Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Qupperneq 18
18 6. desember 2019FRÉTTIR
LAND HINNA
STARFSLOKASAMNINGA
www.gilbert.is
VERÐ FRÁ:
29.900,-
við kynnum NÝ
arc-tic Retro Úr
n Fólk græðir milljónir á að hætta í vinnu n Hér eru nokkrir af stærstu
starfslokasamningum síðustu missera
Ó
hætt er að segja að starfs-
lokasamningur Haraldar
Johannessen ríkislögreglu-
stjóra hafi valdið miklum
usla á meðal almennings. Harald-
ur lætur af störfum í byrjun næsta
árs og verður á óskertum launum
og starfskjörum sem hann hefur
haft, til 30. júní 2021. Í kjölfar þess
verður hann á biðlaunum til loka
sama árs. Þetta kom fram í starfs-
lokasamningi Haraldar. Fær Har-
aldur um fjörutíu milljónir í sinn
hlut, eða 126 föld lágmarkslaun í
landinu.
Að gefnu tilefni skoðum við
fleiri starfslokasamninga sem
hafa sett samfélagið á hliðina og
létt fjárhirslur almennings heil-
mikið.
Seðlabanki Íslands greiddi Ingi-
björgu Guðbjartsdóttur, fyrrver-
andi framkvæmdastjóra gjald-
eyriseftirlits hjá bankanum,
rúmlega 18 milljónir króna við
starfslok hennar hjá bankanum
árið 2016.
Heildarupphæð: 18.000.000 kr.
Það eru …
… 75.000 lítrar af bensíni
… 120 ísskápar
… 45.000 ísar með dýfu
Oddur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri kirkjuráðs, nýtur góðs
af sínum starfslokum. Oddi var sagt
upp störfum í byrjun október og
hlýtur hvorki meira né minna 20
milljónir frá Kirkjumálasjóði næstu
19 mánuði. Oddur hafði starfað hjá
kirkjuráði í þrjú ár.
Heildarupphæð: 20.000.000 kr.
Það eru …
… 57.000 pokar af lakkrísreimum
… 1 sumarbústaður á Suðurlandi
… 1.200 flugferðir til Kaupmanna-
hafnar, fram og til baka
Steinþór Pálsson, fyrrver-
andi bankastjóri Lands-
bankans, lét af störfum og
hlaut rúmar 25 milljón-
ir króna eftir starfslokin frá
bankanum.
Heildarupphæð: 25.000.000 kr.
Það eru …
… tæplega 140.000 lítrar
af mjólk
… tæplega 15.000 bíómiðar
… 9 nýjar Yaris-bifreiðar
Auðun Freyr Ingvarsson,
sem sagði af sér sem fram-
kvæmdastjóri Félagsbú-
staða í október í fyrra, í
kjölfar 330 milljóna króna
framúrkeyrslu vegna fram-
kvæmda við Írabakka, fékk
greiddar alls 36,990 milljón-
ir í laun og hlunnindi fyrir
árið 2018.
Heildarupphæð: 36.990.000 kr.
Það eru …
… rúmlega 13.000 pítsur á
veitingastað
… tæplega 80.000
strætómiðar fyrir fullorðna
… rúmlega 1 raðhús í Þor-
lákshöfn
Hösk uld ur H. Ólafs son, fyrr ver andi banka stjóri Ari on banka, fékk
150 millj ón ir króna við starfs lok sín hjá bank an um, að því er fram
kem ur í reikn ings skil um bank ans fyr ir ann an árs fjórðung 2019.
Heildarupphæð: 150.000.000 kr.
Það eru …
… næstum því 500 föld lágmarkslaun
… nóg til að kaupa rúmlega 300.000 tilboð af pylsu og kók
… 30.000 Teslur Model 3
Sandur af seðlum
37 milljónir í laun
og hlunnindi
Skyldi sáttur við bankann
Sæll bankastjóri