Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2016, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 12.01.2016, Qupperneq 32
Mitsubishi L200 Bílar Fréttablaðið 10 12. janúar 2016 ÞRIÐJUDAGUR F immta kynslóðin af pall­ bílnum Mitsubishi L200 er komin til landsins en hann hefur verið fram­ leiddur frá árinu 1978. Hann kemur nú með nýrri 2,4 lítra dísilvél með forþjöppu sem skilar 181 hest­ afli til allra hjólanna. Þessi nýja vél er mun eyðslugrennri en í for­ veranum og uppgefin eyðsla henn­ ar er aðeins 7,2 lítrar í blönduðum akstri. Það er 15 prósentum minna en í þeirri gömlu og nú mengar hann aðeins 173 g/km af CO2. Allt eru þetta fínar tölur en það gleð­ ur einnig hversu hljóðlát og þýð­ geng þessi vél er og reynsluöku­ maður minnist þess ekki að hafa ekið pallbíl með dísil vél sem er eins hljóðlátur og á reyndar góð hljóðeinangrun einnig þátt í því. Þá gleður það líka hve vélin togar vel á lágum snúningi og er í raun öflug á öllu snúningssviðinu. Með þessa öflugu og skemmtilegu vél er L200 aðeins 10,4 sekúndur í hundraðið og tekur hann þar fram flestum pallbílum sem í boði eru. Í fjórhjóladrifi í háa drifinu Reynsluakstursbíllinn var með sex gíra beinskiptingu sem er eins góð og beinskiptingar verða. Fyrir vikið reyndist aksturinn hinn ljúfasti og jafnvel skemmti­ legra að aka honum beinskipt­ um en sjálfskiptum. Staðsetn­ ing bakkgírsins vinstra megin við fyrsta gír var það eina sem fór létt í pirrurnar á ökumanni, sem greinilega er vanari því að hann sé niðri lengst til hægri en uppi lengst til vinstri. Öllu má nú pirra sig á! Nú má velja um hvort not­ ast er aðeins við afturhjóladrif eða fjórhjóladrif með Super Sel­ ect snúningshring sem staðsett­ ur er í miðjustokknum. Í ófærð­ inni sem verið hefur undanfarið var valið einfalt, hann var yfirleitt í fjórhjóladrifinu og kom það sér vel. Mikill kostur er að setja má bílinn í fjórhjóladrif í háa drifinu og eykur það grip og stöðugleika hans. L200 er eini pallbíllinn sem býður upp á þennan valkost, sem telst mikill kostur. Svo telst það einnig til mikilla kosta að læsa má millikassa bílsins bæði í háa og lága drifinu. Fyrir vikið er drif­ geta þessa bíls framúr skarandi. Fyrir einum ókosti fannst við aksturinn, en það er stór beygju­ radíus og þurfti því stundum að hræra dálítið í gírunum svo kom­ ast mætti leiðar sinnar. Vinnuþjarkur en samt fágaður Mitsubishi L200 tekur þó fram öðrum pallbílum á fleiri sviðum. Hann er með mestu flutningsget­ una í sínum flokki, en með eigin þyngd getur hann flutt 4.090 kíló og dregið heil ósköp, eða 3.100 kíló og flutningsgetan á pallin­ um er eitt tonn. Þarna er því kom­ inn heilmikill vinnuþjarkur. Þó hann sé það er hann einnig fág­ aður, bæði í akstri og frágangi öllum. Innréttingin er eins og komið sé inn í fremur smekkleg­ an fólksbíl og minnir margt þar á innréttinguna í Mitsubishi Out­ lander. Ekki verður kvartað yfir sætum bílsins, hvort sem er fram í eða aftur í, þótt þar mætti vera meira höfuðrými. Snertiskjár er í bílnum með bakkmyndavél, ak­ reinaskiptivari, sjálfvirkur regn­ skynjari og sjálfvirk ljósastýr­ ing, blá tannarbúnaður, lyklalaust aðgengi, sjálfvirk loftkæling, sex hátalarar og býsna gott hljóð­ kerfi, leðurklætt stýri og sjö ör­ yggispúðar. Því má sjá að býsna vel er í lagt með þennan bíl. Svo er hann með varadekk í fullri stærð á 17 tommu álfelgu. Mikill kostur hérlendis. Á flottu verði Yfir það heila verður að segjast að nýr Mitsubishi L200 hafi vakið undrun fyrir gæði, aksturs­ og drifgetu, fágun, búnað, flutnings­ og toggetu og alls ekki síst útlit. Þar tekur hann öðrum pallbílum í sama flokki fram. Hér er því kom­ inn bíll sem mjög auðvelt er að mæla með og sannast sagna átti reynsluökumaður alls ekki von á svo góðum bíl er hann var sótt­ ur. Líklega er hér kominn fyrsti pallbíll sem greinarritari gæti hugsað sér að eiga. L200 býðst frá 6.890.000 kr. Þar slær hann við sambærilega búnum Toyota Hilux í SR útgáfu á 7.340.000 kr. og Isuzu D­Max á 7.090.000 kr. sem er þó sjálfskiptur. Það hjálpar mjög verðinu á L200 að hann fell­ ur í 35 prósenta vörugjaldsflokk en samkeppnisbílarnir í 45. Fágaður og eyðslugrannur vinnuþjarkur  Vekur kæti fyrir gæði, aksturs- og drifgetu, fágun, búnað, flutnings- og toggetu og ekki síst fyrir útlit. Kemur nú af fimmtu kynslóð með sprækri en eyðslugrannri vél og fellur því í lágan vörugjaldsflokk. 2,4 l dísilvél, 181 hestafl Fjórhjóladrif Eyðsla 7,2 l./100 km í bl. akstri Mengun 173 g/km CO2 Hröðun 10,4 sek. Hámarkshraði 178 km/klst Verð Frá: 6.890.000 kr. Umboð Hekla l Vél l Drifmöguleikar l Aksturseiginleikar l Verð l Beygjuradíus l Staðsetning bakkgírs Mitsubishi L200 pallbíllinn. Mynd/gva Hin laglegasta innrétting í L200.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.