Fréttablaðið - 12.01.2016, Síða 13

Fréttablaðið - 12.01.2016, Síða 13
Varnarsamningur við Dani 1DANMÖRK Nýtt varnarsam-komulag milli Danmerkur og Svíþjóðar er í burðarliðnum. Í því felst að löndin geta á friðartímum skipst á upplýsingum og notað hafnir og flugvelli hvort annars. Kostirnir við að skiptast á upplýsingum eru sagðir vera þeir að þá hafi báðar þjóðir yfirsýn yfir það sem er að gerast á Eyrarsundssvæðinu. Áætlað er að skrifa undir samkomulagið á fimmtudag. NoRðuRlÖNDiN 1 2 3 Sælgæti bjargar landamæraverslun 2NoREGuR Gengi norsku krónunnar hefur ekki verið lægra frá aldamótum og Norðmenn sjá sér ekki jafn mikinn hag og áður í því að skjótast yfir landamærin til að gera innkaup í Svíþjóð. Sælgæti í lausasölu er þó enn miklu ódýrara í Svíþjóð og binda Svíar vonir við að það bjargi landamæraversluninni. Hátt verð er líka enn á landbúnaðar- vörum í Noregi vegna stuðnings við bændur. Beittar ofbeldi á tónleikum 3SVÍÞJÓð Sænska lögreglan sætir nú gagnrýni fyrir að hafa ekki opinberlega greint frá kyn- ferðislegu ofbeldi hópa ungra flótta- manna gegn ungum stúlkum tvö ár í röð á stærstu unglingahátíð Evrópu, We are Sthlm. Lögreglan sagði allt hafa farið tiltölulega friðsamlega fram. Dagens Nyheter greinir frá því að á minnisblöðum lögreglu sé greint frá ofbeldinu. hEilbRiGðiSMál Gunnlaugur Sigur- jónsson heimilislæknir segir í nýj- asta tölublaði Læknablaðsins að áhugi yngri lækna á heilsugæslunni hafi aukist  en þó er þessi fjölgun heimilislækna innan við helmingur þess sem nauðsynlegt væri. Á tíma- bili var nýliðun í stétt heimilislækna afar lítil og telur Gunnlaugur það meðal annars vera vegna áhuga- leysis stjórnvalda á heilsugæslunni og vegna aukins áhuga á hátækni- læknisfræði. Gunnlaugur telur heilsugæsluna vera í vanda og segir að einungis sextán prósent lækna á Íslandi séu starfandi í heilsugæslunni en til samanburðar má geta þess að í OECD-löndunum er meðaltalið um þrjátíu prósent. Gunnlaugur segir að á meðan hlutfall heimilis- lækna á Íslandi sé svo lágt sé upp- lifun heimilislækna sú að geta ekki mætt þörfum skjólstæðinga sinna. Lausnin á þeim vandamálum sem þessu fylgja er að mati Gunnlaugs sú að sérhver Íslendingur þurfi að hafa heimilislækni, þá fyrst muni heilsugæslan geta gegnt sínu hlut- verki. – þv Yngri læknar hafa meiri áhuga á heilsugæslunni  Tímamótum fagnað Ungar japanskar konur í litríkum kimono-klæðum skemmta sér í rússíbana eftir nokkurs konar manndómsvígslu á „Fullorðinstímamótadeginum“ í Toshimaen skemmtigarðinum í Tókýó í Japan. Þennan dag fagna þeir sem náð hafa tvítugu, en í Japan er litið svo á að þá hefjist fullorðinsárin. Eftir tvítugt mega Japanar kjósa, kaupa áfengi og reykja. Fréttablaðið/EPa 16% lækna starfa í heilsugæslunni hér á landi, sem er helmingi lægra hlutfall en innan ríkja OECD. Opnunarávarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Skattabreytingar: Íslenskur virðisaukaskattur á EM? Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte Hver borgar? - Skattar á Íslandi Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA Opinbert eftirlit: Dulin skattheimta? Marta Guðrún Blöndal, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Skráning á www.deloitte.is, netfanginu skraning@deloitte.is og í síma 580-3000. Gullteigur, Grand Hótel Reykjavík léttur morgunverður frá kl. 8.00 verð kr. 3.900. Skattabrunnur Deloitte: Er borin von að vinna Stóra Bróður? Pétur Steinn Guðmundsson, skatta- og lögfræðisvið Deloitte Fundarstjórn Bala Kamallakharan, fjármálastjóri Guide to Iceland og stofnandi Startup Iceland Skattadagurinn 2016 Morgunverðarfundur fimmtudaginn 14. janúar kl. 8.30-10.00 á Grand Hótel Reykjavík Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is f R é t t i R ∙ f R é t t A b l A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 1 2 . J A N ú A R 2 0 1 6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.