Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 8
Rekstrarland er hluti af Olís NILFISK VINNUR VERKIÐ Á METHRAÐA Nilfisk fæst í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10 og hjá útibúum Olís um land allt. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17.Nilfisk háþrýstidælur eru til í ýmsum stærðum og styrkleikum jafnt fyrir heimili sem til iðnaðar- og fyrirtækjanota. Með öflugri háþrýstidælu vinnur þú verk á svipstundu sem annars tæki mun lengri tíma. STJÓRNMÁL „Það er engin launung á því að við Sjálfstæðismenn í Eyjum erum mjög ósátt við framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosn- inganna,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum, um oddvita flokksins í Suðurkjördæmi, Pál Magnússon. Jarl segir Pál launa illa þá vinnu sem hann sjálfur og margir Sjálfstæðismenn lögðu á sig fyrir Pál og flokkinn í aðdraganda síðustu þingkosninga. Klofningsframboð úr Sjálf- stæðisflokknum, Fyrir Heimaey, vann góðan sigur í kosning- unum, fékk þrjá menn kjörna og myndaði nýjan meirihluta með Eyjalistanum en Sjálf- stæðismenn töpuðu meiri- hluta sem þeir hafa haft undanfarin tólf ár og fengu einnig þrjá menn kjörna. Vináttusamband er milli Páls og Írisar Róbertsdóttur, oddvita k l o f n i n g s f r a m - boðsins og nýs bæjarstjóra í Vest- m a n n a e y j u m . Þau hafa verið samherjar í pólitík um árabil og hafa til dæmis lengi setið saman í stjórn ÍBV. Íris studdi Pál dyggilega í prófkjöri Sjálf- stæðismanna fyrir síðustu þing- kosningar og þótt Páll hafi ekki stutt klofningsframboð Írisar opinberlega eru viðmælendur Fréttablaðsins í flokknum á einu máli um að hann stóð með Írisi og félögum hennar í baráttunni og veitti framboði Sjálfstæðisflokksins í Eyjum engan stuðning. Einn viðmælandi blaðsins bendir á hve mjótt hafi verið á munum milli flokksins og klofningsframboðsins og því hafi atkvæði Páls sjálfs og hans nánustu í raun gert útslagið og meiri- hluti flokksins fallið á atkvæðum þeirra. Annar viðmælandi blaðsins telur einsýnt að Páll muni aldrei aftur sigra í prófkjöri fyrir flokkinn í kjör- dæminu. Þessi afstaða tilheyrir ekki eingöngu Eyjamönnum heldur hafi sveitarstjórnarmenn flokksins um allt kjördæmið snúið baki við Páli. Samherjar Páls í Sjálfstæðisflokkn- um, þeir Janus Arn Guðmundsson og Þengill Björnsson, munu einnig hafa beitt sér óformlega fyrir klofn- ingsframboðið. Þeir unnu báðir með Páli í aðdraganda síðustu alþingis- kosninga og Janus í framhaldinu sem kosningastjóri flokksins í kjör- dæminu. Nokkurs titrings gætir í Valhöll vegna málsins en Janus og Þengill sitja báðir í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Janus er nýráðinn fram- kvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Til eru þeir í for- ystu flokksins sem vilja helst losna við þá Janus og Þengil úr flokknum enda þrífist þeir á innanflokksátök- um og margir telja fráleitt að þeir geti setið í trúnaðarstöðum fyrir flokkinn og um leið beitt sér gegn flokknum í kosningum. Hins vegar eru þeir sem vilja ekki þann óvinafögnuð að taka hart á þeim sem beita sér gegn flokknum. Elliði Vignisson, fráfarandi bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Bjarna Benediktssonar á formanns- stóli, hann hefur einnig íhugað að hella sér út í landsmálin og vitað er að hann lá undir feldi fyrir síðustu þingkosningar. Gæfi Elliði kost á sér í landsmálin má gera ráð fyrir að hann etji kappi við Pál sem er odd- viti flokksins í kjördæminu og í því ljósi má halda því fram að Páll hafi hagsmuni af því að koma Elliða á kné áður en hann nær of langt. Árangur- inn kann hins vegar að vera of dýru verði keyptur ef orðspor Páls sjálfs í kjördæminu fylgir með. Sjá nánar á frettabladid.is. adalheidur@frettabladid.is Páll rúinn trausti í kjördæminu Mikil reiði er innan flokksins vegna meintrar framgöngu Páls gegn eigin flokki í aðdraganda kosninga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elliði er líklegur helsti keppinautur Páls um for- ystu í Suður- kjördæmi. VELFERÐARMÁL Úrskurðarnefnd vel- ferðarmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að fortakslaust ákvæði í reglum Hafnarfjarðarbæjar um fjár- hagsaðstoð standist ekki grundvallar- reglur íslensks réttar um rétt til félags- legrar aðstoðar. Fyrrverandi fangi kvartaði til nefndarinnar eftir synjun bæjarins um fjárhagsaðstoð en hann hafði sótt um aðstoð á þeim grundvelli að hann stundaði háskólanám en þar sem hann sé á vanskilaskrá eigi hann ekki rétt á námsláni frá LÍN nema með ábyrgðarmanni, en ómögulegt geti reynst fyrir fyrrverandi fanga sem bíða gjaldþrot að fá ábyrgðarmann að láni. Umsókn mannsins var synjað með vísan til fortakslauss ákvæðis reglna bæjarins um að einstaklingar sem stunda nám sem er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, njóti ekki réttar til fjárhagsaðstoðar. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar- innar er á því byggt að umrætt ákvæði leiði í reynd til þess að ekki fari fram eiginlegt mat á aðstæðum umsækj- enda og því hvort þeir geti séð sjálfum sér og fjölskyldum sínum farboða án aðstoðar. „Þar sem löggjafinn hefur eftirlátið stjórnvöldum mat til þess að geta tekið ákvörðun sem best hentar hag hvers aðila, með tilliti til allra aðstæðna, er stjórnvöldum óheimilt að afnema matið með því að setja til dæmis verklagsreglu sem tekur til allra mála, sambærilegra sem ósam- bærilegra.“ Formaður Afstöðu, félags fanga, fagnar niðurstöðunni og segir hana fordæmisgefandi. „Afstaða hefur margoft bent á að þeir verst stöddu í samfélaginu falli á milli skips og bryggju með fortakslausum ákvæðum sem þessu og að þau hefti möguleika þeirra sem ljúka afplánun til að byggja upp líf sitt að nýju. Það er því sérlega ánægjulegt að úrskurðarnefndin taki af allan vafa í þessu tiltekna máli og segi að meta þurfi aðstæður allra umsækjenda um fjárhagsaðstoð,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. – aá Óheimilt að synja fyrrverandi fanga um aðstoð Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnús- sonar, oddvita kjördæm- isins, í aðdraganda nýaf- staðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. Nafngreindir fulltrúar í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins einnig sagðir hafa unnið gegn flokkn- um í Eyjum. Titringur er í Valhöll vegna málsins. Guðmundur Ingi Þóroddsson, for- maður Afstöðu. DÓMSMÁL Landsréttur hefur úrskurðað að maður sem ákærður er í kynferðisbrotamáli gegn 14 ára stúlku þurfi að víkja úr þingsal á meðan hún gefur skýrslu við aðal- meðferð málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Manninum er gefið að sök að hafa tvisvar átt kynferðislegt samneyti við stúlkuna, þar sem hún veitti honum munnmök og þau höfðu samræði. Lögmaður mannsins var mótfall- inn þeirri kröfu réttargæslumanns brotaþola að skjólstæðingur hans fengi ekki að vera viðstaddur þegar brotaþoli gæfi skýrslu. „Brotaþoli var einungis 14 ára gömul er ætlað brot var framið. Er hún orðin 16 ára í dag. Ætlað brot ákærða er alvarlegt. Af framan- greindu og því sem fram kemur í vottorði sálfræðingsins virtu telur dómari að hagsmunir brotaþola, af því að geta gefið skýrslu án nærveru ákærða, vegi þyngra en hagsmunir ákærða af því að vera viðstaddur skýrslugjöf hennar,“ segir í niður- stöðu héraðsdóms. – tg Víkur úr sal meðan brotaþoli gefur skýrslu AKUREYRI Lögreglan á Akureyri hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir að hafa verið að skoða Facebook í símanum á meðan hún ók bifreið sinni. Lögreglan stöðvaði konuna að nóttu til um miðja viku þar sem akst- urslag hennar þótti skringilegt. Kom í ljós að hún hafði verið önnum kafin á Facebook undir stýri. Við rannsókn málsins var tekið blóðsýni úr kon- unni og þar fundust fimm slævandi lyf en einnig MDMA. Verði konan sakfelld fyrir hátta- lagið þarf hún að sæta sviptingu öku- réttinda og greiðslu sektar í ríkissjóð. Einnig fer ákæruvaldið fram á að konan greiði sakarkostnað. – sa Dópuð undir stýri á Facebook 7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.