Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 37
SAKAMÁL 376. september Þann 16. apríl kom Alfred Packer einn til byggða í Los Pinos skammt frá Gunnison. Aðspurður hverju sætti, svaraði Alfred að hann hefði neyðst til að bana samferðamönnum sínum í sjálfsvörn. Líkamsleifar þeirra fundust og bar áverkum ekki saman við útskýringar Alfreds. Í ljós koma að Alfred hafði banað þeim og gert sér þá að góðu svo hann sylti ekki í hel þar sem þeir sátu fastir í Klettafjöll- um. Alfred var dæmdur til dauða, en dómnum síðar breytt í 40 ára fangelsisdóm, sem urðu 15 þegar upp var staðið. Alfred var stundum kallaður Alferd, því lesblindur húðflúrari hafði misritað nafn hans þegar Alfred fékk sér húðflúr. handtekinn og ákærður. Fjórum dögum síðar voru ákærur á hend- ur David Camm felldar niður, en það reyndist honum skammgóð- ur vermir. Tveir sakborningar Tilkynnt var að réttað yrði yfir Charles og David samtímis. Báðir voru ákærðir fyrir þrjú morð. Réttar höldin skyldu hefjast 9. jan- úar, 2006. Í millitíðinni, í september 2005, var leitað daglangt að morðvopn- inu í vatni í Floyd-sýslu. Vatnið er í um 20 kílómetra fjarlægð frá heimili Camm-fjölskyldunnar í Georgetown. Leitin bar engan ár- angur. Þann 26. janúar, 2006, var Charles Boney sakfelldur fyrir morðin og viku síðar fékk hann 225 ára fangelsisdóm. Hann áfrýj- aði dómnum en 2008 var úrskurð- að að dómurinn skyldi standa. Tekist á í réttarsal Í öðrum réttarhöldunum yfir David Camm, sem hófust í janúar 2006, fullyrti saksóknarinn, Keith Henderson, að Kim hefði upp- götvað að David nýddist kynferðis- lega á Jill, dóttur þeirra. Hann hefði síðan myrt alla fjölskylduna til að fela glæpinn. Vinur Kim bar vitni og sagði að Kim hefði ekki ver- ið eins og hún átti að sér vikurnar fyrir morðin og hefði ætlað að fara með börnin til Flórída. Verjandinn vísaði þessu á bug og sagði ekkert benda til annars en Kim hefði verið hamingjusöm; hún hefði meðal annars verið ný- búin að taka svefnherbergi hjón- anna í gegn. Þann 13. febrúar lagði sak- sóknarinn málið í hendur kvið- dóms. Þá lá fyrir vitnisburður tveggja lækna sem töldu að Jill hefði verið misþyrmt kynferðis- lega. Til að gera langa sögu stutta þá komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu, 3. mars, að David Camm væri sekur. Sáttur saksóknari Keith Henderson var að vonum afar ánægður með niðurstöðuna og sagði að ljósi þess að Camm hefði verið sakfelldur í tvígang teldi hann litlar líkur á áfrýjun. Henderseon var helst til fljótur að fagna því dómnum var áfrýjað á þeim forsendum að hann hefði í lokaorðum sínum talað um að Camm hefði níðst kynferðislega á dóttur sinni. Að mati áfrýjun- ardómstólsins var fátt ef nokkuð sem studdi þá fullyrðingu, sem hefði þó án efa haft áhrif á kvið- dómara. Í desember, 2009, lagði Hend- erson fram ákæru á hendur David Camm, enn og aftur. Sérstakur dómari Í júní 2010 fóru verjendur Camm fram á sérstakur dómari yrði skip- aður og fengu því framgengt. Tæpu ári síðar fóru verjendurnir fram á að nýr sérstakur saksóknari yrði fenginn í stað Keiths Henderson. Þeim fannst ekki við hæfi að mað- ur sem hefði skrifað undir samn- ing um ritun bókar um morðin færi fyrir ákæruvaldinu. Í febrúar, 2012, var skipaður nýr saksóknari í málinu. Ákveðið var að réttarhöld hæfust 5. ágúst, 2013, í Boone-sýslu í Indíana og gert ráð fyrir að Charles Boney myndi bera vitni. Þráttað um Boney og fleira Í aðdraganda þriðju réttar- haldanna þráttuðu sækjandi og verjandi um hve mikið rými vitn- isburður Boney skyldi fá. Vörnin lagði hart að nýjum, sérstökum saksóknara að hún fengi, í ljósi glæpaferils Boney, að reifa þann möguleika að hann og enginn annar hefði staðið að morðun- um á Camm-fjölskyldunni. Camm hefði ekki átt nokkra að aðild að þeim. Ásakanir gengu á víxl og sakaði sækjandi verjanda, og öfugt, um að tefja málið, leyna upplýsingum um sérfræðivitni og sönnunar- gögn ýmis. Vörnin fékk heimild til að láta rannsaka frekar lífsýni í áður- nefnda peysu sem fannst á vett- vangi. Málalyktir Á meðal þeirra sem rannsökuðu peysuna fyrir ákæruvaldið árið 2006 var Robert nokkur Stites. Við þriðju réttarhöldin viðurkenndi hann að hafa logið um réttindi sín á þeim tíma; hann hefði aldrei fengið innritun í mastersnám eða nokkuð slíkt. „Í raun og veru þá fékkstu falleinkunn í almennri efnafræði,“ sagði verjandinn við Stites. Robert Stites gaf í skyn að sækjandinn á þeim tíma hefði hjálpað til við að fegra réttindi hans. Fyrrverandi yfirmaður réttar- meinafræðideildar New York- borgar taldi ekki raunhæft að byggja mál á þremur óljósum blóðblettum á peysu. Enn og aftur, til að gera langa sögu stutta; 24. október, 2013, var David Camm sýknaður af öllum ákærum. Þannig fór nú það. n GRIMMDARVERK Í GEORGETOWN n Kim, Jill og Brad voru skotin til bana n Eiginmaður Kim var sakfelldur í tvígang fyrir morðin n Sagðist alltaf vera saklaus „Ellefu vitni báru að David hefði verið í körfubolta frá klukkan 19.00 til 21.00. „Í raun og veru þá fékkstu falleinkunn í almennri efnafræði,“ sagði verj- andinn við Stites. David Camm Hélt alltaf fram sakleysi sínu. Peysa Boney Kom mjög við sögu í réttarhöldunum. Bolur Davids Á honum fannst blóð úr börnum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.