Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 18
TÆKNI Samfélagsmiðlarisinn Face- book, sem starfrækir miðla á borð við Messenger, Facebook, Insta- gram og WhatsApp, deilir gögnum um notendur sína með að minnsta kosti fjórum kínverskum tækni- fyrirtækjum. Þar með talinn er símaframleiðandinn Huawei, sem bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa sagt að þjóðaröryggisógn stafi af vegna meintra tengsla við kínversk yfirvöld. Facebook staðfesti tilvist samn- inganna í fyrrinótt en auk Huawei er um að ræða tölvuframleiðandann Lenovo Group og símaframleiðend- urna OPPO og TCL Corp. Alls eru fyrirtækin, sem Facebook hefur gert slíka gagnadeilingarsamninga við, um sextíu talsins, Fyrirtækið sagði þó að gildistími rúmlega helmings samninganna væri liðinn. Þá var tilkynnt að samn- ingnum við Huawei yrði rift síðar í vikunni og samningunum við hin kínversku fyrirtækin sömuleiðis með tíð og tíma. The New York Times greindi fyrst frá tilvist samninganna á þriðjudag en þeir voru gerðir undir lok síðasta áratugar, áður en sérstakt Facebook- app var tekið í almenna notkun. Gáfu þeir kínversku fyrirtækjunum heimild til að bjóða upp á ákveðna eiginleika Facebook í símum sínum. Bandaríska alríkislögreglan (FBI), leyniþjónustan (CIA) og þjóðar- öryggisstofnunin (NSA) vöruðu bandaríska neytendur við því í febrúar að kaupa snjallsíma úr smiðju Huawei. Toppar stofnananna komu fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildar þingsins og sögðu að öryggisógn stafaði af fyrirtækjunum. „Það fylgir því ákveðin áhætta að leyfa fyrirtæki, skuldbundnu erlendri ríkisstjórn, að starfa innan fjarskiptainnviða ríkisins,“ sagði Chris Wray alríkislögreglustjóri á fundinum og bætti við: „Það gerir fyrirtækinu kleift að breyta eða stela upplýsingum og auðveldar þeim njósnir.“ Huawei er þriðji stærsti snjall- símaframleiðandi heims. Þrátt fyrir það hefur fyrirtækinu ekki tekist að brjótast inn á Bandaríkjamarkað, einkum vegna fyrrnefndra áhyggna. Í apríl sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, að fyrirtækið ætlaði sér toppsætið og að vinna traust banda- rískra neytenda. „Þessar áhyggjur byggjast á órök- studdum grun og eru í rauninni ósanngjarnar. Við erum opin fyrir gegnsæjum viðræðum á staðreynda- grundvelli,“ sagði Yu við CNET í apríl. Hér á Íslandi selja til að mynda Síminn og Elko síma frá Huawei. Vert er þó að taka fram að engar upp- lýsingar um meintar njósnir Huawei fyrir kínversk yfirvöld hafa komið fyrir augu almennings. Allt frá því Cambridge Analytica- hneykslið svokallaða komst í frétt- irnar á dögunum hafa stjórnmála- menn og fjölmiðlar vestanhafs fylgst náið með aðgerðum Facebook. Kom Mark Zuckerberg forstjóri sjálfur til að mynda fyrir báðar deildir þings- ins til að svara spurningum og játaði að mistök hefðu verið gerð þegar persónulegum upplýsingum var deilt með áróðursfyrirtækinu. Og ljóst er að bandarískir stjórn- málamenn hafa áhyggjur af samn- ingnum nú. Demókratinn Mark Warner, varaformaður upplýsinga- málanefndarinnar, sagði við The New York Times að fréttirnar væru mikið áhyggjuefni. „Ég hlakka til að heyra meira um það hvernig Face- book kom í veg fyrir að gögnin væru vistuð á kínverskum vefþjónum,“ sagði Warner. Facebook hefur sagt að fyrirtækið hafi haft fulla stjórn á upplýsinga- flæðinu. „Við viljum hafa það á hreinu að allar upplýsingar voru vistaðar á símunum sjálfum, ekki á vefþjónum Huawei,“ sagði Francisco Varela, varaforseti hjá Facebook. Debbie Dingell, fulltrúadeildar- þingmaður og Demókrati, sagði í gær að málið væri reginhneyksli. Bandaríkjamenn ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að persónu- legar upplýsingar þeirra gætu verið vistaðar á vefþjónum í Kína. Full- trúadeildin þyrfti að rannsaka málið ofan í kjölinn og koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig. „Af hverju fær Huawei, fyrirtæki sem leyniþjónustusamfélagið okkar hefur sagt ógn við þjóðaröryggi, aðgang að persónulegum upplýs- ingum okkar? Í ljósi fjölda notenda Facebook yrðu möguleg áhrif á frið- helgi einkalífs okkar og þjóðaröryggi gríðarleg,“ sagði Dingell. Marco Rubio, öldungadeildar- þingmaður og Repúblikani, tók í sama streng. „Af hverju upplýsti Facebook ekki um þennan samning fyrir löngu? Þetta er ekki sambæri- legt samningum við aðra framleið- endur. Suðurkóreska ríkisstjórnin stýrir hvorki né notar Samsung eins og Kína stýrir og notar Huawei,“ sagði Rubio. thorgnyr@frettabladid.is Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarískir þingmenn eru æfir yfir málinu og kalla samninga Facebook reginhneyksli. Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, þegar hann kom fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í apríl. NORDICPHOTOS/GETTY Af hverju upplýsti Facebook ekki um þennan samning fyrir löngu? Marco Rubio, þingmaður JÓRDANÍA Þrátt fyrir að Abdúlla Jórd- aníukonungur hafi skipt um forsæt- isráðherra vegna mikillar andstöðu almennings við fyrirhugaðar skatta- hækkanir og hávær mótmæli er enn mótmælt á götum höfuðborgarinnar Amman, sem og víðar. Mótmælin hófust í síðustu viku og fóru rúmlega þrjátíu verkalýðsfélög í allsherjarverkfall í mótmælaskyni. Þegar Abdúlla konungur skipaði Omar al-Razzaz, sem áður starfaði sem hagfræðingur hjá Alþjóðabank- anum, á miðvikudag lægði öldurnar nokkuð. Enn eru þó nokkur verkalýðsfélög í allsherjarverkfalli og voru ýmsar verslanir og apótek lokuð í höfuð- borginni í gær. – þea Enn mótmælt í Jórdaníu SINGAPÚR Undirbúningur fyrir leið- togafund Kim Jong-un, einræðis- herra Norður-Kóreu, og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er á fullu skriði í Singapúr þar sem þeir munu mætast 12. júní. Í gær greindi Reuters frá því að flugumferð í Singapúr yrði tak- mörkuð í kringum fundinn. New York Post greindi svo frá því á þriðjudag að körfuboltamaðurinn Dennis Rodman yrði á svæðinu þegar leiðtogarnir funda. Herma heimildir miðilsins að hann gæti komið við sögu í viðræðunum, en Bandaríkjamaðurinn Rodman á í góðu sambandi við Kim og hefur heimsótt hann oftsinnis til Norður- Kóreu. – þea Flugbann og Rodman á fundi Kim og Rodman á körfuboltaleik. NORDICPHOTOS/AFP/KCNA Ford Focus er fimur bíll enda þekktur fyrir frábæra aksturs- eiginleika og framúrskarandi gæði. Hann er ríkulega búinn, með fimm stjörnu öryggi, Bluetooth samskiptakerfi, leiðsögukerfi með Íslands- korti, nálægðarskynjurum, 8” snerti/litaskjá, My Key, upphitanlegri framrúðu o.fl. Aukabúnaður innifalinn: Dökkar rúður í farþegarými og málmlitur. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 FORD FOCUS FIMASTUR! ford.is Ford er frábær! Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford Focus FOCUS TREND EDITION 3.105.000 KR. TILBOÐSVERÐ: 2.795.000 KR. 7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.