Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 4
4 6. septemberFRÉTTIR Hingað og ekki lengra, Pence! M ike Pence, varafor­ seti Bandaríkjanna, er viðurstyggilegt eintak af mannveru að vera. Sam­ tökin 78 gerðu nú í vikunni það sem fáir hefðu þorað, og slepptu allri sýndarmennsku og tilgerð í ljósi heimsóknarinnar og tóku ófagnandi á móti Pence. Þetta var gert með því að stilla upp regn­ bogafánanum fyrir utan Höfða, þar sem erindi Pence var að ræða við íslenska ráðamenn um norð­ urslóðir og viðskipti, og með þessum litla en einfalda gjörn­ ingi komust þarna miklar hreðjar til skila. Þessi maður er táknmynd alls þess sem er að koma í veg fyrir jákvæðari þróun þessa heims, táknmynd staðnaðrar og há­ bandarískrar íhaldssemi. Pence er tveimur skrefum nálægt því að vera svokallaður flatjarðar­ predikari. Stefna hans í um­ hverfismálum, kvenréttindum, flóttamannamálum og ekki síður hinsegin málum er óhugguleg út af fyrir sig og sem betur fer deila Íslendingar almennt ekki sama hellisbúahugarfari. Annars vegar, ef til stendur að auka vígvæðingu hérna á okkar heimavelli er Svarthöfða nóg boð­ ið, enda fékk hann sig fullsaddan á einræðisherrum og skrípalegum stríðsleikjum fyrir rúmum þremur áratugum. Og Svarthöfði gerði eitt­ hvað í málinu þá. Að sinni verður það hins vegar ekki svo einfalt. Þótt það hljómi eins og skoð­ anamat er það hrein staðreynd að segja að heimurinn hefur núna undanfarið þrjú ár staðið frammi fyrir vanhæfustu og spilltustu for­ setastjórn Bandaríkjanna frá upp­ hafi. Öll liggjum við í skítnum út af Donald Trump, en það jákvæða við þann rakka er að hann gelt­ ir stöðugt án þess að bíta. Geltið getur valdið heilaskaða, vissulega, og alvarlegu tapi á nokkrum heila­ sellum í kjölfarið – en aulabárður úti á túni er allan daginn skárri en skipulagður aulabárður. Og ef fantasían þróast þannig að Trump verði loksins sagt að víkja úr há­ sæti sínu, yrðum við alls ekki bet­ ur stödd ef Mike tæki við keflinu. Í raun og veru er það lakari kostur­ inn. Ísland er lítið land með mikla möguleika, en ef við ætlum að halda áfram að líta svona stórt á okkur, verðum við hreinlega að setja fótinn fastar niður þegar um ræðir að veita apaköttum athygli okkar. Hingað og ekki lengra, apakett­ ir! Sama hvaða meintu menntun eða titla þið berið yfir nýju keisaraklæðunum. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Ameríkanar borða að meðaltali 18 ekrur af pítsu hvern einasta dag. Handboltahetjan Ólafur Stefánsson kann að spila á þverflautu. Tónlistarmaðurinn Jack White safnar skærum. Snigill getur sofið í 3 ár. Heilbrigt hjarta dælir um 2.000 lítrum af blóði á dag. Hver er hún n Hún er fædd árið 1956 og ólst upp í Arnarholti á Kjalarnesi. n Hún var í tónlistar- skóla þar sem hún lærði á píanó. n Hún sótti um í tónmennta- kennaradeild Tónlistarskólans í Rekjavík og þar hóf hún nám aðeins 17 ára gömul. n Hún bjó í London í átta ár. n Hún gaf út sólóplöturnar Rombigy og Baby. SVAR: RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR B andaríski blaðamaðurinn Dan Casey segir son sinn hafa lent í óhugnanlegu at­ viki á Íslandi í júní síðastliðn­ um, þegar hann komst í kynni við annan ferðamann sem reyndist síð­ an ekki allur þar sem hann var séð­ ur. Dan greinir frá atvikinu í pistli sem birtist í dagblaðinu Roanoke Times. Titill greinarinnar er: „Fjall­ gönguferð til Ísland tók óhugnan­ lega stefnu.“ Í júní síðastliðnum fór 21 árs gamall sonur hans, Zach að nafni, í tveggja vikna fjallgönguferð til Íslands. Dan segist hafa fundist óþægilegt að vita af syni sínum ein­ um á ferðalagi. „Áður en hann fór þá grátbað ég hann um að vingast við aðra bakpokaferðalanga í Reykjavík og finna sér einhvern félaga til að fara með í fjallgöngur, í staðinn fyrir að fara einn.“ Dan segir Zach hafa gist á far­ fuglaheimili í Reykjavík fyrstu dag­ ana. Þann 5. júní síðastliðinn sendi hann móður sinni smáskilaboð þar sem hann sagðist hafa hitt annan Bandaríkjamann á farfuglaheimil­ inu, mann á fertugsaldri sem væri fyrrverandi hermaður og starfaði nú sem atvinnuljósmyndari. Dan seg­ ir manninn ganga undir nafninu Norman, en það sé ekki hans rétta nafn. Dan segir að honum hafi ekki litist á blikuna og því beðið son sinn um að senda sér frekari upplýs­ ingar um manninn. Í kjölfarið sendi Zach honum hlekk á ljósmyndasíðu Normans og Dan segist í kjölfarið hafa flett nafni Normans upp í op­ inberum gögnum og komist að því að hann hefði hlotið refsidóma fyrir smá brot. Dan segist hafa sent syni sínum skilaboð og beðið hann um að „fara varlega“. „Fólk sem þú hittir á ferða­ lögum er ekki alltaf eins og það virð­ ist.“ Hann segir son sinn hafa sent skilaboð til baka þar sem hann tók fram að Norman hefði tjáð honum að hann hefði „aðeins hafa kom­ ist í kast við lögin“ í fylkinu þar sem hann bjó. „Ég er mjög öruggur ná­ lægt honum,“ ritaði sonur hans einnig. „Fárveikur á geði“ Zach og Norman fóru saman í tveggja daga fjallgöngu og föstu­ daginn 7. júní komu þeir í Bása í Goðalandi. Dan segir að aðfara­ nótt laugardags hafi hann vaknað við að síminn hringdi og var dóttir hans á hinum megin á línunni, „móðursjúk og hrædd.“ Zach hafði haft samband við hana eftir að hafa margsinnis reynt að senda skilaboð á foreldra sína þar sem hann sagði að Norman væri „ekki sá sem hann sagðist vera“. „Hann er fárveikur á geði, og illa haldin af áfallastreituröskun. Hann er búinn að vera með óhugnan­ legar skapsveiflur og hefur hótað að meiða aðra gesti á svæðinu. Hann er sjúklega tortrygginn gagnvart öðru fólki, hann ásakaði mig um að gera grín að honum og lítillækka hann, og sagði að hann hefði þurft að þola það alla ævi. Hann skammaði mig fyrir að vera með frjálslyndar skoð­ anir og sagðist sjálfur vera fasisti,“ ritaði sonur Dans í skilaboðunum og bætti við að Norman hefði haldið á hníf þegar hann lét þessi orð falla. „Síðan reyndi hann að fá mig til að koma með sér í göngutúr, á með­ an hann hélt á hnífnum en ég hafn­ aði þeirri bón. Ég er inni í tjaldi núna og ég held að hann sitji fyrir utan og fylgist með mér, en ég er ekki viss. Ég er hræddur um að hann ráðist á mig ef ég fer í burtu, og ég er ekki viss um að hann muni láta það stoppa sig að það sé fleira fólk hérna á svæð­ inu. Hann er miklu sterkari en ég og hann er þjálfaður bardagamað­ ur. Getið þið hringt í lögregluna og sagt þeim að ég sé á útivistarsvæð­ inu í Básum?“ Erfitt að ná í lögregluna Dan segist hafa farið á netið og flett upp símanúmeri lögreglunn­ ar á höfuðborgarsvæðinu en ekki náð sambandi því símaþjónusta hans býður ekki upp á utanlands­ símtöl. Hafði hann þá samband við Neyðarlínuna í heimabæ sín­ um í Virginíu. Honum var gefið upp númerið hjá íslenska sendiráðinu í Washington en það var lokað. Hann hringdi aftur í Neyðarlínuna ekkert var hægt að gera fyrir hann. Hann greip þá til þess ráðs að hringja í vin sinn, Joe Campell, sem hann vissi að væri með símaþjónustu sem byði upp á utanlandssímtöl. „Ég bað Joe um að hringja í lögregluna á Íslandi, láta hana hafa símanúmer­ ið mitt, segja henni hvað hefði gerst og biðja hana um að hringja í mig,“ segir Dan. Hann segir kærustu Joe hafa séð um að tala við lögregluna, og hún hefði sagt lögreglunni að Norman væri með byssu. Nokkrar mínútur liðu áður en hann fékk símtal frá lögreglumanni á Íslandi sem tjáði honum að lög­ reglan væri á leiðinni að Básum. Lögreglumaðurinn spurði Dan um áðurnefnda byssu og leiðrétt Dan þá frásögn. Lögreglan handtók Norman sem var sleppt að lokinni yfirheyrslu og segir Dan að engin ákæra hafi verið gefin út. „Ég þarf varla að taka það fram að við sváfum lítið þessa nótt.“ Óvæntur endir Dan segir dóttur sína seinna meir hafa komist yfir dómskjöl frá heima­ fylki Normans þar sem fram kemur að móðir hans og systir hefðu áður sótt um nálgunarbann á hend­ ur honum. Á umsókn móður hans kemur fram að Norman sé veikur á geði og hafi ítrekað neitað að gang­ ast undir læknismeðferð. Sagan fær þó ánægjulegan endi: Dan segir að sonur hans hafi snúið aftur til Reykjavíkur og kom­ ist þar í kynni við bandaríska stúlku sem dvaldi á sama farfuglaheim­ ili og hann. Þau eru núna orðin kærustupar og Zach er aftur byrj­ aður í háskólanámi. „Hamingjurík­ ur endir,“ ritar Dave en hann segir „Norman“ ennþá vera á Íslandi. n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is ÓHUGNAÐUR Í FJALLGÖNGU Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.