Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 46
46 MATUR 6. september Eitthvað fyrir sinn snúð n Nú nálgast haustið óðfluga og þá er gott að baka n Hér eru snúðar á þrjá vegu sem gætu komið á óvart Deig – Hráefni: n 3/4 bolli mjólk n 1 bréf þurrger n 1/4 bolli sykur n 1 tsk. salt n 6 msk. smjör n 2 stór egg n 3 bollar hveiti n 80 g hvítt súkkulaði (saxað) Fylling – Hráefni: n 100 g hvítt súkkulaði n 150 g mjúkur rjómaostur n 1/2 bolli sykur n 2 msk. vanillusykur n 2 tsk. kanill Aðferð: Byrjum á deiginu. Setjið mjólk og smjör í skál og bræðið í örbylgjuofni. Leyfið blöndunni að kólna að stofuhita og blandið síðan þurrgeri, sykri og salti saman við. Leyfið þessu að standa í 5–10 mínútur. Blandið síðan eggjum og hveiti saman við og hnoð- ið vel. Bætið síðan söxuðu súkkulaðinu út í með sleif eða sleikju. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í eina klukkustund. Fletjið það síð- an út og fyllið. Nú er það fyllingin. Brytjið hvíta súkkulaðið í skál og hitið í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Munið að hræra vel í súkkulað- inu eftir hvert holl. Blandið rjómaostinum saman við súkkulaðið. Blandið síðan sykri, vanillusykri og kanil vel saman í annarri skál. Smyrjið rjómaosta- blöndunni yfir útflatt deigið og sáldrið síðan sykrin- um yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í snúða. Ég fékk um það bil ellefu ágætlega stóra snúða úr þessari uppskrift. Smyrjið ágætlega stórt eldfast mót og raðið snúðunum í það. Setjið viskastykki yfir þá og leyfið þeim að hefast aftur á meðan þið hitið ofninn. Hitið ofninn í 170°C. Skellið snúðunum inn í ofn og bakið í 25 til 30 mínútur. Snúðar – Hráefni: n 1 bréf þurrger n 1 bolli volg mjólk n 4 msk. sykur n 3 3/4 bolli hveiti n 1 tsk. salt n 2 egg (við stofuhita) n 1 tsk. vanilludropar n 90 g mjúkt smjör Fylling – Hráefni: n 1 pakki Royal-karamellubúðingur (Blandaður og kældur samkvæmt leiðbeiningum á pakka) n 3/4 bolli púðursykur n 1 egg n 2 msk. vatn Aðferð: Byrjum á deiginu. Blandið saman þurrgeri, mjólk og sykri saman í skál og leyfið þessu að hvíla í 5–10 mín- útur, eða þar til blandan freyðir. Blandið hveiti og salti vel saman í skál og bætið því næst gerblöndunni, eggjum og vanilludropum saman við. Blandið saman í um 10 mínútur. Blandið síðan smjörinu saman við og blandið saman í um 5 mínútur. Hnoðið deigið lítið eitt á borð- fleti sem er dustaður með hveiti. Smyrjið smá olíu í skál, setjið deigið í skálina og hyljið með viskastykki. Leyfið deiginu að hefast á volgum stað í um klukku- tíma. Þá er það fyllingin. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ágætlega stórt eldfast mót eða klæðið ofnplötu með smjörpappír. Fletjið deigið út og smyrjið búðingn- um á það. Ég notaði ekki allan búðinginn, bara um 3/4 af blöndunni. Sáldrið síðan púðursykrinum yfir búðinginn. Rúllið deiginu út og skerið í snúða, um það bil 10 til 12 stykki. Raðið snúðunum í mótið eða á plötuna, setjið viskastykki yfir þá og leyfið að hef- ast í 5–10 mínútur í viðbót. Blandið saman eggi og vatni og penslið snúðana með eggjablöndunni. Bakið snúðana í 35 til 45 mínútur og fylgist vel með þeim. Leyfið þeim síðan að kólna aðeins áður en þið rífið þá í ykkur. Deig – Hráefni: n 1 pakki þurrger n 1 1/2 bolli volgt vatn n 2 msk. sykur n 1 tsk. salt n 6 msk. smjör (brætt) n 1 egg n 2 tsk. vanillusykur n 4 bollar hveiti Fylling – Hráefni: n 1 bolli krækiber n 1/2 bolli sulta n 1 msk. rifinn sítrónubörkur n 2 msk. smjör (brætt) n handfylli möndlur Aðferð: Byrjum á deiginu. Blandið geri, vatni, sykri og salti saman í skál og látið bíða í 10 mínútur, eða þar til blandan er byrjuð að freyða og tútna út. Blandið smjöri, eggi og vanillusykri síðan vel saman við. Blandið hveitinu smátt og smátt saman við, þar til deigið er hætt að vera klístrað. Kannski þurfið þið minna en fjóra bolla og kannski örlítið meira, eins og um það bil hálfan bolla í viðbót. Setjið deigið til hlið- ar á hlýjan stað, setjið hreint viskastykki yfir það og leyfið því að hvíla í um 10 mínútur. Svo er það fyllingin. Blandið öllum hráefnum nema smjörinu og möndlunum vel saman í skál. Dustið smá hveiti á vinnuflötinn ykkar og fletjið deig- ið út í ferhyrning. Smyrjið smjörinu jafnt yfir deigið og dreifið síðan fyllingunni yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í litla snúða. Takið til ofnskúffu og smyrj- ið botninn með smjöri. Raðið snúðunum á plötuna. Setjið viskastykki yfir snúðana og leyfið þeim að hef- ast á hlýjum stað í um 40 mínútur. Stillið ofninn á 175°C og stráið möndlubitum yfir snúðana. Bakið í 25–30 mínútur, eða þar til snúðarnir hafa tekið fal- legan, gylltan lit. Dásamlegir snúðar með hvítu súkkulaði og rjómaosti Yndislegir snúðar fylltir með karamellubúðingi Snúðar með krækiberjum og sultu Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.