Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 10
10 6. septemberFRÉTTIR n Útlendingar utan EES fá ekki endurgreidd iðgjöld þrátt fyrir lagaheimild n Segja útlendinga hafa misnotað heimildina Í fyrstu málsgrein 16. gr. sam- þykkta Gildis lífeyrissjóðs hef- ur um árabil mátt finna heimild til að endurgreiða ríkisborgur- um ríkja utan EES iðgjöld þegar þeir flytja frá Íslandi: „Heimilt er að endurgreiða iðgjöld til erlendra ríkisborgara þegar þeir flytjast úr landi, enda sé slíkt ekki óheim- ilt samkvæmt milliríkjasamning- um sem Ísland er aðili að. […] Óheimilt er að endurgreiða ið- gjöld til ríkis borgara annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins (EES).“ Er um lögfesta heimild að ræða og nýta margir lífeyrissjóðir landsins sér hana. Misvísandi upplýsingar á heimasíðu Í svari Gildis við fyrirspurn blaða- manns segir að þrátt fyrir heim- ildina hafi stjórnin tekið ákvörðun fyrir sex árum um að nýta hana ekki. „Stjórn Gildis ákvað árið 2013 að hætta að nýta heimildarákvæði þess efnis í lögum og samþykktum sjóðsins. Þar með hafa allir sjóð- félagar sömu réttindi, sem eru að þeir geta hafið töku ellilífeyris við sextíu ára aldur.“ Þrátt fyrir ítarlega leit gat blaðamaður hvergi á heima- síðu Gildis fundið upplýsingar um þessa ákvörðun, þvert á móti fann blaðamaður aðeins áður- nefnt heimildarákvæði sem birt- ist síðast í samþykkt stjórnar frá aðalfundi þessa árs. Ríkisborgar- ar utan EES geta því ekki feng- ið iðgjöld endurgreidd, þrátt fyr- ir lagaheimild, þrátt fyrir heimild í samþykktum, og geta með engu móti nálgast þessar upplýsingar fyrirfram til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvaða lífeyrissjóð þeir greiða í. Jafnframt gerir Gildi þeim ekki grein fyrir þessu er þeir hefja greiðslur í sjóðinn. Engu að síður er það mat Gildis að réttindi sjóðfélaga komi með skýrum hætti fram á heimasíðu þeirra. „Samþykktir stjórnar eru birt- ar í heild á heimasíðu Gildis eins og á heimasíðum allra lífeyris- sjóða. Hjá Gildi birtist þá um- rætt heimildarákvæði sem hluti af samþykktum. Sjóðurinn leggur á heimasíðu sinni áherslu á að birta upplýsingar um hvaða réttindi standa sjóðfélögum til boða. Síð- an hefur margoft verið yfirfarin og þykir sýna á skýran hátt hvaða réttindi sjóðfélagar eiga hjá Gildi.“ Stapi finnur ekki 2.000 sjóðfélaga á eftirlaunaaldri Jóna Finndís Jónsdóttir, forstöðu- maður réttindasviðs hjá Stapa líf- eyrissjóði, greindi frá því nýlega að hætta sé á að erlendir ríkisborgar- ar fari á mis við réttindi sín í líf- eyrissjóðum ef þeir sæki ekki rétt sinn. Um tvö þúsund sjóðfélagar Stapa á eftirlaunaaldri eru búsettir erlendis og hafa ekki sett sig í sam- band við sjóðinn, og sjóðurinn veit ekki um aðsetur þeirra. Þá benti Jóna einnig á að Stapi bjóði erlendum ríkisborgurum utan EES að fá iðgjöld endur- greidd við brottflutning, þó svo margir virðist ekki gera sér grein fyrir þessum rétti sínum. Stapi má ekki nota iðgjöld þeirra sem ekki finnast í þágu annara sjóðfélaga, þar sem ekki er vitað hvort fólk- ið sé lífs eða liðið. Í samtali við fréttastofu RÚV sagði Jóna að hún vildi gjarnan sjá meiri samvinnu milli lífeyrissjóða, Tryggingastofn- unar og Þjóðskrár til að halda utan um þessa einstaklinga og þeirra rétt. Margir misnotuðu heimildina Gildi nýtti heimildina fyrir árið 2013 og segir að erlendir ríkis- borgarar hafi misnotað hana: „Þegar erlendir ríkisborgarar utan EES höfðu heimild hjá Gildi til að fá iðgjöld sín endurgreidd átti það að gerast þegar þeir fluttu af landi brott. Þeir þurftu að sýna fram á fyrirhugaðan flutning meðal annars með því að framvísa flug- miða. Raunin var að margir úr þessum hópi misnotuðu heimild- arákvæðið og fengu slíka endur- greiðslu ár eftir ár. Í einhverjum tilfellum var um að ræða einstak- linga sem voru og eru enn búsett- ir á Íslandi og eru í dag með mjög skert réttindi í lífeyriskerfinu, með tilheyrandi aukaálagi á almanna- tryggingakerfið.“ Í dag reynir Gildi að koma til móts við erlenda sjóðfélaga með öðrum hætti, svo sem með því að bæta upplýsingagjöf, bjóða upp á upplýsingar á ensku á heima- síðunni og senda út yfirlit á fleiri tungumálum en íslensku. Verða sjálfir að sækja um greiðslur 3.621 ríkisborgari utan EES hefur á síðustu tíu árum greitt iðgjöld til Gildis. Ef greiðendur hafa flust af landi brott og Gildi hefur ekki upplýsingar um aðsetur þeirra fá þeir ekki greitt frá sjóðnum. Blaða- maður spurði enn fremur hvort sjóðurinn hefði, líkt og Stapi, lent í erfiðleikum við að hafa uppi á er- lendum sjóðfélögum þegar þeir ná lífeyrisaldri. „Gildi lítur þannig á að sjóðfé- lagar beri sjálfir ábyrgð á að sækja rétt sinn hjá sjóðnum. Tvisvar á ári eru send yfirlit til virkra sjóð- félaga um stöðu þeirra og síð- an fá allir þeir sem eiga réttindi hjá sjóðnum bréf við 60 ára aldur þar sem minnt er á að þeir geti nú hafið töku lífeyris. Því til viðbótar fá þeir sjóðfélagar sem ekki hafa hafið töku lífeyris bréf frá sjóðn- um við 67 ára aldur og síðan við 70 ára aldur hafi taka lífeyris enn ekki hafist. Slík bréf eru send á alla þá sem sjóðurinn hefur upplýsingar um heimilisfang hjá, sama hvar í heiminum viðkomandi býr.“ Í þeim tilvikum sem sjóðfélagi sækir ekki um greiðslur þá nýtist inneign viðkomandi til að bæta stöðu annarra sjóðfélaga. „Gildi er lífeyrissjóður og heildareign sjóðsins er notuð til grundvallar þegar tryggingafræði- leg staða hans er reiknuð út, sem að endingu sýnir getu sjóðsins til að greiða sjóðfélögum lífeyri. Ef einhver sækir ekki rétt sinn í sjóð- inn, af hvaða ástæðu sem það kann að vera, er inneign hans hluti af útreikningum um tryggingafræði- lega stöðu og nýtist því til að bæta rétt annarra sjóðfélaga. Þannig skiptast réttindi viðkomandi milli annarra sjóðfélaga eins og gerist í öllum samtryggingarkerfum.“ Lífeyri í óskilum Purushottam Ghimire frá Nepal var nýlega synjað um dvalarleyfi á Íslandi, eftir fjögurra ára bú- setu. Hann hafði fengið þær upp- lýsingar að þar sem hann væri frá ríki utan EES þá ætti hann rétt á að fá iðgjöld sín aftur. Engar upp- lýsingar voru honum aðgengilegar um að sjóðurinn hans, Gildi, byði ekki upp á þetta. Purushottam er floginn aftur til Nepal, hann veit ekki hvar hann ætlar að búa þar, svo það er ómögulegt fyrir hann að gefa Gildi upp heimilisfang. Eins er ólíklegt að hann muni búa á sama staðnum næstu 35 árin, eða þar til hann á rétt á að fá greitt frá Gildi. Margir þeir erlendu verka- menn sem koma til Íslands gagn- gert til að vinna hér tímabund- ið eru sjóðfélagar í Gildi. Hluti þeirra kemur frá ríkjum utan EES. Nú þegar hefur einn sjóður, Stapi, greint frá því að torvelt reynist að skila lífeyrisgreiðslum til þessara manna eftir að þeir ná aldri. Því má leiða líkur að því að eins sé far- ið með sjóðfélaga Gildis. n Erla Dóra erladora@dv.is Sjóðir Gildis gildna með óskilaiðgjöldum Purushottam er farinn aftur til Nepal. M Y N D : H A N N A A N D R ÉS D Ó T TI R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.