Fréttablaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 48
| ATVINNA | 7. maí 2016 LAUGARDAGUR2
www.landsvirkjun.is
Okkur vantar kraftmikinn og hugmyndaríkan starfsmann í innkaup
sem hefur áhuga á tölum og mannlegum samskiptum. Viðkomandi er
sérfræðingur og hluti af öflugu teymi innkaupadeildar sem er að vinna í
fjölbreyttum og fjölþjóðlegum krefjandi verkefnum á sviði innkaupa þvert
á fyrirtækið. Verkefnin eru meðal annars ráðgjöf varðandi innkaup og
samningsgerð ásamt greiningu og miðlun tölfræðigagna.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af innkaupum er kostur
• Hæfni til að vinna með tölur
• Frumkvæði í starfi, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
• Lipurð í mannlegum samskiptum og vinna vel í hóp
Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafn launa
úttekt PwC, sem stað festir að fyrirtækið
greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir
sömu eða jafnverðmæt störf.
Við leitum að talnaglöggum
sérfræðingi í innkaupum
Sótt er um starfið á vef Capacent, nánari upplýsingar um starfið veita Auður Bjarnadóttir
hjá Capacent (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Þóra María Guðjónsdóttir á starfs
mannasviði Landsvirkjunar (thora.maria.gudjonsdottir@landsvirkjun.is).
Umsóknarfrestur er til og með 22. maí.
Landsvirkjun hvetur konur
jafnt sem karla til að sækja
um starfið.
Matráð vantar í Húnavallaskóla, Húnavatnshreppi,
Austur-Húnavatnssýslu. Leitað er eftir einstaklingi
sem er lipur og sveigjanlegur í samskiptum og hefur
skipulagshæfni og getur unnið sjálstætt. Um er að ræða
100% starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi
stéttarfélag
Helstu verkefni matráðs eru: annast matseld í skólanum
á skólatíma, sjá um innkaup á hráefni annast eftirlit með
kostnaði, gerð matseðla ofl.
Húnavallaskóli leggur áherslu á að bjóða upp á hollan
mat unninn frá grunni í skólanum. Í samræmi við
jafnréttisstefnu Húnavatnshrepps eru karlar jafnt
sem konur hvött til að sækja um starfið. Æskilegt er
að umsækjandi hafi menntun og/eða reynslu á sviði
matargerðar.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. ágúst nk.
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2016. Umsóknum
skal skilað á netfangið skolastjori@hunavallaskoli.is eða
á skrifstofu sveitarfélagsins:
Húnavatnshreppur, Húnavöllum, 541 Blönduós
Nánari upplýsingar veitir Sigríður B. Aadnegard,
skólastjóri í síma 452 4370 eða 847 2664.
Húnavatnshreppur
hunavatnshreppur.is
Matráður í mötuneyti
Húnavallaskóla
Húnavatnshreppur óskar eftir að ráða matráð í mötuneyti Húnavallaskóla
Bender ehf (AJ Vörulistinn) auglýsir efir starfsfólki í fullt
starf í sölu og þjónustu.
Helstu verkefni:
• Sala, ráðgjöf og þjónusta
• Tilboðsgerð
• Eftirfylgni og öflun nýrra viðskiptavina
• Þýðingar og viðhald vefverslunar
Hæfniskröfur:
• Þjónustulund, jákvæðni og góð hæfni í mannlegum
samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæði
• Stundvísi, reglusemi og áreiðanleiki
• Góð tölvukunnátta og skipulögð vinnubrögð
• Góð tungumálakunnátta (íslenska og enska eru æskileg.
Norðurlandamál er kostur).
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi um það hvernig
hæfni þín og reynsla nýtist í starfi sendist fyrir 16. maí nk. á
jon@bender.is Allar frekari upplýsingar um fyrirtækið er að
finna á www.ajvorulistinn.is
Bender ehf er umboðsaðili AJ Vörulistans, SuperSellerS,
Vega og ProFlow. Bender ehf er póst- og netverslun sem
leitast við að bjóða góða þjónustu og fjölbreytt vöruúrval
fyrir skrifstofur, skóla, bókasöfn, verslanir, iðnað, vöruhús,
hótel og veitingastaði.