Fréttablaðið - 07.05.2016, Page 46

Fréttablaðið - 07.05.2016, Page 46
Hallgerður langbrók, Gunnlaugur ormstunga, Víga-Glúmur, Harald- ur hárfagri, Njáll, Gunnar, Leif- ur heppni og fjöldi annarra vel þekktra persóna úr Íslendingasög- unum koma saman í leiksýning- unni Icelandic Sagas: The Greatest Hits. Sýningin er á ensku og stíluð á erlenda ferðamenn þó Íslending- ar geti haft alveg jafn gaman af. „Hugmyndin vaknaði þegar ég var að vinna sem leiðsögu- maður í Þríhnúkagígum á sumr- in. Nánast daglega var ég spurð hvað væri hægt að gera í Reykja- vík annað en að fara út að borða og detta í það. Mér fannst ósköp lítið af föstum liðum sem ég gæti bent á,“ segir leikkonan Lilja Nótt sem gekk lengi með það í magan- um að vinna með Íslendingasög- urnar. „Ég er alin upp við þessar sögur og raunar algert nörd. Ég vann síðan með Ólafi Egilssyni í Gerplu og vissi því að þar ætti ég nördafélaga,“ segir Lilja Nótt. Þau settu saman hugmyndina að sýningunni, fengu Jóhann G. Jóhanns- son leikara með sér í lið og hafa unnið að verkefninu síðan í nóvem- ber. „Við byrjuð- um á því að lesa allar sögurnar en við skiptum þeim á milli okkar. Við fundum strax að sumar eru mjög góðar og aðrar síðri. Því var ákveðið að nokkrar fengju gott pláss en aðrar ekki nema eina til tvær setningar,“ segir Lilja Nótt. Njála fær þannig langstærsta plássið en Egla, Laxdæla og fleiri fá góða um- fjöllun. „Fyrsta handritið okkar var 114 blaðsíð- ur sem hefði verið efni í sjö tíma sýningu. Við höfum því skorið mikið niður og fórnað mörgum gull- molum,“ segir Lilja Nótt glettin og bætir við að kannski verði í framtíðinni boðið upp á svokallað „directors cut“. Lilja Nótt og Jóhann sjá um að leika öll hlutverkin en Ólafur er leikstjóri. Þórunn Sveinsdóttir sá um búninga og leikmynd. „Við erum í afar fallegum víkingaföt- um en vippum á okkur skikkjum og hárkollum eftir því sem við á.“ Sýningin fer fram í Norður- ljósasal Hörpu. „Við höfðum samband við Hörpu til að athuga hvort áhugi væri fyrir svona sýn- ingu og var afar vel tekið enda er fremur lítið um að vera í húsinu á sumrin,“ segir Lilja Nótt og telur líklegt að töluverð eftirspurn sé eftir sýningu á borð við þessa um þessar mundir. Salurinn verður settur upp í baðstofustíl þannig að sviðið er í rennu á miðjunni og áhorfend- ur sitja báðum megin við það. „Við leikum þannig í 360 gráður,“ segir Lilja Nótt en mikil áhersla er lögð á háð og grín í sýning- unni. „Við drögum bæði okkur og sögurnar sundur og saman í háði og kynnum þær í leiðinni.“ Frumsýning verksins var á miðvikudaginn var en sýningar eru áætlaðar fram að áramótum hið minnsta. „Við hugsum þetta sem langtímaverkefni enda er það góða við að vera með sýn- ingu fyrir ferðamenn að maður er alltaf með nýja áhorfendur,“ segir hún glaðlega og bendir áhugasömum á upplýsingar um sýninguna á Facebook og vefn- um harpa.is. ÍSLENDINGASÖGURNAR Á 75 MÍNÚTUM Icelandic Sagas: The Greatest Hits in 75 Minutes er glæný sýning sem frumsýnd var í Hörpu í vikunni. Þar segja þau Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson allar fjörutíu Íslendingasögurnar á 75 mínútum. Lilja Nótt og Jóhann leika öll hlutverkin. Sýningarnar eru áætlaðar fram að áramótum hið minnsta. MYND/VILHELM Njála fær langstærsta plássið en Egla, Laxdæla og fleiri fá góða umfjöllun. Pantaðu á www.curvy.is eða kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9 Opið Alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16 NÝ SENDING MEÐ FALLEGUM KJÓLUM Fákafeni 9, 108 RVK Sími 581-1552 | www.curvy.is SKOÐAÐU ÚRVALIÐ EÐA PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 Alla virka daga frá kl.11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 7 . M A Í 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R6 F Ó L K ∙ K Y N N I N G A R B L A Ð ∙ X X X X X X X XF Ó L K ∙ K Y N I N G A R B L A Ð ∙ H E L G I N
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.