Brautin - 15.12.1965, Qupperneq 9
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR 1965
7
Lóðsinn, sem aldrei fékk kaup.
í 40 ár leiðbeindi „Pelorus Jack“ skipum örugglega um French Pass,
og forðaði, að allra dómi, hundruðum mannsiífa frá grandi.
Einn þekktasti og vinsælasti lóðs
í allri sjóferðasögu mannkynsins,
starfaði, ef svo mætti segja, í 40
ár og forðaði á þeim tíma hundr-
uðum mannslífa frá grandi, hann
fékk ekkert kaup fyrir starf sitt —
hann kunni hvorki að lesa né skrifa
og þekkti ekkert til peninga. Hann
var kallaður Pelorus Jack, lóðsinn,
sem aldrei fékk kaup.
Hver annar lóðs mundi hafa af
öryggi og trúmennsku leiðbeint
hundruðum skipa um stórhættuleg-
ar siglingaleiðir án nokkurra launa?
Einustu launin, sem hann nokkru
sinni fékk var skammbyssuskot í
bakið, en honum var ekki fyrr batn
að en hann mætti aftur til þessa
starfs síns.
Pelorus Jack var ekki aðeins
mjög snjall í að rata þessar hættu-
legu siglingaleiðir, hann var einnig
einn mesti sundgarpur heimsins. í
full 40 ár stundaði hann frábæri-
lega vel þetta starf á hættulegum
leiðum við 'strendur Nýja Sjálands,
án þess að eitt einasta skip er
hann leiðbeindi, færist eða hlekkt-
ist á, hvernig sem veðrið var, vont
eða gott.
Furðulegur lóðs, mun margur
segja, já, það er satt, en Pelorus
Jack var ekki maður, heldur hnýsa.
Við strendur Nýja Sjálands eru
miklir straumar fram hjá D’Urville
eyjunum, þar sem kallað er French
Pass. Það liggur frá Pelorus sund-
inu að Tasman flóanum. Með því
að fara þessa leið stytta skipin sér
mikið leið, en þetta er hættulegt
svæði. Mjög breytilegir straumar,
boðar og grynningar eru sjófarend-
um mikil hætta þarna. French Pass
hafði mjög illt orð á sér meðal sjó-
manna, þangað til Pelorus Jack
kom til sögunnar. Vegna leiðsögu
hans þótti engin hætta að fara
þessa leið í 40 ár.
Fyrsta seglskipið, sem vitað er
um, að hafi notið leiðsagnar Pelor-
us Jacks var skonnortan Brindle, á
leið frá Boston til Sidney, farm-
urinn var vélar og skófatnaður.
Brindle þreifaði sig áfram, ef svo
mætti segja, morgun einn í stormi
og þoku, gegnum French Pass árið
1871, þegar áhöfnin allt í einu sá ó-
venjulega stóra hnýsu, sem lék sér
fyrir framan bóginn á skipinu. Hún
skaust upp úr sjónum, stundum
nokkuð hátt, eins og hnýsur oft
gera, og hegðaði sér líkt og hvolp-
ur, sem er yfir sig glaður yfir að fá
leikfélaga.
Nokkrir sjómannanna héldu, að
hér væri á ferðinni ungi af stóru
hvaltegundunum og vildu reyna að
skutla hann, en kona skipstjórans
gat komið í veg fyrir það. Og ein-
hvern veginn fór svo, að þeir eltu
hnýsuna gegnum French Pass og
höfðu alltaf öruggt dýpi alla leið,
þrátt fyrir regn og þoku og þar af
leiðandi mjög lélegt skyggni.
Ekki finnast eldri heimildir um
leiðsögu Jacks og er þessi ferð
Brindle talin sú fyrsta hjá honum.
Eftir þetta var hann þarna í 40 ár
og virtist hann bíða eftir þeim skip-
um, sem þessa leið fóru. Hann fékk
fljótlega nafnið Pelorus Jack og
frægð hans flaug um allan heim og
æ fleiri sjómenn höfðu ástæðu til
að þakka honum örugga fylgd á
hættulegum slóðum.
Sjómenn og farþegar biðu jafnan
með eftirvæntingu eftir að sjá hann
og heilsuðu honum venjulega með
dynjandi húrrahrópum, því að með
hans leiðsögn voru þeir alveg ör-
uggir. Hin stóra hnýsa lék sér við
skipshliðina og stökk stundum hátt
í loft upp. Hann átti aldrei í vanda
með að halda sama hraða og skipin,
því hann var einn mesti sundgarp-
ur heimsins.
Jack synti við hlið skipsins mílu
eftir mílu, stundum stjórnborðs-
megin, stundum bakborðsmegin,
líkt og góður fjárhundur, sem væri
að gæta hjarðarinnar. En um leið
og skipið nálgaðist French Pass,
flutti hann sig fram fyrir skipið
og hélt sig þar, þar sem maðurinn
við stýrið gat séð hann, og þar hélt
hann sig, þangað til skipið var ör-
ugglega komið fram hjá öllum
hættum.
Árið 1903 særði drukkinn far-
þegi um borð í Penguin þennan
vin og átrúnaðargoð sjómannanna,
með skammbyssuskoti í bakið. Á-
höfn skipsins varð alveg hamstola
af reiði og ætlaði hreinlega að
henda þessum skotglaða farþega
fyrir borð, en yfirmenn skipsins
höfðu að koma í veg fyrir það og
urðu að gæta hans upp frá því til
ferðarloka.
í tvær vikur eftir þetta varð eng-
inn var við Jack og allir héldu að
hann væri dauður, en einn góðan
veðurdag skaut honum upp aftur
í French Pass sem hinum trygga
leiðsögumanni sjómannanna.
Borgarstjórnin í Weliington sam-
þykkti lög, sem áttu að vernda
Jack fyrir öllum árásum af manna-
völdum og það voru lög, sem sjó-
mennirnir með mikilli ánægju
framfylgdu.
Eftir að farþeginn á Penguin
skaut á hann, forðaðist Jack alltaf
þetta skip — og það var eina skip-
ið, sem hann neitaði um fylgd.
Þetta vakti athygli sjómanna og
þeir vildu ekki ráða sig á þetta
skip, sögðu að illa myndi fara fyr-
ir skipi,, sem Jack vildi ekki leið-
beina — og það kom fram, Penguin
fórst á skeri á þessum slóðum —
að sögn vegna þess að hinn trausta
lóðs vantaði, og margir menn fór-
ust.
Til að fá örugga vitneskju um að
hér væri um hnýsu að ræða, en
ekki einhverja aðra stórfiskateg-
und, fóru ýmsir fræðimenn margar
ferðir gegnum Frenc Pass, og þeir
komust að eþirri niðurstöðu, að um
mjög stóra hnýsu væri að ræða.
Pelorus Jack var mjög trúr í
þessari sjálfskipuðu stöðu sinni, en
aldurinn segir til sín. Frá því að
fyrst varð vart við hann, og þar til
að hann hætti að mæta til þessa
merkilega starfs, leiðbeindi hann
hundruðum skipa um þetta hættu-
lega svæði og hann varð frægur
um öll heimsins höf.
Frá sinni fyrstu ferð, er hann
Frh. á næstu síðu.