Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 12
12 FÓKUS - VIÐTAL 6. september
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
S
aga Ýr Nazari var nýskriðin
á kynþroskaskeiðið þegar
hún byrjaði að drekka
áfengi. Nokkrum árum síð-
ar tóku eiturlyf við og fyrr en varði
lá leiðin hratt niður á við. Stuttu
áður en Saga varð nítján ára ákvað
hún að fara í meðferð. Hún var
þá heimilislaus, búin að lenda í
alls kyns hremmingum og leið
eins og hún væri einskis virði. Í
enda þessa mánaðar fagnar Saga
tveggja ára edrúafmæli sínu og er
þakklát fyrir það litla í lífinu. Hún
er stolt af íslensku þjóðinni og
hvernig hún tekst á við fíknivand-
ann og er jafnframt stolt af því að
geta verið fyrir mynd þeirra sem
þrá vímulaust líf.
„Þetta þróaðist þannig hjá mér
að ég byrjaði tiltölulega ung og
áfengi var fyrsti vímugjafinn minn.
Það sem ég held að ég og allir fíkl-
ar eða alkóhólistar eigum sam-
eiginlegt er að ég varð háð því að
komast í hugbreytandi ástand.
Það skipti engu máli hvort það
var kannabis, áfengi eða eitthvað
annað – bara að aftengjast aðeins.
Fá frelsi frá daglegu lífi. Neyslu-
saga hjá öllum er mismunandi
en hjá mér þá byrjaði þetta með
áfenginu. Þetta þróaðist rosalega
hratt hjá mér. Ég dáðist strax að
þessu kæruleysi. Í byrjun fannst
mér ég geta verið ég sjálf undir
áhrifum. Ég var minna feimin, ég
var fyndnari, félagslyndari. Um
leið og rann af mér daginn eftir
hugsaði ég: Hvenær getum við gert
þetta næst? Ég greip öll tækifæri til
að drekka aftur, ég drakk mikið og
helst í „blackout“. Mér fannst það
geggjað. Ef ég ældi þá ældi ég og
hélt áfram. Mér fannst allt í kring-
um þetta mjög aðlaðandi,“ segir
Saga. Þegar leiðin lá í menntaskóla
byrjaði hún að neyta fíkniefna.
Fyrst var um helgarneyslu að ræða
en samhliða henni byrjaði hún að
reykja kannabis á virkum dögum,
því það var „viðurkennt“ af jafn-
öldrum hennar. Fyrst um sinn dró
hún sig hins vegar stundum í hlé
og tók sér pásu frá vímuefnum
– þegar henni fannst hún missa
stjórnina á neyslunni.
„Ég dró mig til hliðar ef ég gerði
eitthvað óvenju stjórnlaust og tók
eftir því að ég var farin að brjóta
einhver prinsipp sem ég ætlaði
mér aldrei að brjóta. Mörkin hjá
sjálfri mér færðust alltaf lengra
og lengra í burtu og ég byrjaði að
brjóta alls konar persónulegar
reglur og gildi sem ég var með. Það
var hins vegar aldrei tímaspurs-
mál hvort ég myndi byrja aftur,
heldur hvenær. Ég var bara háð því
að finna fyrir þessari aftengingu.“
Alltaf ófullnægð
Saga hafði aldrei fengið fræðslu
um einkenni fíknar og alkóhól-
isma, heldur eingöngu afleiðingar
þess. Hún telur þann skort á
fræðslu hafa leikið hlutverk í því að
hún hafði ekki þekkingu til að tak-
ast á við hann – að taka í taumana.
„Í mínu tilviki varð neyslan
verri og verri. Ég náði kannski að
draga mig í hlé í smá tíma en þegar
ég dró mig í hlé, og mér finnst það
einkenna alkóhólista sem hafa
ekki fengið fræðslu á sínum sjúk-
dómi, þá var ég ófullnægð. Ég varð
alkóhólisti á öðrum sviðum í stað-
inn. Ég varð öfgasjúk í vinnu, ég
fór í skóla, ég var í þrjá klukkutíma
í ræktinni á dag og ég misnotaði
ljósabekki. Ég var alltaf að reyna að
laga mig með veraldlegum hlut-
um því ég var ófullnægð. Ég var
að reyna að sækjast í heilbrigða,
veraldlega hluti sem áttu að fylla
upp í eitthvað sem annars áfengi
og vímuefni hefðu átt að fylla upp
í. Ég var alveg jafn óhamingjusöm
þá og þegar ég var í neyslu. Ég held
að það hafi „mindfuckað“ mig
mest á þessum tíma því ég skildi
ekki að ég væri að taka ákvörðun
um að vera edrú og gera allt sem
ég hélt að manneskja gerði til að
öðlast hamingju og flæði í lífinu,
en ég var samt ófullnægð.“
Hent út
Saga trúir að fíkn og alkóhólismi
sé fjölskyldusjúkdómur og segir að
sjúkdómurinn sé áberandi í henn-
ar fjölskyldu, þótt foreldrar henn-
ar séu ekki alkóhólistar. Hún segir
flesta, ef ekki alla, fíkla finna botn-
inn á einhverjum tímapunkti. Hún
sjálf fann botninn á götunni.
„Áður en ég vissi af gat mamma
mín ekki meir, henti mér út og
klippti á naflastrenginn. Ég er
henni mjög þakklát fyrir það. Ég
veit að maður getur ekki ætlast til
að allir foreldrar geri það og ég veit
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Ein get ég
þetta, en
alein get ég
þetta ekki
Saga náði botninum á götunni eftir að mamma hennar henti henni út
- Fagnar tveggja ára edrúafmæli - „Ábyrgðin liggur alltaf hjá mér”