Fréttablaðið - 12.01.2016, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.01.2016, Blaðsíða 13
Varnarsamningur við Dani 1DANMÖRK Nýtt varnarsam-komulag milli Danmerkur og Svíþjóðar er í burðarliðnum. Í því felst að löndin geta á friðartímum skipst á upplýsingum og notað hafnir og flugvelli hvort annars. Kostirnir við að skiptast á upplýsingum eru sagðir vera þeir að þá hafi báðar þjóðir yfirsýn yfir það sem er að gerast á Eyrarsundssvæðinu. Áætlað er að skrifa undir samkomulagið á fimmtudag. NoRðuRlÖNDiN 1 2 3 Sælgæti bjargar landamæraverslun 2NoREGuR Gengi norsku krónunnar hefur ekki verið lægra frá aldamótum og Norðmenn sjá sér ekki jafn mikinn hag og áður í því að skjótast yfir landamærin til að gera innkaup í Svíþjóð. Sælgæti í lausasölu er þó enn miklu ódýrara í Svíþjóð og binda Svíar vonir við að það bjargi landamæraversluninni. Hátt verð er líka enn á landbúnaðar- vörum í Noregi vegna stuðnings við bændur. Beittar ofbeldi á tónleikum 3SVÍÞJÓð Sænska lögreglan sætir nú gagnrýni fyrir að hafa ekki opinberlega greint frá kyn- ferðislegu ofbeldi hópa ungra flótta- manna gegn ungum stúlkum tvö ár í röð á stærstu unglingahátíð Evrópu, We are Sthlm. Lögreglan sagði allt hafa farið tiltölulega friðsamlega fram. Dagens Nyheter greinir frá því að á minnisblöðum lögreglu sé greint frá ofbeldinu. hEilbRiGðiSMál Gunnlaugur Sigur- jónsson heimilislæknir segir í nýj- asta tölublaði Læknablaðsins að áhugi yngri lækna á heilsugæslunni hafi aukist  en þó er þessi fjölgun heimilislækna innan við helmingur þess sem nauðsynlegt væri. Á tíma- bili var nýliðun í stétt heimilislækna afar lítil og telur Gunnlaugur það meðal annars vera vegna áhuga- leysis stjórnvalda á heilsugæslunni og vegna aukins áhuga á hátækni- læknisfræði. Gunnlaugur telur heilsugæsluna vera í vanda og segir að einungis sextán prósent lækna á Íslandi séu starfandi í heilsugæslunni en til samanburðar má geta þess að í OECD-löndunum er meðaltalið um þrjátíu prósent. Gunnlaugur segir að á meðan hlutfall heimilis- lækna á Íslandi sé svo lágt sé upp- lifun heimilislækna sú að geta ekki mætt þörfum skjólstæðinga sinna. Lausnin á þeim vandamálum sem þessu fylgja er að mati Gunnlaugs sú að sérhver Íslendingur þurfi að hafa heimilislækni, þá fyrst muni heilsugæslan geta gegnt sínu hlut- verki. – þv Yngri læknar hafa meiri áhuga á heilsugæslunni  Tímamótum fagnað Ungar japanskar konur í litríkum kimono-klæðum skemmta sér í rússíbana eftir nokkurs konar manndómsvígslu á „Fullorðinstímamótadeginum“ í Toshimaen skemmtigarðinum í Tókýó í Japan. Þennan dag fagna þeir sem náð hafa tvítugu, en í Japan er litið svo á að þá hefjist fullorðinsárin. Eftir tvítugt mega Japanar kjósa, kaupa áfengi og reykja. Fréttablaðið/EPa 16% lækna starfa í heilsugæslunni hér á landi, sem er helmingi lægra hlutfall en innan ríkja OECD. Opnunarávarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Skattabreytingar: Íslenskur virðisaukaskattur á EM? Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte Hver borgar? - Skattar á Íslandi Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA Opinbert eftirlit: Dulin skattheimta? Marta Guðrún Blöndal, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Skráning á www.deloitte.is, netfanginu skraning@deloitte.is og í síma 580-3000. Gullteigur, Grand Hótel Reykjavík léttur morgunverður frá kl. 8.00 verð kr. 3.900. Skattabrunnur Deloitte: Er borin von að vinna Stóra Bróður? Pétur Steinn Guðmundsson, skatta- og lögfræðisvið Deloitte Fundarstjórn Bala Kamallakharan, fjármálastjóri Guide to Iceland og stofnandi Startup Iceland Skattadagurinn 2016 Morgunverðarfundur fimmtudaginn 14. janúar kl. 8.30-10.00 á Grand Hótel Reykjavík Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is f R é t t i R ∙ f R é t t A b l A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 1 2 . J A N ú A R 2 0 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.