Fréttablaðið - 13.05.2016, Side 4

Fréttablaðið - 13.05.2016, Side 4
Álfurinn 2016 - fyrir unga fólkið LögregLumáL Foreldrar unglings- stúlku sem varð fyrir líkamsárás á lóð Langholtsskóla í síðustu viku segja hana ekki enn hafa mætt í skólann, eða allt frá því fyrir páskafrí. Þau hafa gagnrýnt úrræðaleysi Austurbæjarskóla, sem stúlkan gengur í, vegna langvarandi eineltis sem aðrir nemendur skólans leggja dóttur þeirra í. Þau segja stjórn- endur skólans ekki hafa sett sig í samband við þau frá því að árásin var gerð. Líkamsárásin telst upplýst hjá lögreglu. Þrjár stúlkur eru gerendur, tvær eru ósakhæfar og því var mál þeirra sent til barnaverndarnefnda en ein stúlka er sakhæf og liggur mál hennar á borði lögreglu. Ekki feng- ust upplýsingar hjá skólayfirvöldum um hvernig tekið yrði á málum innan skólans en hvorki skólastjóri Austurbæjarskóla né upplýsinga- fulltrúi skóla- og frístundasviðs geta tjáð sig um einstök mál. Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að óháð- ur aðili yrði fenginn til að fara yfir verkferla vegna eineltis og sam- skiptavanda barna. Skúli Helgason, formaður ráðsins, segir atvikið hafa verið áfall en að þessi ákvörðun sé ekki tekin í vantrausti á kerfið eins og það er. „Það er mjög mikilvægt að viðhalda trausti og skapa traust. Því viljum við skoða ferlana og athuga hvað við getum gert betur.“ Þarf að vinna með gerendur Vanda Sigurgeirsdóttir er ráðgjafi í eineltismálum og rannsakar sér- staklega eineltismál í doktorsrann- sókn sinni. Hún segir skólayfirvöld vinna flott starf að mörgu leyti og að foreldrar séu orðnir mun með- vitaðri um einelti. Aftur á móti séu nokkur atriði sem þurfi að bæta. „Inngripin eru ekki nógu lang- varandi og ítarleg. Það þarf að vinna meira með hópinn og sérstaklega þarf að vinna lengur með gerendur. Það dugar ekki að tala einu sinni eða tvisvar við þá og meira að segja getur það gert eineltið verra. Það þarf að lágmarki tíu skipta sam- skiptavinnu með gerendum.“ Vanda segir afar mikilvægt að beina frekari sjónum að gerendum. Því án gerenda séu vissulega engir þolendur. Hún segir að hægt sé að vinna með hegðun gerenda strax í leikskóla. „Það er hægt að koma auga á þessa hegðun mjög snemma og það þarf að vinna með félagsfærni og vináttuþjálfun þeirra barna. Ef maður nær að breyta þessari hegðun við ungan aldur þá sparast heilmikið. Við spörum sársauka þolenda og fjölskyldna þeirra, tíma skólakerfisins og annarra kerfa sam- félagsins. Því rannsóknir sýna að mörgum gerendum líður verr, þeir eru með kvíða og þunglyndi og leita í andfélagslega hegðun, fara í afbrot, neyslu og beita ofbeldi. Vanda segir mikilvægt að muna eftir þessum atriðum þegar alvar- leg atvik koma upp. „Við megum ekki gleyma að ger- endur eru líka börn og auðvitað þyrfti að hjálpa þeim áður en eitt- hvað svona alvarlegt gerist.“ erlabjorg@frettabladid.is Þolandi þorir ekki enn að fara í skólann Líkamsárás gegn unglingsstúlku telst upplýst. Mál gerenda á borði barnaverndarnefnda og lögreglu. Engar upplýsingar fást hjá skól- anum þar sem stúlkurnar stunda nám. Eineltissérfræðingur vill beina sjónum að gerendum og uppræta hegðun þeirra strax í leikskóla. Kennarar kalla eftir fræðslu Í rannsókn Sjafnar Kristjánsdóttur á mati kennara á fræðslu og þjálfun í ein- eltismálum í kennaranámi, frá árinu 2011, kemur skýrt fram að kennarar vilja fá meiri fræðslu og þjálfun í því að bregðast við og takast á við einelti. Nær öllum þátttakendum rannsóknarinnar fannst vanta sérhæfða kennslu um eineltismál í kennaranámi. Eingöngu er boðið upp á valáfanga um einelti í náminu. Því sögðust margir vera illa undirbúnir til að takast á við eineltismál í starfi sínu sem kennarar. Stúlkan hlaut meiðsl á baki og hálsi og var rispuð og marin eftir árásina. Myndband af atvikinu fór víða á samfélagsmiðlunum og vakti óhug. NordicPhotoS/Getty Það er mjög mikil- vægt að viðhalda trausti og skapa traust. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Við megum ekki gleyma að gerendur eru líka börn og auðvitað þyrfti að hjálpa þeim áður en eitthvað svona alvarlegt gerist. Vanda Sigurgeirs- dóttir eineltis- sérfræðingur StjórnmáL Meirihluti Íslendinga er andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Alls segjast 51,4 prósent vera andvíg eða mjög andvíg inngöngu. Þá segist 27,1 prósent vera hlynnt eða mjög hlynnt. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Niðurstöðurnar benda til að litlar breytingar hafi orðið á afstöðu almennings gagnvart inngöngu í ESB á undanförnum tveimur árum. Sé hins vegar litið til samanburðar alveg til ársins 2012 hefur andvígum fækkað um rúmlega 10 prósentustig frá seinnihluta ársins 2012 þegar milli 60 og 65 prósent Íslendinga kváðust andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á sama tímabili hefur hlynntum fjölgað um allt að 10 prósentustig. Greinilegt er að fólk sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu er mun hlynntara inngöngu en fólk sem býr á landsbyggðinni. Þá er eldra fólk og konur einnig líklegri til að vera and- víg inngöngu. Könnunin var gerð dagana 6. til 9. maí. Í úrtaki voru einstaklingar, 18 ára og eldri, valdir handahófs- kennt úr hópi álitsgjafa MMR. Alls svöruðu 947 einstaklingar spurn- ingunni. – skó Yfir helmingur á móti inngöngu Íslendingar virðast hafa takmarkaðan áhuga á því að ganga í evrópusambandið og skipta um gjaldmiðil. NordicPhotoS/Getty FrakkLand François Hollande, forseti Frakklands, stóð af sér van- trauststillögu stjórnarandstöð- unnar í gær. Ástæða tillögunnar er umdeildar breytingar á vinnulöggöf sem Hollande ber ábyrgð á, að því er Wall Street Journal greinir frá. Alls greiddu 246 þingmenn í neðri deild franska þingsins atkvæði með vantrauststillögunni en 288 greiddu atkvæði gegn henni. Tillagan var lögð fram af íhaldsmönnum í stjórn- arandstöðu. Wall Street Journal segir að niðurstöður atkvæðagreiðsl- unnar sýni að Hollande hafi mikinn stuðning frá eigin flokki. Engu að síður sæti hann gagnrýni fáeinna þingmanna sósíalistaflokksins fyrir lögin sem þykja draga úr réttindum franskra verkamanna. Hollande segir að lagabreytingin muni auka frelsi í frönsku efnahags- lífi og vinnuveitendur og launþegar losni við flóknar reglur á vinnumark- aði. „Við verðum að gefa fyrirtækj- unum meira frelsi til þess að taka ákvarðanir sem eru praktískar fyrir þau,“ sagði Manuel Valls, forsætis- ráðherra Frakklands, í umræðum á þinginu áður en atkvæðagreiðslan um vantrauststillöguna fór fram. Breska blaðið Guardian segir að Hollande sé umdeildur meðal fransks almennings, vegna laganna, sem hafi mótmælt á götum í París. Það sem fer helst fyrir brjóstið á gagnrýnendum er sú aðferð sem Hollande nýtti sér við að setja lögin. Hann nýtti sér ákvæði í frönsku stjórnarskránni sem gefur forset- anum tækifæri til að setja lög án þess að þau fari fyrir franska þingið. - jhh Hollande Frakklandsforseti stóð af sér vantrauststillögu FranÇois hollande, forseti Frakklands, sætir talsverðri gagnrýni heimafyrir þessa dagana. NordicPhotoS/AFP Við verðum að gefa fyrirtækjunum meira frelsi til þess að taka ákvarðanir sem eru praktískar fyrir þau. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakk- lands 1 3 . m a í 2 0 1 6 F ö S t u d a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.