Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Blaðsíða 51
FÓKUS - VIÐTAL 516. september lista. Svo vinn ég vanalega í sex tíma, fer svo á æfingu. Það kemur þó æ oftar fyrir að ég sé að störf­ um mjög seint,“ segir hann. „Ég er búinn að skipta vikunni þannig að einn daginn verð ég að gera bara eitt, til að stramma sjálfan mig af. Það fer aðeins of mikill kraftur í ákveðin verkefni, sem étur upp allan tímann. Sem 48 ára maður nenni ég ekki að lenda í einhverri miðaldurskrísu bara vegna þess að ég gat ekki for­ gangsraðað betur. Mér finnst það erfiðast af öllu, að forgangsraða.“ Þá rifjar Sölvi upp æskuárin og segir það hafa verið óhjákvæmi­ legt að smitast af listabólunni frá foreldrum sínum. Tónlistargenið fær hann frá föður sínum en leik­ listina frá móður sinni. Sölvi fór þó ekki að tengja sköpunargleðina við einhverjar aðgerðir fyrr en hann gekk í kór í grunnskóla. „Ég fann mig svo vel í því að syngja og vinna með heilum hóp af krökk­ um sem voru jafn mismunandi og þau voru mörg. Á sama tíma var ég á bólakafi í sjálfsvarnar­ íþróttum, þar sem ég æfði bæði júdó og karate. Þetta allt hjálpaði mér að halda einhverjum kjarna, þessu fylgdi ákveðin hugleiðsla, þetta sem margir kalla vinnu.“ Sölvi telur sig vera heppinn að hafa komið í góðu lagi út úr sínum uppvaxtarárum. „Þessi endorfín þörf var stöðug, hjá bæði mér og eldri bróður mínum. Við vorum alltaf að bralla einhvern fjanda; klifra upp byggingar og gera eitthvað sem við áttum ekki að gera,“ segir hann og tekur fram að hópíþróttir í æsku hafi verið eitthvað sem hentaði ekki alveg persónuleika hans á þeim tíma. Þar var fótboltinn verstur. „Ef einhver tæklaði mig þá langaði mig bara að berja hann, með fullri virðingu. Þess vegna leitaði ég í sjálfsvarnirnar til að geta stjórnað sjálfum mér betur. Það hefði verið hægt að fara milliliðalaust með þetta mál ef við hefðum tekið að okkur enskt rúbbí, sem er eitt mest „hardcore“ dæmi sem til er,“ segir Sölvi. Meiri líkur á tilvistarkreppu Þegar fjöllistamaðurinn er spurð­ ur að þeim fórnum sem fylgja störfum hans segist hann hafa tek­ ið þá ákvörðun snemma að eiga gott samband við fjölskylduna, hvernig sem færi. Einnig bætir hann við að ýmislegt hafi breytt hugarfarinu þegar afi hans lést á sínum tíma. „Ef við lítum á heildarmyndina, þá er sama hvað við gerum í okk­ ar lífi – eftir þúsund ár mun það ekki skipta nokkru máli. Meira að segja eftir hundrað ár mun ekk­ ert skipta máli, sama hversu ör framþróunin er. Þetta er sannleik­ urinn í lífi okkar. Þegar fólk deyr þá kemur svo oft þessi pæling hjá fólki þar sem sagt er: „Ég átti svo margt ósagt við viðkomandi.“ Með afa var ég í þrjá klukku­ tíma með honum einum, og hann datt inn og út úr meðvitund, og ég sagði honum allt. Ég sagði honum allt sem ég var svo þakklátur fyrir. Þá fattaði ég sjálfur að við þurf­ um að passa okkur á því að koma þessu frá okkur,“ segir Sölvi. „Þetta er stór hluti af því að for­ gangsraða. Við gleymum því svo oft hve mikilvægt það er sem við gerum öðrum, hvað aðrir hafa gert fyrir okkur, að læra að fyrir­ gefa og ýmislegt. Við gleymum þessu því við erum of upptekin að hinu dagsdaglega. Því meira sem maður gleymir sér í hinu dags­ daglega, þeim mun meiri líkur eru á því að maður lendi í tilvist­ arkreppu seinna meir.“ Í tengslum við tilvistarkreppu tekur Sölvi fram að hann sé alveg óhræddur við gráa fiðringinn svo­ kallaða, enn sem komið er. Spurð­ ur að því hvort hann óttist eitthvað segir hann blunda í sér óttann um að enda einsamall á eldri ár­ unum. „Ég vil ekki vera einn, en ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Ég á rosalega góða fjölskyldu og góða að og frábæra kærustu sem hugsar vel um mig og ég um hana. Þetta hrjáir mig ekki að svo stöddu,“ segir Sölvi. Stærsti ótti margra Að sögn Sölva Fannars eru karl­ ar og konur nær hvort öðru á sex­ tugsaldrinum en nokkru sinni fyrr á ævi sinni, frá þeim tíma þegar kynþroskaskeiðið hefst. „Það er þessi testósterónframleiðsla hjá karlinum sem hefur meiri áhrif á karlinn en estrógen hefur á kon­ una. En eftir miðaldurinn fer testósterón að minnka hjá karl­ inum en þegar kvenhormónið minnkar þá hækkar hlutfallið af testósteróni hjá konunni sem fyrir er. Karlar standa meira jafnfætis konum í kringum sextugt en áður fyrr,“ segir hann. „Ég held að við upplifum öll miklar breytingar með aldrinum og þegar við göngum í gegnum breytingaskeið er mjög erfitt að sætta sig við að við séum ekki það sem við töldum okkur trú um að við værum. Það er svo auðvelt að gleyma sér og lendingin verð­ ur bara harkalegri ef við gleym­ um okkur of mikið. Fólk spyrnir þá frekar við fótunum þegar kem­ ur að gráa fiðringnum. En ég finn ekki fyrir gráa fiðringnum, en það hefur áhrif að ég hef fín­ stillt mataræði og æfi sex sinnum í viku. Ég passa vel upp á svefninn og það hjálpar heilmikið til við að halda sér lengur í lagi. Við göng­ um öll í gegnum hrörnun þangað til við hrökkvum upp af.“ Sölvi tekur fram að hann ótt­ ist ekki dauðann. Þetta segir hann ekki vera neitt gamanmál í ljósi þess að dauðinn er stærsti ótti margra. „Ég horfðist í augu við dauðann frá unga aldri. Hann kemur bara þegar hann kemur,“ segir hann og bætir við að honum þyki þægilegt að lifa eftir frægum orðum Gandhi: „Lærðu eins og þú lifir að eilífu en lifðu eins og þú deyir á morgun.“ n „Ég horfðist í augu við dauðann frá unga aldri“ „Eftir hundrað ár mun ekkert sem við gerum skipta máli“ Sölvi fann ástina erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.