Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 100

Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 100
Það er bjart yfir Þeirri tónlist, enda verkið samið til dýrðar guði. Bækur Aukaverkanir HHHHH Ólafur Haukur Símonarson Sögur útgáfa Kápa og umbrot: Guðjón Ingi Hauksson 187 blaðsíður Prentun: Prentsmiðjan Oddi Njáll er 48 ára heimilislæknir sem er orðinn leiður á öllu. Hann er van- máttugur gagnvart sjúklingunum sínum og getur hvorki sinnt þeim sem skyldi né sýnt þeim áhuga, börnin hans á unglingsaldri eru ókunnugt fólk sem hann sér stundum á matmálstímum, ko n a n h a n s e r önnum kafinn lista- maður sem hefur mun meiri ástríðu fyrir starfi sínu en hjónabandi þeirra og aldraðir for- eldrar hans eru uppteknir af eigin lífi og uppgjörum. H a n n g e g n i r skyldum sínum við allt þetta fólk en ekki mikið meira og finnur t ó m l e i k a n n aukast dag frá degi. Njáll er að mörgu leyti d æ m i g e r ð s t a ð a l my n d af íslenskum k a r l m a n n i á m i ð j u m aldri (en hugarástandi þeirra og vandamálum hafa verið gerð nokkuð góð skil undanfarið, bæði í kvikmyndum og bókum) sem vaknar upp einn góðan veðurdag í lífi sem hann valdi sér eða valdist á hann og finnur ekki neitt í því sem ætti að færa honum gleði. Breyt- ingar sem hann hefur hvorki vald yfir né vilja til að takast á við hrista upp í kyrrstöðunni, fyrr en varir er hann kominn inn í atburðarás sem hann ræður ekkert við og við sjáum hvernig líf hans hefur í raun verið að liðast sundur í mörg ár, hvernig atburðir úr bernsku sem aldrei er talað um hafa áhrif alla ævi og hvernig aukaverkanirnar af því að vera manneskja með öllum þeim til- finningum og átökum sem því fylgja hafa áhrif og afleiðingar, þrátt fyrir allt sem fólk gerir til að reyna að sleppa því að horfast í augu við þær. Þetta er saga af Íslandi í dag, venjulegu fólki sem á við venjuleg vandamál að etja. Fólkið er kannski stundum of venjulegt, nálgast það að vera staðalmyndir og má þar nefna konu Njáls, leikhússkáldið Hildi, og drykkfellda æskuvininn Jolla. Sálfræðingurinn sem kemur eins og frelsandi engill inn í líf Njáls er eiginlega frekar ógnvekjandi þegar upp er staðið og fer svo langt út yfir starfssvið sitt að það hlýtur að vera í andstöðu við einhverjar reglur um slík samskipti en það má líka líta á samband þeirra sem myndhverfingu um það kraftaverk sem getur gerst í lífi þess sem leitar sér aðstoðar í vanlíðan sinni frekar en að láta bugast. Því þessi b ó k e r h v a t n i n g t i l f ó l k s til að leita sér hjálpar frekar en að fá hjartaáfall eða fyrirfara s é r þ e g a r h e i m u r - inn virðist vera orðinn ó m ö g u l e g u r staður og öll sund lokuð. Bókin fjallar líka um nauð- synlegar og oft sársaukafullar breytingar, þegar eitthvað hefur liðið undir lok en þrjóskast við að halda áfram í óþökk allra og hvað það er nauð- synlegt stundum að sleppa takinu, leyfa lífinu að fara sína leið og sjá hvaða gjafir það hefur í för með sér. Ólafur Haukur Símonarson er landsþekktur höfundur leikrita, ljóða og skáldverka og kann flestum betur að skrifa skemmtilegan texta sem rennur áreynslulaust eins og vatn inn í lesandann. Þessi bók er hin ágætasta afþreying og efnistök- in vekja til umhugsunar um hvað það er að vera manneskja og hvað það er sem fólk raunverulega þarf þegar öllu er á botninn hvolft. Brynhildur Björnsdóttir NiðurStAðA: Ljúflæsileg saga um það að vera manneskja, með öllum aukaverkununum sem það hefur í för með sér. Aukaverkanir af tilverunni GRÓFMAL AÐ K AFF I F YR IR PRESSUKÖNNUNA GÓ ÐAR STUNDIR GER AST HÆGT NÝTT Merrild pressukönnukaffi Sérstaklega malað fyrir pressukönnur en hentar einnig fyrir uppáhellingu. Ljúffengt kaffi úr 100% lífrænum Arabica kaffibaunum. Baunirnar eru ræktaðar á sjálfbæran hátt á mið- og suður-amerísku hálendi. Þær eru meðalbrenndar og gefa ljúfan og jafnan keim. Það er dálítið sérstakt að smala kórum saman til að halda stórtón-leika, við höfum ekki verið mikið í því en það er skemmtilegt. Þetta gæti verið liður í samstarfi sókna, ég held að hún Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti í Fella- og Hólakirkju, hafi átt frumkvæði að því. Hún kom líka með Óperukór Mosfellsbæjar inn í þetta, Julian Hewlett stjórnar honum, og fjórði kórinn er Vox populi, sem Hilmar Örn Agnarsson stjórnar,“ segir Hákon Leifsson, stjórnandi kórs Grafarvogskirkju. Hann lýkur lofsorði á söngkonur tvær sem sjá um einsönginn á tónleikunum, Kristínu R. Sigurðardóttur og Sig- ríði Ósk Kristjánsdóttur. „Kristín er með afar fallega rödd og hefur allt í þetta og sama er að segja um Sigríði Ósk, hún er alveg dásamleg.“ Það eru þrjú verk sem kórarnir flytja og Hákon segir þau öll mjög áheyrileg. „Kórverkin eru gerólík en mynda fallega heild,“ segir hann og lýsir þeim nánar. „Eitt þeirra er sálumessa eftir breska tónskáldið John Rutter, hann er svona hluti af elítunni í Bretlandi og samdi þessa sálumessu árið 1985. Hún er undur- fögur enda hefur hún heillað áheyr- endur hvarvetna. Hún er söngvæn og líka mjög aðgengileg fyrir fólk að hlusta á ef það kann að meta klass- íska tónlist á annað borð.“ Annað glæsiverk tónlistarsögunn- ar sem kórarnir flytja er hin fræga Gloria eftir Antonio Vivaldi sem var samin á barokktímanum snemma á átjándu öld. „Það er bjart yfir þeirri tónlist, enda verkið samið til dýrðar guði,“ segir Hákon og nefnir þriðja verkið: „Það er Amore Mio eftir Julian M. Hewlett kórstjórnanda, sönglagaflokkur á ítölsku í fjórum þáttum, fluttur af Kristínu R. Sigurð- ardóttur og sönghópnum Boudoir.“ Hákon tekur fram að félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leiki undir ásamt Arnhildi og konsert- meistari sé Auður Hafsteinsdóttir. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í dag og miðaverð er 3.500 krónur. gun@frettabladid.is Gerólík verk en mynda fallega heild fjórir kórar taka höndum saman og flytja kórverk í grafar- vogskirkju í dag, ásamt félögum úr sinfó og söngkonunum kristínu r. sigurðardóttur og sigríði ósk kristjánsdóttur. Þrír af fjórum stjórnendum kóranna sem fram koma, þau Hákon Leifsson, Arnhildur Valgarðsdóttir og Julian Hewlett. Mynd/GuðSteinn Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Bjarni Bernharður Bjarnason opnar málverkasýningu í Borgar- bókasafninu/Menningarhúsi, Gerðubergi, í dag klukkan 14. Hún nefnist: Það skrjáfar í nýjum degi. Efnistökin í málverkum Bjarna Bernharðs spanna vítt svið en hafa þó öll í sér þræði abstraktsjónar. Verk hans eru tilfinningarík og kröftug og tærleiki litanna nýtur sín í afmörkuðum litaflötum. Honum hefur tekist að finna sjálfan sig í málverkinu og bera verkin sterk persónueinkenni. – gun Skrjáfar í nýjum degi 7 . m A í 2 0 1 6 L A u G A r D A G u r52 m e N N i N G ∙ F r É t t A B L A ð i ð menning
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.