Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Page 8
8 UMRÆÐA
Sandkorn
6. desember 2019
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Kerfið sem gerir menn að goðum
E
f ég segði upp vinnunni
minni í dag væri ég bund
in ráðningarsamningi.
Hann kveður á um þriggja
mánaða uppsagnarfrest. Ef
vinnuveitandinn minn færi fram
á að ég legði strax niður störf fengi
ég þessa þrjá mánuði greidda.
Síðan tæki við erfið atvinnuleit og
hugsanlega skráning á atvinnu
leysisbætur í framhaldinu, alla
vega miðað við núverandi ástand
á vinnumarkaði. Ofan á hvað það
er glatað að missa vinnuna bætast
við fjárhagsáhyggjur, óvissa, óör
yggi og depurð. Sært stolt. Sjálfs
efi. Andlegt þrot í margar vikur,
sem bitnar á einkalífinu.
Nokkurn veginn svona er
það svona pöpulinn að missa
vinnuna, eins og fjölmargir hafa
þurft að upplifa síðustu mánuði.
Mörg hundruð manns hefur verið
sagt upp undanfarið og fjölmargir
eru enn án vinnu. Ástandið á
vinnumarkaði er heldur ekki lík
legt til að lagast á næstunni og
búa því margir við það ástand að
hafa ekki hugmynd um hvenær
þeir komast aftur út á vinnu
markaðinn og ná að sjá fjöl
skyldu sinni farborða.
Svo eru það þeir sem
eru á sérdíl. „Special prize
for you my friend,“ eins
og braskararnir segja
þegar þeir reyna að selja
grandalausum, sólar
þyrstum Íslendingum
alls konar drasl sem
engan í veröldinni
vantar. Menn eins og
ríkislögreglustjóri sem
virðist vera rót alls kyns
deilna og sundrungar innan lög
reglunnar. Menn sem taka um
deildar ákvarðanir en þurfa aldrei
að svara fyrir neitt. Menn sem eru
bendlaðir, trekk í trekk, við alvar
leg mál en þurfa enga ábyrgð að
axla. Þeir, af öllum, fá sérdílinn.
Þeir fá að hætta í sínu starfi
með reisn og fá fína ráðgjafa
stöðu í þrjá mánuði. Þeir
halda óskertum laun
um eftir starfslok í
tvö ár. Þeir fá fjöru
tíu milljónir fyrir að
sitja heima að drekka
kaffi, spila golf, leika
við barnabörnin,
kaupa í matinn.
Þeir þurfa ekki að
skrá sig á atvinnu
leysisbætur. Þeir
þurfa ekki að lifa í
óöryggi og óvissu.
Þeir þurfa engar
áhyggjur af fjárhagnum að hafa.
Ef einhver efaðist einhvern
tímann um að stéttaskipting
væri á Íslandi, að hér byggju þau
og við, þá kristallast það í þess
um galna starfslokasamningi við
mann sem skilur heilt embætti
eftir í rjúkandi rúst, að svo virðist.
Og af hverju gerist svona lagað?
Hvernig er hægt að réttlæta þetta?
Jú, út af því að hér á Íslandi erum
við með úrelt embættismanna
kerfi sem býður upp á spillingu og
frændhygli. Kerfi sem gerir emb
ættismenn að goðum sem eru
ósnertanleg. Kerfi sem tryggir að
það þarf stjarnfræðilega alvar
lega kvörtun, kæru eða klögun
til að koma þessum mönnum úr
embætti að það jaðrar við að vera
sturlun. Þess vegna sitja þeir sem
fastast. Og fá svo feitan starfsloka
samning. Sem við, pöpullinn,
þurfum að borga. n
Spurning vikunnar Hver er besta jólamyndin?
„Ég horfi alltaf á Polar Express til að
koma mér í jólaskapið, þótt Tom Hanks
sé pínu „creepy“ svona „animated“.“
Eyja Sigríður Gunnlaugsdótt-
ir, nemi og skemmtikraftur.
„Ég er meira í bókunum yfir jólin, en
þegar ég horfi á mynd verður það Home
Alone 1.“
Hrói Hróbjartur Höskuldsson,
nemi.
„Ég verð að segja Elf með Will Ferrel, ég
ligg í kasti yfir henni hver einustu jól.“
Hali Hallgrímur Þorsteins-
son, athafnamaður.
„Það hafa ekki liðið jól þar sem ég
hef ekki horft á How the Grinch Stole
Christmas, sem á svo sem vel við þar
sem ég er svoddan Grinch sjálf .“
Sara, nemi og
handavinnukona.
Jæja RÚV, hvað er að
frétta?
Ríkisútvarpið, ríkisrekinn fjöl
miðill okkar allra, hefur verið
kærður til úrskurðarnefndar
um upplýsingamál því menn
þar á bæ ætla ekki að greina
frá því hvaða einstaklingar
sækja um stöðu útvarpsstjóra.
Gott og vel. Fyrir þessari
ákvörðun hljótum við sem Ís
lendingar að trúa því að góð
og gild rök liggi að baki. Eða
hvað? Ástæðan er sem sagt sú
að með þessu vilja þeir laða
að betri umsækjendur. Því
eins og allir vita þá eru það
allra bestu umsækjendurnir
sem ekki vilja gangast við
umsókn sinni opinberlega
þótt þeir séu að sækja um hjá
opinberu hlutafélagi í ríkis
eigu. Auk þess hefur RÚV
bent á að Capacent, sem sér
um ráðninguna, hafi ráðlagt
það. Leyndarhyggja strax við
ráðningu. Þetta verður líklega
vel valinn og farsæll útvarps
stjóri. Ekki að við getum tek
ið afstöðu til þess, enda fáum
við ekki að vita hvort hann
eða hún var hæfasti umsækj
andinn. En það þekkist vart í
íslensku þjóðfélagi að menn
séu ráðnir án þess að vera
hæfastir. Nei, það hefur aldrei
gerst.
Þrot hjá múm-liðum
Félagið Krakkalakkar ehf. hef
ur verið tekið til gjaldþrota
skipta og verður skiptafund
ur haldinn í mars á næsta
ári. Eigendur félagsins eru
þeir Gunnar Örn Tynes og Örvar
Smárason. Eiga þeir helmings
hlut í félaginu hvor um sig en
þeir eru hvað þekktastir fyr
ir að slá í gegn með hljóm
sveitinni Múm sem þeir stofn
uðu árið 1997. Hljómsveitin
er enn starfandi og hefur not
ið gífurlegrar hylli um allan
heim. Félagið Krakkalakkar
ehf. sá til að mynda um útgáfu
krakkatímaritsins Krakkalakk
ar, en ritstjóri þess var Guðbjörg
Gissurardóttir.
Vetrargleði Réttu græjurnar skipta öllu máli.
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is