Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 22
Fyrir nokkrum dögum boð-aði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu úti-
búum á landsbyggðinni. Fjórtán
starfsmönnum var sagt upp sam-
hliða breytingunum.
Landsbankinn hefur skilgreinda
samfélagsstefnu sem segir: „Lands-
bankinn hefur markað stefnu í
samfélagsábyrgð þar sem efna-
hags-, samfélags- og umhverfismál-
um er fléttað saman við starfshætti
bankans. Stefnan miðar að því að
stuðla að sjálfbærni í íslensku
samfélagi, vera hreyfiafl og starfa
að ábyrgum stjórnháttum í rekstri
bankans.“
Sjálfbærni samfélaga byggist á
því að skapa umhverfi sem mætir
þörfum nútímans og skapa mögu-
leika fyrir komandi kynslóðir til að
þróast áfram á eigin vélarafli.
Þegar vegið er að fjölbreytni
í atvinnulífi og þjónustu með
þessum hætti er verið að draga úr
styrk samfélagsins til sjálfbærni.
Þótt hægt sé að færa rök fyrir því
að bankaafgreiðsla í útibúum fari
minnkandi með aukinni tækni,
er bankastarfsemi í heild ekki að
dragast saman. Því er það mjög
undarlegt og í hrópandi ósamræmi
við samfélagsstefnu Landsbankans
að fækka starfsmönnum í útibúum
sínum um landið. Þeim væri í lófa
lagið að flytja verkefni og störf sem
hægt er að vinna án staðsetningar
út á land. Tækninni fleygir jú fram
jafnt yfir landið. Ljósleiðaravæð-
ing landsins virkar í báðar áttir og
engin einstefna í þeim efnum.
Landsbankinn er í eigu ríkisins
og þessi stefna er í ósamræmi
við stefnu stjórnvalda um aukna
áherslu í byggðamálum. Eins og
segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar, þá felast mikil verðmæti í
því að landi öllu sé haldið í blóm-
legri byggð og það sé mikilvægt
að landsmenn eigi að hafa jafnan
aðgang að þjónustu og atvinnu-
tækifærum um allt land.
Öflug byggðastefna
Í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar er
lögð áherslu á blómlega byggð um
allt land. Í þingsályktunartillögu
um stefnumótandi byggðaáætlun
sem nú er í vinnslu á Alþingi er við-
fangsefnið að takast á við fækkun
íbúa á einstökum svæðum og ein-
hæft atvinnulíf í takt við tækni-
breytingar og þróun. Markmiðið
er að jafna aðgengi að þjónustu
og atvinnu og stuðla að sjálfbærri
þróun um allt land. Þá skiptir máli
að opinberum aðilum sé falið að
skilgreina störf og auglýsa þau án
staðsetningar.
Það skiptir miklu máli að ríkið
hafi forgang í því að flytja verkefni
og störf út um landið. Nýlega til-
kynnti félags- og jafnréttisráðherra
að velferðarráðuneytið hyggist
styrkja starfseiningu Vinnumála-
stofnunar á Hvammstanga og flytja
tvö störf þangað í kjölfar aukinna
verkefna Fæðingarorlofssjóðs.
Þetta er dæmi um gott fordæmi
þar sem störf vegna nýrra verkefna
eru flutt út á land til að styrkja þá
starfsemi sem fyrir er. Einnig væri
hægt að flytja verkefni frá stofn-
unum ríkisins og ráðuneyta til að
efla opinberar stofnanir á lands-
byggðinni.
Opinber störf út á land
Með samþykkt nýrra laga um
framkvæmdarvald og stjórnsýslu
ríkisins í héraði var samþykkt
bráðabirgðaákvæði sem fól í sér
að ráðherra skuli í samstarfi við for-
sætisráðherra láta semja aðgerða-
áætlun fyrir Stjórnarráðið, þar sem
afmarka skyldi stjórnsýsluverk-
efni ráðuneyta og undirstofnana
þeirra sem talið er ákjósanlegt að
flytja til embætta sýslumanna. Við
sameiningu sýslumannsembætta
um landið var lögð áhersla á að
styrkja embættin með því að flytja
verkefni til þeirra. Þetta hefur ekki
gengið sem skyldi. Það hefur þurft
að fara í uppsagnir hjá sýslumanns-
embættum um landið og þjónusta
útibúa verið minnkuð þvert á lof-
orð um eflingu og aukinn styrk.
Þetta þarf alls ekki að vera
svona, því opinberum störfum
er ekki að fækka á landsvísu.
Þau eru bara með óeðlilega sam-
þjöppunareiginleika og sogast til
höfuðborgarsvæðisins. Því fjölgar
tómum fasteignum ríkisins um
landið sem þarf að greiða af skatta
og skyldur og hita upp. Ríkið má
ekki vera frumkvöðull í að draga
úr litrófi atvinnulífsins um landið
og Landsbankinn þarf að standa
við sína samfélagsstefnu og styðja
við öfluga og blómlega byggð í öllu
landinu. Það sem við þurfum er
öflug byggðastefna og standa svo
við hana. Svo það takist skiptir
máli að hafa hana að leiðarljósi í
öllum framkvæmdum og fjármála-
stefnu ríkisins.
Verndum störf
á landsbyggðinni
Á síðustu vikum og mán-uðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýj-
asta löggjafarpakka Evrópusam-
bandsins um orkumál og hvort
hann ógni íslenskum orkumarkaði
og jafnvel sjálfstæði landsins.
Aðilar á Íslandi sem halda því
fram að Evrópusambandið vilji
þvinga landsmenn til að framselja
fullveldi sitt til stofnana ESB hafa
haldið þessum orkumálum á lofti,
máli sínu til stuðnings.
Evrópusambandið er meðvitað
um þessar áhyggjur og tekur þær
alvarlega, en hvað orkupakkann
varðar eru þær algjörlega tilefnis-
lausar.
Til hagsbóta fyrir Íslendinga
Nú, eins og ávallt, er mikilvægast að
einblína á staðreyndir. Því miður
litast umræðan um ESB oft af mis-
skilningi eða jafnvel vísvitandi
rangfærslum. Þriðji orkupakkinn
svokallaði, sem Íslendingum er
skylt að innleiða samkvæmt EES-
samningnum, er rökrétt framhald
fyrri orkupakkanna tveggja, sem
hafa verið innleiddir á Íslandi án
vandkvæða.
Megintilgangurinn með orku-
pakkanum er að veita neytendum
ódýra og örugga orku með tilstilli
markaðsafla og hann er ekki nokk-
ur ógn við framkvæmd íslenskrar
orkustefnu. Þar sem Ísland er eyja,
einangruð frá öðrum orkumörk-
uðum, mun landið njóta víðtækra
undanþága frá flestum helstu
skyldum sem fylgja nýju löggjöf-
inni.
Auk þess mun löggjöfin í pakk-
anum ekki hafa nein áhrif á frelsi
stjórnvalda til að ákvarða orku-
samsetningu landsins. Sá réttur
er tryggður í stofnsáttmála Evr-
ópusambandsins og er hluti af
EES-samningnum. Raunar eru
bara nokkrar reglur í þriðja orku-
pakkanum sem eiga við um Ísland.
Þar á meðal eru ákvæði sem varða
neytendavernd, aukið gagnsæi
samninga og réttinn til að skipta
um orkuveitu.
Það er því verulega erfitt að skilja
hvernig hægt er að halda því fram
að þessar reglur skerði frelsi Íslend-
inga til að ákvarða samsetningu
orkugjafa eða hvernig þær gætu á
einhvern hátt verið óhagstæðar
fyrir Ísland.
Meintar heimildir ACER
Eitt af því sem hefur vakið hvað
mestar deilur í íslenskri stjórn-
málaumræðu er framtíðarhlut-
verk samstarfsstofnunar eftir-
litsaðila á orkumarkaði, ACER,
og sá ótti að Ísland neyðist til að
framselja ákvarðanavald og full-
veldi til slíkrar Evrópustofnunar.
Staðreyndirnar segja þó einnig aðra
sögu hvað þetta varðar.
Þar sem EES er tveggja stoða
kerfi munu þær valdheimildir sem
ACER fer með í aðildarríkjum ESB
verða á vegum ESA, Eftirlitsstofn-
unar EFTA, á Íslandi, en Ísland er
eitt aðildarríkja ESA. Innan ESB
er helsta hlutverk ACER að fylgj-
ast með mörkuðum og beina til-
mælum til aðildarríkja og það er
aðeins í undantekningartilfellum
sem ACER getur beitt valdheimild-
um gagnvart eftirlitsstjórnvöldum
ESB-ríkja, í málum þar sem eftirlits-
stjórnvöldum tveggja aðildarríkja
tekst ekki að komast að sameigin-
legri niðurstöðu.
Ákvörðunum ACER er ekki
beint að einkaaðilum, einungis
innlendum eftirlitsstjórnvöldum
í aðildarríkjum ESB. Stofnunin
hefur ekkert ákvörðunarvald yfir
innlendum eftirlitsyfirvöldum í
ríkjum utan ESB og myndi ekki
hafa neinar heimildir hvað varðar
leyfisveitingu og stjórnsýslu á
Íslandi. Heimildir ACER til að taka
bindandi ákvarðanir eru að mestu
bundnar við grunnvirki sem ná
yfir landamæri og eiga því ekki við
á Íslandi á meðan slík grunnvirki
eru ekki til staðar. Þar sem ekki er
um að ræða nein gagnkvæm tengsl
á milli Íslands og ESB er engin þörf
á að samræma regluverk Íslands og
einhvers annars lands.
Jafnvel þótt sæstrengur til Bret-
lands verði einhvern tíma að veru-
leika myndi það ekki tengja Ísland
við ESB-markaðinn þar sem Bret-
land gengur úr Evrópusambandinu
frá og með mars á næsta ári.
Ekkert nýtt
varðandi niðurgreiðslur
Einnig hefur verið lýst yfir áhyggj-
um af því að ESB muni í framtíð-
inni geta haft afskipti af stuðningi
íslenskra stjórnvalda við tilteknar
dreifiveitur. Þriðji pakkinn felur
þó ekki í sér neinar nýjar skyldur
varðandi niðurgreiðslu á orkugjöf-
um. Reglur um opinbera styrki lúta
enn ákvæðum um ríkisaðstoð sem
tilgreind eru í sérstakri löggjöf sem
íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu
samþykkt.
Merki um náið og gott samband
Evrópusambandið fagnar alltaf
heilbrigðum skoðanaskiptum um
stefnur og lög sambandsins og
leggur sig fram við að tryggja að
EES-ríki utan ESB, svo sem Ísland,
geti sætt sig við reglubreytingar.
Það er þess vegna sem Ísland fékk
svo margar varanlegar undanþágur
frá þriðja orkupakkanum.
Það var okkur ánægjuefni að
óháður ráðgjafi ferðamála-, iðn-
aðar- og nýsköpunarráðherra
skyldi komast að þeirri niðurstöðu
að Íslendingar þurfi ekki að óttast
þessar nýjustu breytingar.
Ég vona að þessi greinarskrif
geti átt þátt í að hefja opinskáa
og heiðar lega umræðu um orku-
pakkann á grundvelli fyrirliggjandi
staðreynda. Við lítum á innleiðingu
nýju orkulöggjafarinnar á Íslandi
sem enn eitt merki um að samband
Íslands og ESB sé náið og báðum
aðilum til góða.
Orkupakkinn er engin ógn við Ísland
Til að standast skuldbindingar Íslands varðandi útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir
árið 2030, þarf hreinlega að snar-
minnka brennslu á olíu á öllum
sviðum. Þó að vegasamgöngur vegi
mest í þessari brennslu þá leynast
smábrunar víða sem auðvelt er að
minnka. Orkuskipti í garðinum eru
líklega enn auðveldari en orku-
skipti í samgöngum. Nú er vorið
komið og margir garðeigendur
farnir að gíra sig upp fyrir slátt og
klippingar í sumar. Spurningin er
hvort slátturinn sé jafn grænn og
grasið.
Bensínsláttuvél brennir meng-
andi og ósjálfbærri olíu sem kostar
peninga. Slátturinn veldur einnig
miklum hávaða sem pirrað getur
nágranna og truflað dýralíf. Varlega
áætlað má gera ráð fyrir að bensín-
sláttuvél eyði rúmlega einum lítra
af bensíni á klst. Gefum okkur að
garðeigendur þurfi að jafnaði að slá
garðinn átta sinnum yfir sumarið,
hálftíma í senn. Fimmtíu þúsund
garðeigendur nota þá, miðað við
gefnar forsendur, um 250.000 lítra
af olíu á hverju sumri við garðslátt.
Þetta skilar um 600 þúsund kg af
CO2 upp í lofthjúpinn.
Þeir sem slá með slíkum forn-
aldar græjum geta því tæplega mont-
að sig af kolefnisbindingu trjánna í
garðinum. Og þetta er ekki allt, því
fæstum tekst að fylla á sláttuvélarn-
ar sínar án þess að mengandi og
ferskvatnsspillandi bensíndropar
leki framhjá. Umhverfisstofnun
Bandaríkjanna áætlar að 65 millj-
ónir lítra leki árlega framhjá sláttu-
vélum í Bandaríkjunum. Ef garðeig-
endur vestra eru ekki með einhvern
krónískan handskjálfta umfram
íslenska garðeigendur, þá myndi
slík tala grófreiknast upp á 6 þúsund
lítra hér á landi.
Auðveld orkuskipti
Í dag er á markaðnum mikið fram-
boð af topp sláttuvélum, orfum
og hekkklippum sem ganga fyrir
útblásturslausri og um 75% hljóð-
látari raforku. Nú geta klaufar, sem
klippa rafmagnssnúruna alltaf í
sundur, líka andað léttar því hægt
er að fá allar græjur með rafhlöðu
sem hægt er að hlaða og skipta
út fyrir aðra fullhlaðna. Það eru
meira að segja komnir rafhlöðu-
drifnir sláttutraktorar á markað
fyrir stærri flatir. Ef menn vilja
svo vera í sérflokki og slá nágrann-
anum við í tæknilausnum, þá er
um að gera að fjárfesta í sjálfvirk-
um sláttuþjarka sem sér algerlega
um sláttinn fyrir þig og hleður sig
sjálfur þess á milli. Svo er líka hægt
að einfalda þetta bara og nota
vélar lausa sláttuvél sem brennir
bara kaloríum.
Hvernig væri að staldra aðeins
við þegar næsta sláttuvél eða orf
er keypt og kýla á orkuskipti í
garðinum? Sláttuvélar sem ganga
fyrir rafmagni eru mun ódýrari í
rekstri og oft ódýrari í innkaupum
líka. Þær nota innlenda orku sem
mengar ekkert og eru þar að auki
mun hljóðlátari, sem gerir garð-
slátt á laugardagsmorgni mun
nágrannavænni. Hættum að nota
olíu í garðinum og skiptum yfir í
rafmagn. Íslensk raforka er ódýr og
græn og því er engin ástæða til að
eyða gjaldeyri í garðinum. Skiptu
yfir í græna garðyrkju næst þegar
þú kaupir sláttugræjur í garðinn.
Orkuskipti í garðinum
Michael Mann
sendiherra ESB
á Íslandi
Megintilgangurinn með
orkupakkanum er að
veita neytendum ódýra og
örugga orku með tilstilli
markaðsafla og hann er ekki
nokkur ógn við framkvæmd
íslenskrar orkustefnu.
Hvernig væri að staldra
aðeins við þegar næsta sláttu-
vél eða orf er keypt og kýla
á orkuskipti í garðinum?
Sláttuvélar sem ganga fyrir
rafmagni eru mun ódýrari í
rekstri og oft ódýrari í inn-
kaupum líka.
Sigurður
Friðleifsson
framkvæmda-
stjóri Orkuseturs
Halla Signý
Kristjánsdóttir
þingmaður
Framsóknar-
flokksins í
NV-kjördæmi
Þetta þarf alls ekki að vera
svona, því opinberum
störfum er ekki að fækka á
landsvísu. Þau eru bara með
óeðlilega samþjöppunar-
eiginleika og sogast til höfuð-
borgarsvæðisins.
7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð