Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 52

Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 52
| ATVINNA | 7. maí 2016 LAUGARDAGUR6 Skóla- og frístundasvið Kennarastöður við Árbæjarskóla Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Lausar eru eftirtaldar kennarastöður skólaárið 2016 – 2017 • Stærðfræðikennari í 5. – 10. bekk / Umsjónarkennari á miðstigi • Íþróttakennari • Tónmenntakennari Umsóknarfrestur er til 17. maí 2016. Sótt er um ofangreind störf á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is, undir „Laus störf“. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Sæberg, skólastjóri, í síma 4117700 og tölvupósti thorsteinn.saeberg@reykjavik.is Árbæjarskóli er einn stærsti grunnskóli landsins, staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins. Árbæjarskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk og eru nemendur um 630 talsins. Skólinn er safnskóli á unglingastigi, en til náms í 8. bekk koma saman nemendur þriggja skóla, Árbæjarskóla, Ártúnsskóla og Selásskóla. Starfsmenn skólans eru um 90 sem sinna mismunandi stöfum í þágu nemenda. Nánari upplýsingar á rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Hæfnikröfur ● Fáguð framkoma, jákvæðni, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. ● Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi. ● Öguð og skipulögð vinnubrögð ásamt hæfileika til að vinna undir álagi. ● Góð íslensku- og enskukunnátta. Önnur tungumálakunnátta kostur. ● Stúdentspróf eða sambærileg menntun. ● Góð almenn tölvukunnátta. Reynsla af sambærilegum störfum er kostur, en ekki skilyrði. Frekari upplýsingar um störfin veitir Inga Hanna Guðmundsdóttir starfsmannastjóri RSK í síma 442 1151. Umsókn skal fylla út á vefslóðinni rsk.is/starf og skal ferilskrá einnig fylgja með í viðhengi til að umsókn teljist fullnægjandi. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2016. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendum sem uppfylla hæfnikröfur og senda fullnægjandi gögn með umsókn verður boðið að kynna sig í 5 mínútur fyrir starfsmannastjóra og hópstjóra eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Mun framkoma og frammistaða í þeirri kynningu auk innsendra gagna verða ráðandi um hverjir verða boðaðir í hefðbundin atvinnuviðtöl. Umsóknir gilda í 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við SFR. Ríkisskattstjóri annast álagningu opinberra gjalda og annarra skatta, skatteftirlit og heldur lögbundnar skrár. Að auki er embættinu falið að sinna ýmsum sérverkefnum til lengri eða skemmri tíma, nú síðast leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána og ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Meginstefna RSK í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu á milli stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli og unnið er eftir gildunum: Fagmennska - Jákvæðni - Samvinna. Hefur þú ríka þjónustulund? Störf í afgreiðslu á Laugavegi 166 Nú er tækifæri fyrir öfluga og jákvæða einstaklinga að ganga til liðs við ríkisskattstjóra því störf í afgreiðslu á Laugavegi 166 eru laus til umsóknar. Helstu verkefni eru móttaka viðskiptavina, upplýsingamiðlun, móttaka og afhending gagna og leiðbeiningar um ýmis skattamál, fyrirtækja- og ársreikningaskrá. Meiraprófsbílstjóri óskast í sumarstarf AÐFÖNG óska eftir meiraprófsbílstjóra í sumarstarf. Viðkomandi þarf að hafa próf á vörubifreið með eftirvagn. Unnið er á vöktum við útkeyrslu á vörum í verslanir Haga. Sækja skal um starfið á www.adfong.is Óskað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn. Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða í eftirfarandi störf fyrir næsta skólaár. • Enskukennari • Spænskukennari • Stærðfræðikennari • Eðlisfræðikennari Hæfniskröfur: • Háskólapróf í viðkomandi greinum. • Reynsla af kennslu á framhaldsskólastigi æskileg. • Hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum: • Góða vinnuaðstöðu. • Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Þorkell Diego yfirkennari, thorkell@verslo.is eða í síma 5 900 600. Umsóknarfrestur er til 10. maí og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík eða á netfangið thorkell@verslo.is. Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1250 nemendur. Skólinn er bekkjarskóli en nemendur ljúka prófum í viðkomandi námsáfanga um jól og vor. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Einnig býður Verzlunarskólinn upp á fjarnám. Verzlunarskólinn er mjög tæknivæddur og er aðstaða til náms og kennslu öll hin besta. Ef þú ert með rétta starfið — erum við með réttu manneskjuna www.capacent.is Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónu lega ráðgjöf.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.