Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 38
38 FÓKUS - VIÐTAL 6. september
J
akob Birgisson hefur slegið
í gegn sem uppistandari og
nú er ár síðan hann flutti sína
fyrstu sýningu. Í október mun
hann endurtaka leikinn og hann
hefur fengið til liðs við sig grínist-
ann Jóhann Alfreð, sem gert hefur
garðinn frægan með uppistands-
hópnum Mið-Íslandi. Jakob er
jafnframt yngsti handritshöfundur
áramótaskaupsins 2019 og segir
það mikil forréttindi að vinna með
reynslumiklu fólki.
Jakob hefur á stuttum tíma
getið sér gott orð sem uppi-
standari en hann þreytti frumraun
sína fyrir sléttu ári þegar hann
troðfyllti veitingastaðinn Hard
Rock átta kvöld í röð ásamt því
að sýna bæði á Akureyri og Sel-
fossi. Á þessum tíma stóð Jakob
á krossgötum í lífinu, hann var
tvítugur, nýbyrjaður í háskóla
og foreldra hans fluttir úr landi.
Sýninguna byggði hann á hvers-
dagslegum áhyggjum, almennu
dægurmálaþrasi Íslendinga og
áleitnum spurningum, sem hon-
um þótti nauðsynlegt að fá svör
við. Jakob segir hugmyndir sín-
ar að gríni koma alls staðar að. Í
október heldur hann sitt annað
uppistand í Tjarnarbíói með Jó-
hanni Alfreð og nefnist sýningin
Allt í gangi — Jakob Birgis og Jó-
hann Alfreð. „Ég var búinn að
gæla lengi við hugmyndina um
að fara út í uppistand, eiginlega
svo lengi að vinir mínir voru hætt-
ir að taka mark á mér,“ segir Jakob
í samtali við blaðakonu. „Það var
svo í afmæli móður minnar sem
ég sló fyrst til og flutti fimmtán
mínútur. Nokkrum mánuðum
síðar var sýningin mín klár. Það
var frekar notaleg upplifun að
troða upp í fimmtugsafmæli móð-
ur minnar með fjölskyldu og vin-
um, en það gaf mér aukinn kraft
og hvatningu.“
Framdi gríngjörning í algjörri
uppreisn
Áður hafði Jakob tekið þátt í
undankeppni Skrekks en hann
segir Hagaskóla vera frábrugðinn
öðrum grunnskólum, því hann
heldur innanskólaforkeppnina
Hroll og fer það atriði sem sigur
ber úr býtum áfram í aðalkeppn-
ina, Skrekk. „Þessi undankeppni
skartar dómnefnd enda Hagaskóli
þekktur fyrir að leggja allt í sölurn-
ar þegar kemur að svona löguðu.
Oftast eru þetta dans- og söngat-
riði, en í einhverri uppreisn hjá
mér ákvað ég að halda einhvers
konar gríngjörning, sem vann að
lokum.
Ég fór því fyrir hönd skólans
áfram í Skrekk og í kjölfarið fór
boltinn aðeins að rúlla.
Ég var fenginn sem kynnir í
söngkeppnum á vegum Mennta-
skólans í Reykjavík, að grunn-
skólagöngu minni lokinni. Eftir
útskrift tók ég svo önn í stjórn-
málafræði og eftir áramótin bloss-
aði upp í mér einhver rómantík
um að læra íslensku við Háskól-
ann, en ég hætti fljótlega í háskól-
anum.“
Jakob segist vera ágætur náms-
maður en að hefðbundið skólalíf
henti honum ekki endilega.
„Mér hefur alltaf leiðst í skóla
og það var svolítið uppsprettan að
gríninu. Ég bullaði töluvert meira
en að læra.
Ég var oft í einhverri uppreisn
og leitaði stöðugt leiða til að grín-
ast, svo ég þyrfti ekki að læra. Með
tímanum fór ég svo að einbeita
mér æ meira að bröndurunum
og þróa með mér leið til að semja
stutta og hnitmiðaða brandara
sem hentuðu á sviði. Málið er,
að það grínast allir, við mætum í
matarboð og grínumst en fæstir
hugsa þó hvernig hægt sé að út-
færa brandarana á sviði. Í dag er
ég mjög fastur í þessum hugsunar-
hætti, sem getur verið algjör böl.
Ég reyni þó að láta þetta ekki trufla
mig of mikið því það getur verið
skrítið að vera staddur einhvers
staðar og byrja að skrifa eitthvað
hjá sér. En ég er í stanslausri leit.“
Hugmyndirnar kvikna oftast í
sturtu
Það var í ágúst á síðasta ári sem
Jakob hellti sér á fullu í undirbún-
ingsvinnu fyrstu sýningar sínar en
hann fékk vin sinn, Ísak Hinriksson,
með sér í verkefnið. „Þrátt fyrir
að Ísak sé aðeins einu ári eldri en
ég hefur hann gríðarlega reynslu.
Hann hefur meðal annars unnið
með Mið-Íslandi sem tæknimaður
og komið að hliðum uppistands-
ins sem ég þekkti lítið sem ekkert.
Hann hefur starfað við að keyra
leiksýningar og leikstýrt og skrifað
þrjár stuttmyndir. Hann hefur því
ekki bara listræna sýn heldur líka
reynslu í að halda utan um allt.
Og það er meira en að segja það,
að bóka sal, setja sýningu í sölu
Óttast ekki að verða aflífaður af virkum í
athugasemdum – Mikið af bulli í höfðinu á mér
Grínið
getur
reynst
algjört
böl
Íris Hauksdóttir
iris@dv.is