Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Qupperneq 46
46 FÓKUS 6. desember 2019 YFIRHEYRSLAN Hjörtur Sævar Steinason Hjörtur Sævar Steinason úr Leikhópnum X hef- ur verið sérlega áberandi í haust. Bæði leikur hann lykilhlutverk í sjónvarpsþáttunum Góðir lands- menn og vakti mikla lukku í hlutverki samnefndrar, samkynhneigðrar vampíru í kvikmyndinni Þorsta. Hjörtur fer á stjá í yfirheyrslu DV þar sem hann rifjar meðal annars upp hvernig tilfinningin er að synda með hákörlum, hvað það var sem drap leiklistar- áhugann tímabundið og bestu ráð sem hann hefur fengið í tengslum við samfélagsmiðla. Hvaðan kemur áhuginn á leiklist? Það hefur alltaf blundað í mér leiklist. En ég var ekki nógu sterkur persónuleiki. Því í kringum 18–20 ára aldurinn var ég með einhverja tilburði í þessa átt og kunningjarnir spurðu mig: „Ertu einhver hommi eða hvað?“ Þetta gjörsam- lega drap þessar pælingar hjá mér. Svo var það 2009 sem ég tók þátt í Fangavaktinni að áhuginn kviknaði aftur. Og þetta var svo skemmtilegt að það varð bara að verða eitthvað meira. Eins og þegar maður ánetjast sem svo breytist í frygð sem erfitt er að fróa. Og svo með Leikhópnum X sem finna má á Facebook. Að skrælast með þeim er bara gaman. Hver var fyrsta vinnan þín? Þegar ég var 10–15 var ég í blaðburði og lausasölu á blöðum, en þegar ég var 15 ára fékk ég vinnu hjá BP niðri í porti á Laugarnesi Hvar líður þér best? Mér líður alls staðar best. Þegar ég geng til rjúpna, fer á gæs eða er með stöng í hönd. Er að jeppast, á vélsleða, leiklistast, vera að fjórhjólast, mótorhjólið eða hvers lags ævintýri. Allt er best. Hvað óttastu mest? Ég veit í rauninni ekki hvað það er, en ég er reyndar ánægður að búa á Íslandi þar sem ekki eru tarantúlur eða eitraðar slöngur. Hvert er mesta afrek þitt? Kannski þegar ég var einu sinni á hestamannamóti eða á Arnarvatnsheiði, gerðist líka þar, og við vorum í biðröð að grillinu. Það var verið að grilla pylsur og borgara þegar allt í einu stendur eldsúlan út úr slöngunni frá gaskútnum. Það sem gerðist er að allir viðstaddir hlupu frá. Nema ég labbaði að kútnum og strákurinn minn kallaði: „Pabbi, hvað ertu að gera?“ Þá skrúfaði ég bara fyrir gaskútinn og eldurinn dó og allir klöppuðu. Hver er frægasti einstaklingurinn í símaskránni þinni? Sennilegast er það Megas. Þótt ég sé með fleiri. Þá er ég svo mikill aðdáandi Megasar. Besta ráð sem þú hefur fengið? Ekki fara fullur á Facebook. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Er það til? Þetta er bara vinna eins og svo margt sem maður er ekkert að pæla í, bara gerir hlutina. Reyndar að þurrka af er frekar leiðinlegt. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég get ekki sagt það upphátt en mamma og konan mín vega þungt. Besta bíómynd allra tíma? Mér datt í hug að segja Þorsti en er sennilega of hlutdrægur. En hvað það var skemmtilegt að leika vampíru og drepa mann og annan. Svo þá segi ég bara Gladiator af mörgum. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Ég er nú bara þannig gerður að það fer ekkert í taugarnar á mér. Öllu er tekið með jafnaðargeði. Hverjir eru mannkostir þínir? Ef ég sé fólk vera að bogra yfir biluðum bíl eða eitthvað er að einhvers staðar, þá athuga ég hvort ég geti lagt því lið. Ég má ekkert aumt sjá. Konan mín er oft að vitna í þegar við vorum rétt við Hljóðakletta. Þá komum við að biluðum bíl. Það skipti engum togum ég skellti mér undir bílinn beint í moldina í hvítri skyrtu með bindi. En lestir? Afbrýðisemi stundum og sjálfsgagnrýni og þó ekki. Ég þykist oft vera kærulaus sem ég er alls ekki. Sem hefur stundum reynst illa því þá hef ég uppskorið vantraust. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Finna á lyktinni þegar þær eru í látum. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Veit ekki. Kannski þegar ég var á Bahama og fór að kafa. Komu þá, og voru syndandi allt um kring hákarlar. Mér stóð ekki alveg á sama. Tómas Valgeirsson tomas@dv.is M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.