Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 6. september DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Spurning vikunnar Hvað fannst þér um komu Mikes Pence til landsins? „Stórmerkilegt.“ Pétur Már Sigurðsson „Mér er í rauninni alveg sama, en það er fáránlegt að öllu hafi verið lokað.“ Guðlaugur Darri Pétursson „Að mínu mati eru viðhorf Mikes Pence, sem speglast í umsögnum hans í gegnum tíðina, gamaldags. Við Ís- lendingar erum hins vegar mjög flott og framúrskarandi í réttindabaráttu fólks og það sýnir sig best í þessum gjörningi. Mér fannst þetta mjög flott hjá Advania. Hrós til Advania! Rósa Birna Þorvaldsdóttir „Bara glatað, hefðum ekkert átt að fá hann í heimsókn. En regnbogafánarnir voru frábærir.“ Erla Hlynsdóttir Þá og nú H ingað á DV fyrr í vikunni bárust fagnaðartíðindi úr vefmælingum Gallup. Í þeim kom í ljós að rúmlega 130 þúsund notendur skoða dv.is á degi hverjum að meðaltali. Vorum við aðeins tvö hundruð einstak- lingum frá því að slá nýtt met. Þó sárt sé að hugsa til þess hve nálægt við vorum þá er samt ótrúlegt að hugsa til árangursins sem náðst hefur. Notendum DV hefur fjölgað um helming ef við lítum tæp tvö ár aft- ur í tímann og það er margt sem spilar inn í þá velgengni. Lykillinn að velgengninni er auðvitað fólk- ið á gólfinu sem hamrar á lykla- borðið allan liðlangan daginn, tekst á við erfið mál, skemmtileg mál og furðufréttir og lætur aldrei deigan síga. Það hefur vakið mig til umhugs- unar um hvernig fjölmiðlaheimur- inn hefur breyst þau sextán ár sem ég hef starfað í honum. Þótt ég sé lítið fyrir það að dvelja í fortíð- inni og bera saman mismunandi tímabil í mínu lífi þá geri ég það óhjákvæmilega þegar ég fer yfir feril minn í fjölmiðlum og hvernig landslagið hefur breyst. Í dag virðast kröfur almenn- ings til fjölmiðla breytast frá degi til dags. Við megum ekki vera of lin við suma en samt ekki ganga of hart fram. Við verðum að segja ít- arlega frá einu svínaríinu en segja sem minnst um annað. Við eigum að grafa, en ekki of djúpt. Við eig- um að vera pínulítið flippuð – en ekki of mikið. Við eigum að nafn- greina suma og aðra ekki. Ólíkt því sem gerist og gengur á fjölmiðl- um þá virðist almenningur ekki vera búinn að fastmóta einhverjar ákveðnar siða- eða verkreglur sem þeir vilja að fjölmiðlar fari eftir, einhverja línu sem eigi að dansa á. Þessi lína sveiflast eins og lauf í vindinum. Fjölmiðlar eru nefni- lega ekki upplýsingamiðstöð. Þeir segja fréttir sem eiga erindi við almenning. Þessar fréttir eru oft ekki fallegar eða þægilegar en þær verður að segja. Þetta er almenningur. Opin- berar stofnanir og aðilar eru síðan allt annar handleggur. Sú breyting sem ég hef skynjað og upplifað á samskiptum þessara aðila og fjöl- miðla núna og fyrir sextán árum er enn meiri. Og grafalvarleg. Í raun mikið umhugsunarefni. Það ger- ist sí og æ að fjölmiðlum er neit- að um upplýsingar, það dregið að veita þær svo lengi að þær nánast gleymast og grafið undan trausti almennings til fjölmiðla með alls kyns þöggunartilburðum. Svo er stundum tekið upp persónu- verndarspjaldið og vonað að gruggug mál sökkvi ofan í síkið. Hraðinn, álagið og stuðið hefur samt ekkert breyst. Forvitni er það sem drífur fólk áfram og tilfinn- ingin þegar góð frétt, frábært viðtal eða magnaðar fréttaskýringar fæð- ast er ólýsanleg. Það er það sem heldur fólki í þessu fagi og smitar það af þessari alræmdu bakteríu. Æ oftar sé ég því fleygt fram á samfélagsmiðlum í umræðu um fjölmiðlafólk að það sé harð- brjósta og geri í því vísvitandi að koma illa við fólk. Það virðist vera það útbreitt álit að það veldur mér nokkrum áhyggjum. Ég er stolt af því að vinna í fjölmiðlum og ég hef gaman af vinnunni minni enn þann dag í dag, eftir sextán ár í starfi. Það er enn jafn gaman að landa fréttum og viðtölum og það er enn jafn stórkostlegt að bæta heimsóknarmet dag eftir dag. Þó að allt annað í kringum mig breyt- ist þá hef ég allavega alltaf það. Takk lesendur DV fyrir að halda okkur við efnið og láta í ykkur heyra. n Misskilið armband Það var fátt fyrirferðarmeira í fréttum í vikunni en Íslands- heimsókn Mikes Pence, vara- forseta Bandaríkjanna. Meðal þess sem Pence gerði þess- ar nokkru klukkustundir á landinu var að funda með for- seta vorum, Guðna Th. Jóhannes­ syni. Glöggir einstaklingar tóku eftir litríku armbandi sem Guðni bar á fundinum. Stukku margir á vagninn og töldu þetta regnbogaarmband, skýra stuðningsyfirlýsingu við hinsegin fólk sökum þess að varaforsetinn hafi lýst yfir andúð sinni í garð LGBTQI+ samfélagsins. Meðal þeirra sem hrósaði Guðna fyrir samstöð- una var stjórnmálafræðingur- inn Baldur Þórhallsson. Hins vegar var armbandið alls ekk- ert regnbogaarmband, held- ur armband til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein, en faðir Guðna lést úr þeim skæða sjúkdómi þegar að Guðni var táningur. Skilaboð í litum Annað sem vakti athygli við heimsókn Mikes Pence var fata- val forsetafrúarinn- ar Elizu Reid, annars vegar, og forsætis- ráðherrans Katrínar Jakobsdóttur, hins vegar. Í Stundinni var því velt upp að Eliza hafi sent Mike Pence þögul skilaboð með því að klæðast hvítri buxnadragt, til heiðurs baráttukonum fyrir jafnrétti og senda skýr skilaboð til varaforseta Bandaríkjanna: að leggja þyrfti áherslu á jafn- réttismál. Katrín klæddist hins vegar fagurbláum kjól á fundi sínum með Pence, en sá litur táknar trygglyndi og er talinn vera sá besti til að ná sínu fram á erfiðum fundum. Blár hefur róandi áhrif á fólk og lætur fólki í kringum þann sem klæðist litnum líða vel. Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Hamra skal járnið meðan það er heitt Erik Hamrén stappar stálinu í strákana okkar sem taka á móti moldóvska landsliðinu á laugardaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.