sam- félagsmiðlum undir nafninu Intro- ducing Kat. lÍfið snýst bara um tónlist Katrín Ýr hefur búið í London í áratug og starfar þar sem söngkona auk þess að kenna söng. Í vikunni kom út þriggja laga smáskífa frá henni en lögin á plötunni samdi hún sjálf. Í kvöld heldur hún Adele-heiðurstónleika á Rosenberg. Katrín Ýr heldur tónleika á Rosenberg í kvöld þar sem hún syngur lög Adele. Með henni verður gítarleikarinn Helgi Reynir Jónsson og Ólafur Ágúst Haraldsson sem leikur á píanó. MYND/STEFÁN Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi * Skv. verðskrá levi.com og gengistöflu Íslandsbanka 4.05.16 TAPERED frá kr. 14.990 Rúmar að ofan Þrengjast niður Létt teygja Verð í Danmörku frá kr. 16.983* Verð í Bretlandi frá kr. 14.172* 520 Menningarhúsin í Kópavogi hafa skipst á að standa fyrir fjölskyldustundum á laugar­ dögum í vetur. Í dag er komið að Náttúrufræði stofunni og er ætlunin að beina sjónum að far­ fuglunum, hinum afar marg­ breytilegu vorboðum. Klukkan 13.15 verður haldið stutt erindi um fuglana í Safnahússkórnum að Hamraborg 6a en síðan verð­ ur farið niður í Kópavog þar sem gestum gefst kostur á að skoða fuglana. Gera má ráð fyrir að mæting þar sé um kl. 14.00. Sjón­ aukar verða á staðnum sem gest­ ir geta fengið að nota en einnig er gott að koma með eigin græjur, sjónauka og fuglabækur. Starfs­ menn Náttúrufræðistofu verða við voginn til kl. 16.00, neðan við Kópavogshælið. Fjölskyldustund við Fuglaskoðun í kópavogi Fuglaskoðunin fer fram fyrir neðan Kópavogshælið klukkan 14. 7 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R2 F ó L k ∙ k y n n i n G a R b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a R b L a ð ∙ h e L G i n
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.