Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 21
Þorvaldur Gylfason Í DAG Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiði-gjalda flýtimeðferð á dögunum. Venjan er að veita almenningi þriggja vikna frest til að skila umsögnum um frum- vörp. Að þessu sinni var fresturinn örskammur. Útgerðin heimtar sitt. Við vorum 14 sem náðum að skila atvinnuveganefnd Alþingis fáeinum athugasemdum við frum- varpið. Mikil lækkun veiðigjalda frá 2013 Eins og fram kemur í greinar- gerð með frumvarpinu lækkuðu veiðigjöld á hverju ári frá 2012/13 til 2016/17 þótt ríkissjóði lægi mjög á tekjum til að vernda fólkið í landinu gegn óþyrmilegum afleiðingum hrunsins. Lækkun veiðigjaldanna nemur næstum ⅔ á þessu árabili á verðlagi hvers árs og er enn meiri á föstu verðlagi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mótmælti lækkun veiðigjalda 2013 af hagstjórnarástæðum og það gerðu einnig margir aðrir innan lands. Indriði H. Þorláksson, fv. ríkisskattstjóri, hefur lýst því að aðeins um 10% fiskveiðirentunnar hefur undangengin ár skilað sér til rétts eiganda auðlindarinnar, fólksins í landinu, meðan 90% hafa runnið til útvegsmanna. Til samanburðar hafa 80% olíurent- unnar í Noregi runnið til rétts eiganda þar. Alþingi fer gegn lögum og stjórnarskrá Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda gengur í berhögg við lögin í landinu eða a.m.k. anda laganna, m.a. fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Fyrirhuguð lækkun gengur einnig í berhögg við: ● Stjórnarskrána skv. dómi Hæsta- réttar frá 1998. ● Úrskurð mannréttindanefndar SÞ frá 2007 í máli sjómannanna Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar gegn íslenzka ríkinu. ● Nýju stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi bauð kjósendum til 2012 og þá sérstaklega auðlinda- ákvæðið sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi, en þar segir: „Auð- lindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlind- irnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. ... Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hag- nýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Alþingi á enn eftir að virða vilja þjóðarinnar með því að lögfesta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Þjóðin hefur talað Engum þarf að koma á óvart skýringin á hvoru tveggja, lækkun veiðigjalda nú og ítrek- uðum undanbrögðum Alþingis í Frumvarp um lækkun veiðigjalda stjórnarskrármálinu síðan 2013. Skýringin blasir við. Henni hafa margir menn lýst í löngu máli innan lands og utan svo eftir hefur verið tekið. Hér er ein lýsingin enn, tekin úr óbirtri meistaraprófsrit- gerð Þorvalds Logasonar, félags- fræðings í Háskóla Íslands 2011 með leyfi höfundar: „Kvótakerfið hefur ... virkað eins- og dulið sjóðakerfi, með föstum fyrirfram ákveðnum fyrirgreiðslum til útvalinna útgerðarmanna. Á kvótanum hefur verið pólitískt eignarhald. Búin voru til eitruð vensl milli þeirra stjórnmálaflokka sem studdu kvótann, Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, og útgerðarmanna. Fyrirgreiðslukerfið í sjávarútvegi var í raun lögfest og bundið við tvo stjórnmálaflokka sem um leið festi pólitískt samráð þeirra á milli. Samráð sem gengið hefur undir heitinu, helminga- skipti. Hér: Helmingaskipti verð- mætustu auðlindar þjóðarinnar. Svo mikil völd, eignir og verðmæti eru í húfi, að augljós hætta er á að þeir sem þau hafa öðlast séu tilbúnir til að ganga mjög langt til að verja auðvöld sín. Eitraða sam- bandið milli ofangreindra stjórn- málaflokka og útgerðarinnar eru, að mati höfundar, veigamikill skýr- ingaþáttur spillingarinnar á Íslandi, vegna þess að útgerðarauðvaldið er tryggasti bakhjarl valdakjarna beggja flokkanna.“ Bezt færi á að Alþingi klippti sjálft á naflastrenginn sem bindur marga þingmenn við útvegsmenn. Lögfesting nýju stjórnarskrárinnar býður Alþingi greiða leið til þess. Alþingi dugir að segja við útvegs- menn: Þjóðin hefur talað. Ef Alþingi bregzt þessari frumskyldu sinni við lýðræðið þurfa önnur öfl, utan þings, að leysa málið. Vandaðir hitarar fyrir pallinn, svalirnar og partítjaldið. Fást í hvítu, svörtu og títanlit. Þrífótur fáanlegur til að hafa þá standandi. 1400, 2000 og 2500 W. Innfelldir eða utanáliggjandi. Áhrifarík lausn 2 2016 - 2017 Lengdu sumarið með góðri samvisku. Kynntu þér málið nánar hjá sölumönnum okkar. Rafbúnaðardeild okkar er opin alla virka daga frá kl. 8 til 17. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F I M M T U D A G U R 7 . J Ú N Í 2 0 1 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.