Fréttablaðið - 07.06.2017, Side 21

Fréttablaðið - 07.06.2017, Side 21
Þorvaldur Gylfason Í DAG Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiði-gjalda flýtimeðferð á dögunum. Venjan er að veita almenningi þriggja vikna frest til að skila umsögnum um frum- vörp. Að þessu sinni var fresturinn örskammur. Útgerðin heimtar sitt. Við vorum 14 sem náðum að skila atvinnuveganefnd Alþingis fáeinum athugasemdum við frum- varpið. Mikil lækkun veiðigjalda frá 2013 Eins og fram kemur í greinar- gerð með frumvarpinu lækkuðu veiðigjöld á hverju ári frá 2012/13 til 2016/17 þótt ríkissjóði lægi mjög á tekjum til að vernda fólkið í landinu gegn óþyrmilegum afleiðingum hrunsins. Lækkun veiðigjaldanna nemur næstum ⅔ á þessu árabili á verðlagi hvers árs og er enn meiri á föstu verðlagi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mótmælti lækkun veiðigjalda 2013 af hagstjórnarástæðum og það gerðu einnig margir aðrir innan lands. Indriði H. Þorláksson, fv. ríkisskattstjóri, hefur lýst því að aðeins um 10% fiskveiðirentunnar hefur undangengin ár skilað sér til rétts eiganda auðlindarinnar, fólksins í landinu, meðan 90% hafa runnið til útvegsmanna. Til samanburðar hafa 80% olíurent- unnar í Noregi runnið til rétts eiganda þar. Alþingi fer gegn lögum og stjórnarskrá Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda gengur í berhögg við lögin í landinu eða a.m.k. anda laganna, m.a. fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Fyrirhuguð lækkun gengur einnig í berhögg við: ● Stjórnarskrána skv. dómi Hæsta- réttar frá 1998. ● Úrskurð mannréttindanefndar SÞ frá 2007 í máli sjómannanna Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar gegn íslenzka ríkinu. ● Nýju stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi bauð kjósendum til 2012 og þá sérstaklega auðlinda- ákvæðið sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi, en þar segir: „Auð- lindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlind- irnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. ... Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hag- nýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Alþingi á enn eftir að virða vilja þjóðarinnar með því að lögfesta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Þjóðin hefur talað Engum þarf að koma á óvart skýringin á hvoru tveggja, lækkun veiðigjalda nú og ítrek- uðum undanbrögðum Alþingis í Frumvarp um lækkun veiðigjalda stjórnarskrármálinu síðan 2013. Skýringin blasir við. Henni hafa margir menn lýst í löngu máli innan lands og utan svo eftir hefur verið tekið. Hér er ein lýsingin enn, tekin úr óbirtri meistaraprófsrit- gerð Þorvalds Logasonar, félags- fræðings í Háskóla Íslands 2011 með leyfi höfundar: „Kvótakerfið hefur ... virkað eins- og dulið sjóðakerfi, með föstum fyrirfram ákveðnum fyrirgreiðslum til útvalinna útgerðarmanna. Á kvótanum hefur verið pólitískt eignarhald. Búin voru til eitruð vensl milli þeirra stjórnmálaflokka sem studdu kvótann, Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, og útgerðarmanna. Fyrirgreiðslukerfið í sjávarútvegi var í raun lögfest og bundið við tvo stjórnmálaflokka sem um leið festi pólitískt samráð þeirra á milli. Samráð sem gengið hefur undir heitinu, helminga- skipti. Hér: Helmingaskipti verð- mætustu auðlindar þjóðarinnar. Svo mikil völd, eignir og verðmæti eru í húfi, að augljós hætta er á að þeir sem þau hafa öðlast séu tilbúnir til að ganga mjög langt til að verja auðvöld sín. Eitraða sam- bandið milli ofangreindra stjórn- málaflokka og útgerðarinnar eru, að mati höfundar, veigamikill skýr- ingaþáttur spillingarinnar á Íslandi, vegna þess að útgerðarauðvaldið er tryggasti bakhjarl valdakjarna beggja flokkanna.“ Bezt færi á að Alþingi klippti sjálft á naflastrenginn sem bindur marga þingmenn við útvegsmenn. Lögfesting nýju stjórnarskrárinnar býður Alþingi greiða leið til þess. Alþingi dugir að segja við útvegs- menn: Þjóðin hefur talað. Ef Alþingi bregzt þessari frumskyldu sinni við lýðræðið þurfa önnur öfl, utan þings, að leysa málið. Vandaðir hitarar fyrir pallinn, svalirnar og partítjaldið. Fást í hvítu, svörtu og títanlit. Þrífótur fáanlegur til að hafa þá standandi. 1400, 2000 og 2500 W. Innfelldir eða utanáliggjandi. Áhrifarík lausn 2 2016 - 2017 Lengdu sumarið með góðri samvisku. Kynntu þér málið nánar hjá sölumönnum okkar. Rafbúnaðardeild okkar er opin alla virka daga frá kl. 8 til 17. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F I M M T U D A G U R 7 . J Ú N Í 2 0 1 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.