Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 20
Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Flest bendir
til að þrauta-
ganga Vinstri
grænna í
þessu ríkis-
stjórnarsam-
starfi sé hafin.
Snjallt hug-
vitsfólk þarf
ekki að bera
sig saman við
Edison eða
aðra uppfinn-
ingamenn.
Hagnýtar og
snjallar
lausnir koma í
öllum stærð-
um og gerð-
um.
Hún er lífseig sú árátta að skreyta umræðu um nýsköpun með mynd af glóperu, gömlu góðu ljósaperunni. Margt gefur til-
efni til að endurskoða þessa klisju.
Í fyrsta lagi þá þrengja klisjur að hugsun. Þegar
seilst er eftir klisju sleppir fólk því að hugsa,
situr fast í gömlu fari og missir af tækifæri til að
fá nýjar og spennandi hugmyndir. Glóperan er
aldargömul og er tákn um úrelta og orkufreka
tækni á hraðri útleið.
En meginástæðan fyrir því að glópera hentar
illa sem tákn fyrir nýsköpun er að nýsköpun þarf
alls ekki að vera uppfinning. Nýnæmið er oft
fólgið í því að nota þekkta tækni eða hugmyndir
á nýjan hátt. Með því að vitna ítrekað í glóperu
Edisons er nýsköpun jafnað við uppfinningu, og
það enga smá uppfinningu. Mark nýsköpunar er
þannig sett svo hátt að samlíkingin gæti dregið
kjark úr þeim sem ætla sér ekki endilega að gjör-
bylta lífsháttum margra kynslóða. Snjallt hug-
vitsfólk þarf ekki að bera sig saman við Edison
eða aðra uppfinningamenn. Hagnýtar og snjallar
lausnir koma í öllum stærðum og gerðum. Fyrsta
skrefið er að móta hugmyndina og kynna sér
skrefin sem þarf að stíga og í hvaða röð þarf að
stíga þau.
Heimsækið vefinn okkar
Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.
is er mikið af hentugu efni til að kynna sér og fara
í gegnum þegar unnið er með nýsköpun og nýjar
hugmyndir. Auk upplýsinga eru þar sniðmát fyrir
hugmyndavinnu og reiknilíkön fyrir rekstrar- og
viðskiptaáætlanir.
Fyrsta skref þitt sem frumkvöðull ætti að vera
að heimsækja vefinn okkar www.nmi.is – og stíga
fyrstu skrefin í að útfæra hugmyndina þína, hversu
stór eða smá sem hún er. Útfærslan og nánari
vinna er sú deigla sem mun skera úr um gildi
hugmyndarinnar. Og hún þarf alls ekki að vera
glópera.
Nei, ekki ljósaperu!
Fjalar
Sigurðarson
markaðsstjóri
Nýsköpunarmið-
stöðvar Íslands
Þegar stjórnmálaflokkar með ólíkar áherslur fara í ríkisstjórnarsamstarf þurfa þeir vitanleg að ná málamiðlun í ýmsum málum. Í núverandi ríkis-stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðis-flokks og Framsóknarflokks hefur málamiðlun
milli flokkanna nær eingöngu falist í því að Vinstri græn
gefa eftir. Við þetta bætist að Framsóknarflokkurinn
fylgir Sjálfstæðisflokknum sjálfkrafa, sennilega af
gömlum vana, allavega er eins og menn þar á bæ kunni
ekki annað. Fyrir vikið gleymist jafnvel að Framsóknar-
flokkurinn er hluti af þessari ríkisstjórn. Hann er svo
passífur að það er eins og hann sé ekki á svæðinu.
Á sama tíma sést á Vinstri grænum að þau eru farin
að þjást verulega í ríkisstjórnarsamstarfinu. Útspilið um
lækkun veiðigjalda, sem hyglar stórum fyrirtækjum í
sjávarútvegi, gat ekki annað en valdið ógleði innan raða
Vinstri grænna. Það hlýtur að hafa aukið mjög á þessa
vanlíðan að einn þingmanna flokksins er formaður
atvinnuveganefndar en meirihluti hennar lagði frum-
varpið fram. Vinstri græn reyndu að réttlæta stuðning
sinn við frumvarpið með hjali um umhyggju sína fyrir
minni fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þá umhyggju hefði
þurft að sýna í annars konar aðgerðum en þeim að leggja
fram og styðja frumvarp þar sem tíu stærstu útgerðirnar
áttu að fá um helming lækkunarinnar.
Samfylkingin og Viðreisn virðast vera sérlega næm
á þjáningar Vinstri grænna og þótt þessir tveir flokkar
séu á ýmsan hátt velviljaðir þeim sem eiga bágt vilja þeir
fremur auka vanlíðan Vinstri grænna en draga úr henni.
Allavega hömuðust þessir flokkar á Vinstri grænum í
eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í vikunni, enda ekki
vanþörf á að veita tiltal flokki sem hefur frá stjórnar-
myndun tölt á eftir Sjálfstæðisflokknum, vansæll og
niðurlútur. Það er hörmungarsjón.
Vinstri græn er flokkur sem allt frá stofnun hefur
hamrað á mikilvægi þess að jafna kjörin, rétta hag þeirra
sem minnst eiga og skapa þannig réttlátara samfélag. Það
er sannarlega komin upp óvænt staða þegar flokkurinn
leggst á árar með Sjálfstæðisflokknum í því að greiða
götu útgerðarauðvaldsins. Ólíklegt er að þjóðin sé sam-
mála því að sá samfélagshópur þurfi á alveg sérstökum
stuðningi að halda. Forsvarsmenn stórútgerðarinnar
hafa verið iðnir við það síðustu ár að greiða sér ríflegan
arð. Þeir sem slíkt gera líða ekki skort, samt þagnar grát-
kór útgerðarinnar svo að segja aldrei, heldur barmar sér
stöðugt. Ætíð getur hann svo leitað huggunar og skjóls í
náðarfaðmi Sjálfstæðisflokksins og mætt þar djúpum og
innilegum skilningi og ekta blíðu.
Hin harða gagnrýni sem Vinstri græn hafa orðið að
þola vegna þjónkunar sinnar við útgerðarauðvaldið og
Sjálfstæðisflokkinn hefur orðið til þess að nú er flokkur-
inn að hrökklast frá málinu og er með því að reyna að
bjarga heiðri sínum. Kjósendur bíða svo spenntir eftir því
hvernig flokkurinn muni bregðast við þegar sjávarútvegs-
ráðherra leggur í fyllingu tímans fram nýtt frumvarp um
veiðigjöld þar sem stórútgerðinni verður vafalítið hyglað.
Flest bendir til að þrautaganga Vinstri grænna í þessu
ríkisstjórnarsamstarfi sé hafin. Rík ástæða er til að ætla
að hún muni enda með ósköpum.
Þrautagangan
Andleysi þéttingarinnar
Hjálmar Sveinsson hefur, sem
borgarfulltrúi Samfylkingar,
verið mjög áfram um þéttingu
byggðar og tíðrætt um kosti
hennar. Ákveðinn viðsnúningur
er frá 2009 þegar hann fann þétt-
ingunni flest til foráttu í greininni
„Skipulag auðnarinnar“ sem
birtist í Skírni. Þar talaði hann um
„þéttingu“ sem andlaust orð og
„hve nytjahyggjurökin hafa vegið
þungt“ í umræðunni um þéttingu
byggðar á Íslandi. Þéttingarstefna
sem var sett formlega á dagskrá í
svæðisskipulagi 2002 hafi þegar til
kom ekki reynst hafa „neitt með
lífsgæði að gera; bætt almennings-
rými, framúrskarandi hönnun,
félagslegan jöfnuð eða ábyrga
umhverfisstefnu“. Í framkvæmd
hafi hún orðið „frítt spil fyrir fjár-
festa og byggingaverktaka“.
Borgarstjórn verktakanna
Þótt grein Hjálmars sé ekki nema
níu ára gömul er hún nú þegar
orðin áhugaverð í sögulegu ljósi.
Ekki síst kenningar um að öll
þéttingaráform hafi miðast við
hagsmuni verktaka. Fráfarandi
borgarstjórn þykir nefnilega
hafa verið verktökum ákaflega
leiðitöm. Tilfinnanlegur skortur
er á íbúðarhúsnæði og helst
virðist byggt á dýrum stöðum
með ávísun á hvers kyns brask og
ákvarðanir í þessum efnum hafa
gagnast einmitt verktökum miklu
frekar en til dæmis ungu fólki sem
situr fast í foreldrahúsum vegna
íbúðaskorts.
thorarinn@frettabladid.is
Skráning og nánari upplýsingar á
www.frettabladid.is/hmleikur
HM leikur
Fréttablaðsins og Heimilistækja
þú gætir unnið Philips 65“
snjallsjónvarp!
7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN