Fréttablaðið - 07.05.2016, Page 63
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 7. maí 2016 17
STARFSMAÐUR Á ÞJÓNUSTUSTÖÐ
Jarðboranir hf. óska eftir starfsmanni á Þjónustustöð félagsins.
Meðal verkefna er vinna á vörulager, þungautningar auk almennrar
þjónustu við bora félagsins.
Hæfniskröfur
• Stóru vinnuvélaréttindin
• Aukin ökuréttindi
• Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
• Góð almenn tölvukunnátta
Upplýsingar um starð veitir Tor Pálsson, starfsmannastjóri í
síma 585-5290 eða torp@jardboranir.is. Sækja skal um starð
á www.jardboranir.is fyrir 16. maí næstkomandi.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Laust er til umsóknar starf skipulags- og umhverfisfull-
trúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 100% starf. Leitað
er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verk-
efnum í skipulags- og umhverfismálum sveitarfélagsins.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Skipulagsgerð og útgáfa framkvæmdaleyfa.
• Gerð starfs- rekstrar, og framkvæmdaáætlana fyrir þá málaflokka sem undir hann heyra.
• Umsjón með umhverfis- og hreinlætismálum sveitarfélagsins.
• Umsjón með náttúruverndarmálum í sveitarfélaginu.
Almennt stjórnunarsvið:
Skipulags- og umhverfisfulltrúi starfar í samræmi við lög
og reglugerðir sem gilda um skipulags- og umhverfis-
mál sveitarfélaga. Einnig eftir lögum er varða opinbera
þjónustu og stjórnsýslu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og viðeigandi réttindi til að annast skipulagsgerð skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
er skilyrði.
• Þekking og reynsla af skipulags- og umhverfismálum er æskileg.
• Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana er æskileg.
• Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi er kostur.
• Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Kjör:
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum
viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur um starf skipulags- og umhverfisfull-
trúa Hvalfjarðarsveitar er til og með 22. maí nk.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningar-
bréf. Umsóknir skulu vera skriflegar og skal senda þær til
skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða
á netfangið hvalfjardarsveit@ hvalfjardarsveit.is.
Öllum umsóknum verður svarað skriflega.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli Þórðarson,
sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu
skuli@hvalfjardarsveit.is