Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Síða 28
28 FÓKUS 6. desember 2019 Ástin spyr ekki um aldur Ástin er eins og sinueldur og oft verður mikið bál af litlum neista. Ástin spyr ekki um stað og stöðu – ekki heldur um aldur. Fólk nær saman óháð því hver fæðingardagur þess er og lætur ekki á sig fá þótt annað fólk slúðri um aldursmuninn. Hér eru nokk- ur pör sem sanna að aldur er bara tala á blaði og stjórnar ekki málefnum hjartans. George og Amal Clooney: 17 ár Það kom mörgum í opna skjöldu þegar einn eftirsóttasti piparsveinn heims, leikarinn George Clooney, tilkynnti trú- lofun sína og mannréttinda- lögfræðingsins Amal, sem þá var Alamuddin, árið 2014. Hann var þá 52 ára en hún 35 ára. Þau gengu í það heilaga stuttu síðar, um ári eftir að þau kynntust, og eignuðust tvíburana Ellu og Alexander í júní árið 2017. Ellen DeGeneres og Portia de Rossi: 15 ár Sjónvarpsstjörn- urnar tvær byrj- uðu að slá sér upp árið 2004 og fóru að búa saman ári síðar. Þær giftu sig síðan árið 2008 og hafa verið saman allar götur síðan, en Ellen er fimmt- án árum eldri en Portia. Jason Statham og Rosie­ Huntington­Whiteley: 20 ár Leikarinn Jason Statham, 52 ára, og Rosie, 32 ára, byrjuðu saman árið 2010 og trúlofuðu sig í janúar árið 2016. Stuttu síðar tilkynntu þau að þau ættu von á sínu fyrsta barni og fæddist þeim sonurinn Jack Oscar Statham í júní árið 2017. Michael Douglas og Catherine Zeta­Jones: 25 ár Þótt 25 ár aðskilji leikkonuna og leikarann þá vill svo heppilega til að þau eiga sama afmælisdag – þann 25. september. Parið kynntist á kvikmynda- hátíð árið 1996. Þremur árum síðar fór Michael á skeljarnar, að- eins mánuði eftir að skötuhjúin staðfestu að Catherine væri ólétt. Leikkonan fæddi soninn Dylan í ágúst árið 1999 og leikarahjónin gengu upp að altarinu í nóvember árið 2000. Þau skildu að borði og sæng um skeið árið 2013 en fundu fljótt aftur ástarneistann sem sameinaði þau í upphafi. Sarah Paulson og Holland Taylor: 31 ár Sögusagnir um að leik- konan Sarah Paulson, þá 41 árs, væri að slá sér upp með goðsögninni Holland Taylor, þá 72 ára, kvisuðust árið 2015. Sarah staðfesti þennan orðróm í viðtali við New York Times árið 2016. Þær eru enn saman þrátt fyrir alls konar ljótt umtal um aldursmuninn. Sönn ást á ferð. Harrison Ford og Calista Flock­ hart: 22 ár Leikarinn og leik- konan hittust fyrst á Golden Globe-verðlaunahátíðinni árið 2002. Þá var Harrison sex- tugur og Calista 38 ára. Ástin kviknaði og þau slógu sér upp í sjö og hálft ár áður en Harri- son bað Calistu árið 2009. Þau giftu sig síðar sama ár og hafa ættleitt einn son saman, þessir kæru Íslandsvinir. Alec og Hilaria Baldwin: 26 ár Skötuhjúin kynntust í febrúar árið 2011 og færðist fljótt mikil alvara í sambandið. Á fyrstu fimm mánuðum sam- bandsins fluttu byrjuðu þau að búa saman, byrjuðu að íhuga brúðkaup og barneign- ir og giftu sig loks. Þau eiga fjögur börn saman, en Hilaria hefur talað mjög opinskátt um fósturmissi á samfélags- miðlum. Emma Heming og Bruce Willis: 23 ár Emma og Bruce giftu sig árið 2009 og eiga tvær dætur saman. Alexis Roderick og Billy Joel: 33 ár Tónlistarmaðurinn Billy Joel kvæntist í fjórða sinn árið 2015 og var Alex- is sú heppna. Hjónin eign- uðust dótturina Dellu Rose árið 2015 og dótturina Remy Anne tveimur árum síðar. Rod Stewart og Penny Lancaster: 26 ár Goðsögnin Rod Stewart kvænt- ist fyrirsætunni Penny Lancaster árið 2007. Penny er þriðja eigin- kona Rods, sem er 74 ára. Penny er hins vegar 48 ára. Penny og Rod eiga tvo syni saman, Alastair og Aiden. Rod á sex önnur börn úr fyrri hjónaböndum. Elliot Spencer og Stephen Fry: 30 ár Sjónvarpsstjarnan Stephen er rúmlega sextugur en ljósmyndarinn Elliot er 32 ára. Skötuhjúin kynntust árið 2014 og smullu saman. Ári síðar giftu þeir sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.