Fréttablaðið - 07.05.2016, Page 84
Hvað þú ert með í ferðatösk-
unni getur sagt heilmikið um hver
þú ert. Ný rannsókn sem gerð
var af Low Cost Holiday sýnir að
sumir hlutir sem fólk getur ekki
verið án í fríinu tengjast því hvað-
an það kemur. Það er ekki bara
sólarvörn og bikiní sem er nauð-
synlegt að taka með sér. Miklu
frekar er það eitthvað sem við
borðum reglulega heima hjá
okkur.
Könnunin var gerð meðal 7.500
farþega frá 30 löndum. Þeir voru
spurðir um venjur á ferðalögum.
Englendingar taka með sér tepoka
í ferðalagið. Finnar vilja ekki vera
án saltlakkríss og Svíar fara ekk-
ert nema taka snúsið með. Í ferða-
töskum Þjóðverja er hins vegar
ekki að finna pylsur heldur Ha-
ribo sælgæti. Danir taka með sér
lifrar kæfu til annarra landa, jafn-
vel rúgbrauð líka.
Svisslendingar taka ekki mat
með sér heldur svissneskan vasa-
hníf og þótt kínversk veitingahús
séu um allan heim þá taka Kín-
verjar núðlur með sér til annarra
landa. Bandaríkjamenn taka sal-
ernispappír með sér og Nýsjá-
lendingar tómatsósu. Kanada-
menn fara ekkert án þess að hafa
„clamato“ sem er einhvers konar
kryddaður tómatdjús. Íslendingar
voru ekki með í þessari könnun en
vitað er að margir hafa þeir farið
með saltfisk eða annan íslenskan
mat með sér til Spánar.
HVAÐ ER Í FERÐATÖSKUNNI?
Vorið og sumarið eru tími fjöl
breyttra matarhátíða í Evrópu
og fjörið byrjar strax í maí. Um
helgina fer stærsta matarvagnahá
tíð heims fram í Brussel í Belgíu.
Á hátíðinni, sem heitir Brussels
Food Truck Festival, munu rúm
lega 120 matarvagnar bjóða upp á
fjölbreyttan mat frá öllum heims
hornum.
Eat Cambridge hefur verið hald
in árlega í Cambridge í Englandi
síðan 2013. Hátíðin stendur yfir í
tvær vikur og hefst í dag. Þar er
lögð áhersla á að kynna fjölbreytt
matvæli úr héraðinu og áhersla
lögð á smærri framleiðendur.
Dagana 12. til 16. maí verður
matarhátíðin The Weekend of the
Rolling Kitchens haldin í Amster
dam í Hollandi. Þar safnast saman
tugir matarvagna í Westergas
fabriek, sem er gömul gasverk
smiðja sem í dag er nýtt undir
ýmsa viðburði. Áhersla er lögð á
fjölbreyttan mat frá ólíkum lönd
um álfunnar og gott verð, enda
er hátíðin jafnan vel sótt meðal
heimamanna og ferðalanga.
Matarhátíðin Leeds Indie Food
tekur Leedsborg í Englandi yfir
dagana 12. til 30. maí en þetta er
annað árið í röð sem hátíðin er
haldin. Dagskrá hátíðarinnar er
mjög fjölbreytt og fer fram á veit
ingahúsum og torgum borgarinn
ar auk þess sem fjölmargir matar
tengdir fyrirlestrar og viðburðir
fara fram víða um borgina.
Matarhátíðir
fram undan
Stærsta sýning sem haldin hefur
verið á verkum graffítilista
mannsins Banksys verður opnuð
í Róm á Ítalíu síðar í mánuðinum.
Listasafnið Fondazione Roma
ArteMus ei, sem er í miðri borg
inni, verður heimili 150 teikn
inga listamannsins frá 24. maí til
9. september og verða þær hluti af
nýrri sýningu sem kallast Stríð,
markaðshyggja og frelsi.
Verk Banksys munu hanga á
meðal verka annarra götulista
manna á sýningunni og hafa
þau öll verið staðfest sem frumein
tök. Verkin hafa verið lánuð safn
inu frá einkasöfnurum víða um
heim. Sýningin er sögð kosta um
eina milljón evra eða rúmlega 140
milljónir íslenskra króna.
Verk Banskys, sem eru yfir
leitt háðsk ádeila á samfélagið,
hafa komið fram á veggjum, götum
og brúm borga um allan heim.
Kvikmyndastjörnur og kóngafólk
hafa falast eftir verkum hans en
aldrei hefur því verið ljóstrað upp
hver listamaðurinn er.
Banksy í Róm
Sidewinder árg. 2017
www.yamaha.is Arctic Trucks
Kletthálsi 3
110 Reykjavík
Sími 540 4900
NÝR byltingarkenndur vélsleði frá Yamaha:
Turbo frá verksmiðju!
• 2 ára ábyrgð
• 180 hestöfl sem skila sér strax!
• Fáanlegur í sex mismunandi útfærslum.
• Fox fjöðrun
• Camoplast® belti
Verðlistaverð frá kr.
3.090.000,-
250.000
FORKAUPSTILBOÐ
til 25. maí*
króna afsláttur
frá verðlista
TURBO
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
*Sleðar seldir á forkaupstilboði afhendast haustið 2016
FERÐIR Kynningarblað
7. maí 20168