Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 12
Síðustu vikur hafa verið ein-stakur tími í sögu íslenska lýðveldisins. Tugþúsunda mótmæli við Alþingishúsið eitt og sér er mikill viðburður.
Svo bætist við að forsætisráðherra fer
frá eftir að hafa reynt að rjúfa þing og
ríkisstjórn með traustan meirihluta á
Alþingi samþykkir vegna ríkrar kröfu
almennings að flýta þingkosningum.
Hvert og eitt af þessu eru stórtíðindi,“
segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands.
Ólafur dró framboð sitt til for-
seta til baka á mánudag. Hann segir
ákvörðunina um að gefa kost á sér í
sjötta sinn hafa verið tekna því ekki
hafi verið kominn frambjóðandi sem
nyti yfirburðastuðnings.
„Í öllu umrótinu, með tilliti til þess-
ara dramatísku atburða sem höfðu
orðið, og þjóðin hafði ekki fundið
neinn sem hún gæti sætt sig við sem
nýjan forseta, var þrýst á um það með
mjög víðtækum hætti að ég hlypi ekki
frá borði. Ég er þannig gerðar af mínu
uppeldi og lífsviðhorfum að ég tel að
þeir sem þjóðin hefur sýnt mikið
traust hafi ákveðnar skyldur. Sumum
finnst það sérkennileg hugsun en það
er samgróið viðhorfum mínum. Ég
vildi þess vegna ekki standa frammi
fyrir því að menn gætu sagt að ég
hefði hlaupist undan merkjum á
þessum tímum. Þó vilji minn, hjarta
og hugur hefði stefnt til þess, eins og
ég sagði í nýársávarpinu, að kveðja
Bessastaði. Um leið, sem er afar
óvenjulegt og ég held að hafi aldrei
gerst áður þegar menn lýsa yfir fram-
boði, sagði ég að ef að menn fyndu
annan í embættið þá tæki ég því vel
og fagnandi.“
Tveir reyndir frambjóðendur
Eftir að skoðanakönnun Fréttablaðs-
ins þann 5. maí sýndi að Guðni Th.
Jóhannesson nyti stuðnings 38 pró-
senta þjóðarinnar fór hann að íhuga
að draga framboðið til baka.
„Ég skrifaði fyrsta uppkastið að yfir-
lýsingu minni um að draga framboðið
til baka sama dag, og endurskoð-
aði það næsta dag. Þegar í kjölfarið
Davíð Oddsson tilkynnir á Bylgjunni
að hann hafi ákveðið að fara fram þá
hnigu öll rök til míns framboðs. Nú
var komin upp sú ánægjulega staða
að þjóðin átti kost á því að velja milli
fræðimanns sem hefur mesta þekk-
ingu allra núlifandi Íslendinga á for-
setaembættinu og þess sem lengst
hefur verið forsætisráðherra í lýð-
veldissögunni og haft samskipti við
forseta, bæði Vigdísi og mig.“
Ólafur segir ákvörðunina um að
draga framboðið til baka hvorki vera
stuðningsyfirlýsingu við Guðna né
Davíð.
„Það er víðs fjarri að ég tæki nokkra
afstöðu með neinum frambjóðenda.
Til viðbótar við Guðna og Davíð eru
í framboði þekktur rithöfundur og
baráttumaður fyrir umhverfisvernd,
forystukona í atvinnulífinu og annað
gott fólk. Það sem skilur Davíð og
Guðna frá hinum er að þeir hafa í
áraraðir skapað sér sérstöðu varðandi
þekkingu og samskipti við forseta-
embættið. Ég tek enga afstöðu með
kosningunni, ég er einfaldlega að lýsa
staðreyndum.“
Panama-skjölin breyttu engu
Fréttir voru fluttar af því í síðustu
viku að nafn Dorritar Moussaieff,
eiginkonu Ólafs, væri að finna í
Panama-skjölunum. Áður hafði
Ólafur sagt að þau hjónin tengdust
engum aflandsfélögum. Hann segir
það ekki eiga þátt í ákvörðuninni
um að draga framboðið til baka.
„Nei, það tengist því ekki enda
hefur margt af því sem hefur verið
sagt ekki verið sannleikanum sam-
kvæmt. Fjölmiðlar og aðrir hafa
farið með staflausa stafi.“
Eins og hvað? „Hún hefur aldrei
haft reikninga við þennan sviss-
neska banka sem fullyrt var að hún
hefði tengsl við. Hún hefur aldrei
haft tengsl við þetta Jaywick-félag
sem fullyrt var að hún hefði. Það eina
sem á sér stað í þessu eru aðgerðir
foreldra hennar á sínum tíma. Menn
þurfa huga að staðreyndunum.“
Hann segist alltaf hafa tekið sína
persónulegu stöðu út úr myndinni
í tíð sinni sem forseti. „Það er mikil-
vægt að sérhver sem fær þessa ábyrgð
á herðar skilji eftir vangaveltur um
sína persónulega stöðu. Forseti
verður að fylgja sannfæringu sinni
og rökrænni greiningu á því hvað er
íslenskri þjóð fyrir bestu. Þótt það
sé ekki formleg skylda sitjandi for-
seta þá hugsar maður einnig um það
þegar maður lætur af embætti að
taki við nýr forseti með nægilegan
stuðning til að embættinu verði
áfram farsællega sinnt. Það lendi
ekki í þjóðfélagslegri upplausn þar
sem enginn hefur stuðning. Það sem
gladdi mig við atburði síðustu daga er
að nú bendir allt til þess að nýr forseti
taki við með þeim sama eðlilega hætti
eins og áður. Embættið sjálft og sess
þess í lýðveldinu verður áfram á þeim
góða stað sem það hefur verið. Ég veit
að þetta er ekki formleg skylda for-
setans en af því að sérhver sem gegnir
embættinu fyllist virðingu gagnvart
því, á vissan hátt þykir vænt um það
og skilur kannski betur en aðrir að
forsetaembættið er ekki bara starf.“
Ólafur heldur áfram og segir
ástandið í þjóðfélaginu með þeim
hætti að það skipti höfuðmáli fyrir
þjóðina að forsetaembættið haldi
sínum sessi.
„Skoðanakannanir sýna að for-
ystuflokkur síðustu ríkisstjórnar er
með slíkt lágmarksfylgi að það er
einsdæmi. Forystuflokkur núverandi
ríkis stjórnar er með mjög lítið fylgi.
Það hefur aldrei fyrr gerst í sögu
íslenskra stjórnmála að forystuflokk-
ar ríkisstjórnar á örfáum misserum
fari niður í eins stafs tölu í fylgi. Þegar
það bætist svo við að nýr flokkur sem
rétt náði inn á þing fyrir þremur árum
eða svo, fær álíka fylgi og Sjálfstæðis-
flokkurinn sem hefur verið stærsti
flokkurinn í áratugi. Þar sjáum við
staðfestingu þessa mikla umróts sem
er í lýðræðiskerfi og stjórnmálum
okkar. Þá skiptir höfuðmáli að for-
setaembættið haldi sínum sessi. Þegar
forsetakosningarnar fara saman við
allt þetta, þá verði eðliseiginleikum
forsetaembættisins og samspili þess
við þjóðina og lýðveldið ekki fórnað
í þessu umróti. Sem betur fer tel ég í
dag að það sé engin hætta á því. Þess
vegna er ég svona glaður. Vegna þess
að ég verð að skilja við embættið
á þann hátt að þjóðin með góðum
hætti finni sér nýjan forseta og hann
geti tekið við á þann hátt að embættið
sé sterkt, samband þess við þjóðina
traust og forseti skilji sig frá þessari
hringiðu sem einkennir flokkana,
Alþingi og þann þátt lýðræðiskerfis.“
Sér ekki eftir framboðinu
Sérðu eftir að hafa boðið þig fram í
sjötta sinn á dögunum og hætt svo
við? „Nei, alls ekki. Ég vildi ekki
hlaupa frá borði, á dögum og vikum
þar sem nánast allt lék á reiðiskjálfi
hvað snertir hefðbundna stöðu lýð-
veldisins,“ segir hann.
„Þegar litið er til baka þá má segja
að þessi ákvörðun mín, að grípa inn í
þetta tómarúm varðandi forsetaemb-
ættið, hafi hjálpað til við að skapa
atburðarás sem leiddi svo til þess að
nokkrum vikum síðar var þjóðin farin
að þjappa sér saman um aðra fram-
bjóðendur.“
Sumir hafa sagt ósanngjarnt að þú
hafir stigið fram, troðið á þeim sem
vildu bjóða sig fram en ekki gegn sitj-
andi forseta? Fjórir hættu við. „Ég get
ekki tekið neina afstöðu til þess enda
sýna dæmin og sagan að fólk myndar
sér skoðanir um forseta og frambjóð-
endur óháð því hvað sitjandi forseti
gerir. Menn studdu Þóru Arnórsdótt-
ur hér fyrir fjórum árum, þriðjungur
kjósenda. Hreyfingin um framboð
hennar var sterk þó að í gangi væri
mikill þrýstingur á mig um að halda
áfram. Margt af þessu góða fólki sem
þið nefnið núna hafði haft nokkra
mánuði til þess að afla sér stuðnings.
Við sjáum hvað gerst hefur þegar fram
koma núna Guðni og Davíð; það þarf
ekkert mjög langan tíma til þess að
fá umtalsvert fylgi. Þannig ég get á
engan hátt axlað ábyrgð gagnvart
þessu góða fólki vegna þess að sam-
band þess við kjósendur eða sam-
bandsleysi byggðist á þeim sjálfum.
Sagan sýnir að þú getur ekki byggt
stuðning í forsetakosningum á því
hvað aðrir gera. Þú verður að gera það
í krafti eigin verðleika.“
Skoðanakönnun Fréttablaðsins
frá því á miðvikudag sýndi að Guðni
Th. er með tæplega 70 prósenta fylgi.
Manstu eftir viðlíka niðurstöðum
skoðanakannana? „Það er nú ein
hliðstæða t.d. gagnvart sjálfum mér.
Í aðdraganda kosninganna 1996 þá
held ég að ein skoðanakönnun 6 til 7
vikum fyrir kosningar hafi sýnt að ég
var með yfir 70 prósent. Ferill skoð-
anakannana í kosningum hefur oft
sýnt stórar sveiflur. En ég ætla nú ekki
meðan ég er í embætti að fara verða
álitsgjafi um skoðanakannanir.“
Dorrit gleðst yfir frelsinu
Ólafur segir eiginkonu sína, Dorrit,
vera ánægða með þá ákvörðun hans
að draga framboð sitt til baka. „Hún
var þeirrar skoðunar að ákvörðunin
um áramótin væri rétt. Eins og allir
hljóta að skilja hefur það verið flókið
að ég er hér að sinna minni vinnu á
Íslandi og hún annars staðar. Skyldur
forsetaembættisins eru þannig að
dagskrá er ákveðin oft ár fram í tím-
ann. Maður hefur ekki frelsi eins og
aðrir. Svo að sérhver sem gegnir þessu
embætti, og ég er ekki að kvarta, það
er bara veruleikinn. Hann og fjöl-
Forseti Íslands er enginn veislustjóri
Ólafur Ragnar Grímsson lætur brátt af embætti. Hann ræðir síðustu vikur, fer yfir ferilinn og framhaldið. Panama-skjölin hafi engan
þátt átt í ákvörðun hans um að draga framboð sitt til baka. Framboðið hafi hjálpað til við að fylkja þjóðinni bak við aðra.
Ólafur Ragnar segir það víðs fjarri að hann taki nokkra afstöðu með neinum frambjóðanda. FRéTTablaðið/STeFán
Ólöf Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@frettabladid.is
1 3 . m a í 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U R12 F R é T T i R ∙ F R é T T a B L a ð i ð