Brautin


Brautin - 15.12.1965, Qupperneq 17

Brautin - 15.12.1965, Qupperneq 17
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR 1965 15 DULARFULLIR... Framh. af síðustu lcsmálssíðu. izt á eitthvað og sokkið, hefðu bóm ullarballarnir, sem á dekki voru, áreiðanlega flotið og fundizt, og ef ketilsprenging hefði orðið, er fullvíst að eitthvað brak hefði fundizt úr skipinu. En ekki nokkur hlutur fannst, skip ,sem var 180 feta langt og 35 feta breitt, fullhlaðið vörum, með 55 farþega innanborðs og alla á- höfn, fer fyrir bugðu á fljótinu og hverfur — fyrir fullt og allt. SKÓLASKIP HVERFUR. Hinn 14. desember 1928 lá danska skólaskipið Köbenhavn ferðbúið í Montevideo, beðið var eftir þeim 50 nemendum, sem á.skipinu voru, þeir voru í kveðjuveizlu í danska sendiráðinu. Þetta var þeirra síð- asta ferð með skipinu. Þegar til Danmerkur kæmi, færu þeir af skip inu sem fullgildir sjómenn. Piltarn- ir litu björtum augum til framtíðar- innar og engan grunaði, að Köben- havn með öllum, sem um borð voru, yrði horfið af yfirborði sjávar eft- ir nokkrar klukkustundir. Rétt fyrir klukkan tólf komu þeir um borð, landfestar voru leyst- ar o gskipið leið hægt út úr höfn- inni, fór fram hjá nokkrum litlum fiskibátum — og hvarf. Skip, sem skömmu seinna komu til Montevi- deu, hefðu átt að mæta hinu danska skólaskipi, en enginn varð var við það eða áhöfn þess. Eins og Iron Mountain var Köbenhavn gjörsam- lega horfin, án þess að svo mikið sem ein spíta fyndist úr því. IIERFLOKKAR IIVERFA. Dæmi eru þess ,að stórir herflokk ar hafi horfið á óskiljanlegan hátt, slíkt skeði t. d í spánska erfða- stríðinu. 4000 manna velþjálfaður og vel útbúinn her tók sér náttból á bakka ár einnar nálægt Pyren- eafjöllunum. Morguninn eftir tóku þeir saman föggur sínar, röðuðu sér upp og héldu af stað, sást síð- ast að þeir stefnudu til fjalla. Síð- an hefur ekkert til þeirra spurzt. Ekki einn einasti maður af þessum fjórum þúsundum hefur fundizt, hvorki lifandi eða dauður. Sömu sögu er að segja af 650 manna flokki franskra nýlenduher- manna, sem voru á göngu til Sai- gon í Indó-Kína árið 1858. Þar sem þeir þrömmuðu áfram á sléttu svæði um það bil 25 km. frá borg- inni, hurfu þeir gjörsamlega eins og jörðin hefði gleypt þá, og fundust aldrei síðan. Það var hráslagalegan jóladags- morgun á Themsárbökkum. Lotinn aldurhniginn og blindur maður handlék fiðlu krókloppinn og reyndi að spila. Það var hans lifi- brauð. Tveir menn, vel til fara, áttu leið þarna fram hjá, og þeir stöldruðu við, til að virða fyrir sér þennan aumkunarverða mann. Annar þeirra, skarpholda maður og útitekinn, klappaði vingjarnlega á öxlina á blinda manninum og sagði á dálítið bjagaðri ensku: — Óheppinn í dag, ha? Enginn gefur peninga. Slæmur dagur? — Víst er jóladagurinn góður dagur, herra, svaraði blindi maður- inn. En veðrið er svo kalt og bless- að fólkið kærir sig ekki um að opna hjá sér gluggana. — Láttu það opna, svaraði hinn, sargkenndri, óstyrkri röddu. — Spilaðu þangað til það opnar gluggana. — Eg vildi að ég gæti það í allra heilagra nafni, svaraði blindi mað- urinn. Skyndilega rétti hinn grannleiti aðkomumaður út höndina og greip fiðluna. — Kannski að ég ætti að spila? sagði hann. — Kannski að ég geti fengið það til að opna gluggana? Hann tók af sér hanzkana og sveiflaði boganum eins og hljóm- sveitarstjóri með taktsprota, og litla fiðlan eins og vaknaði af blundi. Hún var sem þrungin lífi og þrótti í höndum hans. Tónarnir dönsuðu og streymdu fram, og það var eins og æðri heimur hljóma og hrynjandi hefði skyndilega opnazt þarna á svalri götunni. Gluggi var opnaður og skildíng- ur flaug niður á gangstéttina. Það marraði í öðrum glugga, og annarr skildingur fauk. Peningar komu nú eins og skúr yfir gangstéttina, þar sem mennirnir þrír stóðu Karlar, konur og börn lágu úti í gluggum og dyrum og hlustuðu bergnumin. En svo hætti hann að spila, og skildingarnir glömruðu í vasa gamla mannsins. —- Þetta er helgidagur, sagði sá, sem leikið hafði, farðu nú heim, vinur, og hvíldu þig, haltu daginn hátíðlegan. — Nafn þitt, nafn þitt, hvíslaði öldungurinn, þegar hann tók skjálf andi við fiðlunni. -— Þeir kalla hann Paganini, svar aði hinn aðkomumaðurinn. FÉLAGIÐ HJARTAVERND heldur almennan fund á 3. í jól- um í K. F. U. M. húsinu. Aðal- fundur félagsins verður á eftir. — Tekið á móti nýjum félögum. í’undurinn hefst kl. 8,30. ■OFTLIIÐIS LANDA MILL ÖRYGGI ÞÆGINDI - HRAÐI \ >ÆGILEGAR HRAÐFEREHR HEIMAN 0G HEIM WGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN 0G HEIM Fljúgið með hinum góðkunnu Rolls Royce 400 og Cloudmaster flugvélum vorum, sem búnar eru ratsjóm. Seljum farseðla til flugstöðva um heim allan. Umboðsmaður vor í Vestmannaeyjum er JAKOB Ó. ÓLAFSSON Sími 1194. hamiiom SPARISJOÐUR VESTMANNAEYJA óskar öllum Eyjabúum GLEÐILEGRA JÓLA og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA Sendum viðskiptavinum vorum beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. MAGNÚSARBAKARÍ.

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.