Fréttablaðið - 07.06.2017, Side 40

Fréttablaðið - 07.06.2017, Side 40
Emil Hallfreðsson lék vel inni á miðsvæðinu hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Noregi í vináttulandsleik á laugar- daginn var. Emil fékk nýjan félaga inn á miðsvæðið, en vegna meiðsla Arons Einars Gunnarssonar lék Birkir Bjarnason við hlið hans þar. „Mér fannst bara gott að spila með Birki, það er gott að vita af því að okkar samvinna var fín að mínu mati og við getum átt þetta kombó uppi í erminni. Birkir hefur leikið vel í þessari stöðu með Aston Villa og mér fannst gott að spila með honum. Það var ítölsk stemming yfir þessu og fínt jafnvægi, einn stutthærður og hinn síðhærður,“ segir Emil í samtali við Fréttablaðið um samstarf sitt og Birkis. „Við munum taka það jákvæða sem við gerðum í leiknum gegn Noregi inn í næsta leik, en á sama tíma reyna að laga það sem við gerðum illa. Við verðum bara að fækka þeim mistökum við gerðum þegar til Rússlands kemur og ég er viss um að það mun gerast. Það hefur loðað við okkur að gera mis- tök þegar einbeitingin er ekki alveg upp á það besta, en það hefur ekki verið vandamál í mótsleikjum,“ segir Emil. „Ég held líka að þegar við horfum á leikinn aftur þá sjáum við að það voru margir fínir spilkaflar og margt gott sem við getum tekið úr þessum leik. Við náðum upp fínu spili inn á milli og við vorum með leikinn í okkar höndum þegar um það bil tíu mínútur voru eftir og leikur okkar riðlaðist aðeins,“ segir Emil. „Við náðum að kúpla okkur aðeins frá fótboltanum í gær. Það er gott fyrir okkur sem búum erlendis að fá tíma til þess að að hitta fjöl- skyldu og vini. Það gefur mér mikið að eyða tíma með mömmu sem dæmi. Svo fórum við í golf í gær sem gaf mér mikið þar sem ég stóð uppi sem sigurvegari. Nú fer hins vegar einbeitingin á fullt á Ganaleikinn, við munum læra heilmikið af þeim leik og hann mun undirbúa okkur vel fyrir Nígeríuleikinn. Svo þurfum við að fínstilla það sem gekk ekki vel í leiknum á móti Noregi,“ segir Emil um tíma sinn á Íslandi og komandi verkefni. – hó Mér fannst samvinnan ganga vel FÓTBOLTI Generalprufan fyrir HM í Rússlandi verður í kvöld þegar Ísland mætir Gana í vináttulandsleik á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast á fótbolta- vellinum. Ísland tapaði 2-3 fyrir Noregi á laugardaginn. Það jákvæðasta við leikinn var innkoma Gylfa Þórs Sig- urðssonar sem lék í tæpan hálftíma eftir að hafa verið frá keppni vegna hnémeiðsla í um þrjá mánuði. Gylfi leit vel út og skoraði annað mark Íslands í leiknum. „Það var mjög gaman að komast aftur á völlinn, mér leið vel og var ferskur. Hnéð var fínt og ég var góður eftir leik,“ sagði Gylfi á blaða- mannafundi á Laugardalsvelli í gær. Hann kveðst vera 100% klár en segir ólíklegt að hann spili allar 90 mínút- urnar gegn Gana. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hall- grímsson staðfesti á blaðamanna- fundinum að Gylfi myndi byrja leikinn gegn Gana og bera fyrirliða- bandið í fjarveru Arons Einars Gunn- arssonar. Bataferli Akureyringsins gengur þó vel að sögn Heimis. „Það eru allir klárir nema Aron sem er samt á réttri leið. Hann er á betri stað en við bjuggumst við og verður orðinn klár fyrir leikinn gegn Argentínu,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn staðfesti einnig að Hannes Þór Halldórsson myndi verja íslenska markið í kvöld. Planið hafi alltaf verið að láta hann spila báða leikina fyrir HM en vegna smávægi- legra meiðsla hafi hann verið hvíldur gegn Noregi. Frederik Schram fékk tækifæri í fjarveru Hannesar. Hann nýtti tæki- færið ekki nógu vel og gerði slæm mistök í öðru marki Norðmanna. Heimir ræddi við Frederik eftir leik- inn og stappaði í hann stálinu. Hann segist hafa mikla trú á þessum 23 ára gamla markverði Roskilde í Dan- mörku. „Ég er ofboðslega hrifinn af þess- um strák. Hann er auðvitað sár að hafa gert þetta en ef þetta mark hefði ekki komið hefði hann átt frábæran leik. Hann greip vel inn í og átti frá- bærar spyrnur. Líf markvarða hangir oft á bláþræði, annaðhvort eru þeir hetjur eða skúrkar. Það er gaman að sjá hvernig hann meðhöndlar svona. Þetta er einbeittur og heilbrigður einstaklingur,“ sagði Heimir. Aðspurður um muninn á milli Gana og svo Nígeríu, sem Ísland mætir í Volgograd 22. júní, sagði Heimir: „Gana er með fleiri útfærslur á leik sínum. Liðin eru bæði með fljóta og vinnusama einstaklinga, skemmtilegar týpur. Það er margt úr leiknum gegn Gana sem við getum nýtt okkur gegn Nígeríu,“ sagði Heimir. Íslenska liðið fær frí á morgun og heldur svo til Rússlands á laugardags- morgun. ingvithor@frettabladid.is Gylfi og Hannes byrja í kvöld Gylfi Þór Sigurðsson verður í byrjunarliði Íslands sem mætir Gana í vináttulandsleik í kvöld. Allir eru klárir nema Aron Einar Gunnarsson. Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins áður en það heldur til Rússlands. Fjórða heimsókn Afríkuþjóðar til Íslands Gana er aðeins þriðja Afríkuþjóðin sem leikur A-landsleik hér á landi. Leikurinn í kvöld er jafnframt aðeins fjórði leikur Íslands við Afríkuþjóð hér á landi. Ísland 3-0 Nígería, 22. ágúst 1981 Ísland vann öruggan sigur á Níg- eríu í vináttulandsleik á Laugar- dalsvelli í ágúst 1981. Íslendingar komust yfir á 5. mínútu með marki Skagamannsins Árna Sveinssonar. Staðan var 1-0 í hálfleik. Á 65. mínútu bætti Lárus Guðmunds- son öðru marki við og fyrirliðinn Marteinn Geirsson gulltryggði svo sigurinn þegar hann skoraði þriðja mark Íslands á 73. mínútu. Ísland 4-1 Suður-Afríka, 17. ágúst 2005 Ísland bar sigurorð af Suður-Afríku, 4-1, í vináttulandsleik á Laugar- dalsvellinum í ágúst 2005. Grétar Rafn Steinsson kom Íslendingum yfir á 25. mínútu með sínu fyrsta landsliðsmarki en Delron Buckley jafnaði þremur mínútum síðar. Arnar Þór Viðarsson kom Íslandi aftur yfir á 42. mínútu og í seinni hálfleik bættu Heiðar Helguson og Veigar Páll Gunnarsson við mörkum. Ísland 1-0 Suður-Afríka, 13. október 2009 Ísland og Suður-Afríka mættust aftur í vináttulandsleik á Laugar- dalsvelli í október 2009. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Veigar Páll Gunnarsson í upphafi seinni hálfleiks. Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Rúrik Gíslason og Ragnar Sigurðs- son voru í byrjunarliðinu og Ólafur Ingi Skúlason kom inn á sem vara- maður í seinni hálfleik. Það var mjög gaman að komast aftur á völlinn, mér leið vel og var ferskur. Hnéð var fínt og ég var góður eftir leik. Gylfi Þór Sigurðsson Það var glatt á hjalla á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Emil Hallfreðsson blæs tyggjókúlu á landsliðsæfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR KÖRFUBOLTI Hild ur Björg Kjart- ans dótt ir, landsliðskona í körfu- bolta, hef ur ákveðið að söðla um á spænskri grundu. Hún mun yfir- gefa Leganés og spila þess í stað með Celta Vigo á næstu leiktíð, en liðin leika bæði í spænsku B-deild- inni. Hún staðfesti þetta í færslu á Face book-síðu sinni í gær. Þar segir Hildur Björg: „Það er gott að vera á Spáni, næsta skref er ákveðið. Er búin að semja við Celta de Vigo Baloncesto og er spennt að spila með þeim næsta tíma bil!“ Hildur Björg, sem er 22 ára gömul, er uppalin hjá Snæfelli þar sem hún varð Íslandsmeistari árið 2014. Hún hefur einnig spilað með University of Texas Rio Grande Valley í bandaríska háskólabolt- anum. Hildur samdi við Breiðablik í upphafi síðasta sumars, en ákvað svo síðsumars að stökkva til Spánar og leika með Leganés. Hild ur var með 11,5 stig og 6,5 frá- köst að meðaltali í leik í B-deild- inni á síðustu leik- tíð. Hún hitti úr 48 pró sentum skota sinna, þar af 40 pró- sentum s k o t a f y r i r u t a n þriggja stiga lín- una. – hó Hildur færir sig um set á Spáni 7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R28 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Björn Bergmann Sigurðarson Aldur: 27 Staða: Framherji Félag: Rostov Landsleikir: 12/1 mark 9 FÓTBOLTI Nígería, sem verður með Íslandi í riðli á heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu karla sem hefst í Rússlandi eftir slétta viku, laut í lægra haldi fyrir Tékklandi í vináttulandsleik sem leikinn var í Austurríki í gær. Þetta var síðasti leikur nígeríska liðsins fyrir HM, en liðið tapaði fyrir Englandi í leik lið- anna um síðustu helgi og þar áður gerði Nígería jafntefli við Kongó og laut í gras fyrir Serbíu. Ísland og Nígería mætast í ann- arri umferð riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu föstudag- inn 22. júní á Volgograd Arena, en það verður í fyrsta skipti sem A-landslið þjóðanna mætast í mótsleik í knattspyrnu karla. Auk Íslands og Nígeríu eru Argentína og Króatía í D-riðli keppninnar. Lars Lagerbäck stýrði svo Nor- egi til sigurs í fjórða leiknum í röð þegar liðið hafði betur gegn Panama sem fer líkt og Ísland á HM í fyrsta skipti í sögunni að þessu sinni. Það var Joshua King sem skoraði sigurmark Norðmanna sem hafa lagt Austurríki og Albaníu auk íslenska liðsins og Panama að velli á sigurgöngu sinni. – hó Lærisveinar Lars áfram á sigurbraut

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.